Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 15
ALMENN FRÆÐSLA UM EFNAHA Efnahagsvandamálin hafa lengst af, frá því að Islendinga öðluðust sjálfsforræði í málefnum sínum, ver- ið eitthvert örðugasta þjóðfélags- vandamál vort. Að vísu er Island í því efni engin undantekning frá öðrum löndum heims. Efnahagsvandamálin hljóta ávalt og hvar sem er að verða ofarlega á baugi þeirra vandamála, er úrlausnar kref jast. Á hinn bóginn má ekki loka aug- unum fyrir því, að ef miðað er við tímabilið frá lokum síðustu heims- styrjaldar og þróun efnahafsmálanna í þeim nágrannalöndum okkar i Evrópu, er við Hkasta þjóðháttu búa og við, þá verður samanburður við þessi lönd okkur ekki allskostar hag- stæður. Á síðari heimsstyrjaldarár- unum bjuggum við á sviði efnahags- mála við ólíkt betri kost en þessar Þjóðir. Við sluppum að mestu við eyði- leggingar ófriðarins og bjuggum við nvjög hagstæð verzlunarkjör mest allan styrjaldartímann. Við lok styrj- aldarinnar bjuggu Islendingar við betri lífskjör en flestar þjóðir heims og til muna betri en grannþjóðir okk- ar i Evrópu þá bjuggu við. Að vísu áttum við þá mikið viðfangsefni fyrir höndum þar sem var endurnýjun og aukning framleiðslutækja okkar til lands og sjávar, sem að vonum höfðu gengið mjög úr sér á styrjaldarár- unum. En við höfðum þá safnað mjög alitlegum gjaldeyrissjóðum erlendis sem auðveldlega áttu að geta staðið undir kostnaðinum við slíka endur- nýjun. Hver hefur nú þróun efnahagsmál- anna orðið hjá okkur annarsvegar og grannþjóðum okkar í Evrópu hinsvegar, frá þvi er styrjöldmni lauk. Hvað okkur snertir, þá hefur þróunin að því leyti verið hagstæð, að við höfum aukið mjög verulega skipastól okkar og önnur fram- leiðslutæki, þannig að afköst fram- leiðslunnar hafa vaxið. Á hinn bóg- inn hefur verið hér verðbólguþróun naar óslitið frá því er styrjöldinni lauk, og hafa óhagstæð áhrif hennar á framleiðsluafköstin vegið talsvert á móti hagstæðum áhrifum aukinna og bættra framlelðslutæka. Lífskjör Þjóðarinnar í heild munu því eftir Þvi sem næst verður komist ekki hafa batnað sem neinu nemur frá lokum styrjaldarinnar. Það á vitan- lega nokkurn Þátt í Því, að Þróun efnahagsmálanna hér á landi hefur ekki verið eins hagstæð á þessu tímabali og efni hefðu að öðru leyti staðið til, að verzlunarkjör hafa að jafnaði verið okkur allmiklu 6hag- stæðari en var á striðsárunum. Á Það einkum við timabilið frá 1950, að Því ari' meðtöldu. Hinsvegar höf- um við notið mikillar efnahagsað- stoðar erlendis frá, sem vitanlega hafa létt mjög af þjóðinni þeim byrðum, sem endurnýjun og aukn- ing framleiðslutækjanna annars hefðu haft í för með sér. Ef við lítum hinsvegar á þróun efnahagsmálanna í nágrannalöndum okkar í Evrópu þá hefur hún tví- mælalaust verið öllu hagstæðari en hjá okkur. Þessum þjóðum hefur á tiltölulega skömmum tima tekizt að eridurreisa efnahagslíf sitt úr rúst- um styrjaldarinnar, og jafnframt að bæta svo lifskjör almennings i lönd- um sinum, að það breiða bil, sem var milli lífskjara þessara þjóða og okkar um það bil er styrjöldinni lauk, hefur hér verið brúað algjörlega og sennilega meira til. Að vísu hafa þessar þjóðir einnig notið erlendrar efnahagsaðstoðar en þó sízt i ríkara mæli en við. Vissulega eiga þessar þjóðir enn við sín efnahagslegu vandamál að etja, en um það getur ekki verið ágreiningur, að ólíkt meira jafnvægi ríkir nú í efnahags- málum allra landa Vestur- og Norð- urevrópu, e. t. v. þó að Frakklandi undanskildu, en hjá okkur. Hvað er það nú, sem gerir gæfumuninn í' þessum efnum? Hér hafa vitanlega verið ýms öfl að verki, en ekki er þó vafi á því, að megin skýring hinnar óhagstæðu efnahagsþróunar hér á landi samanborið við nágrannalönd okkar, er verðbólguþróun sú, sem átt hefur sér stað hér á landi nær óslitið frá því er styrjöldinni lauk. Frá þeim tíma mun verðlag hér á landi hafa hækkað um a. m. k. 150%, en á sama tima mun verðlag í öðrum löndum Vestur- og Norður-Evrópur yfirleitt ekki hafa hækkað meira en 20—25% og sumstaðar minna. jafnvel meira val en rikisstjórn og Alþingi, og þar sem fyrrnefndir að- ilar hafa sem kunnugt er oft beitt þessu valdi í ríkum mæli, geta þeir ekki mælt sig undan sinum hluta af ábyrgðinni á því hver þróun efna- hagsmálanna er á hverjum tíma. En hvað sem þeirri spurningu lið- ur, hvort mistök þau, sem prðið hafa á stjórn efnahagsmálanna hér á landi eigi fyrst og fremst að skrifast á reikning þeirra ríkisstjórna, er að völdum hafa setið eða stéttarsamtak- anna, þá eru það í báðum tilfellum fulltrúar samtaka almennings, sem ábyrgð bera á mistökum þeim, sem um er að ræða. Það er þvi í alla staði eðlilegt, að sú hugmynd hefur komið fram, að aukin þekking al- mennings á efnahagsmálum gæti átt sinn þátt í því að forða í framtíðinni Um það mun vart ágreiningur að þegar til lengdar lætur, hlýtur efna- hagsleg velmegun þjóðarinnar að vera komin undir framleiðsluafköst- um og verðmæti þeirra. Ef litið er á þjóðina sem heild, getur hún þvi ekki bætt hag sinn á annan hátt en þann, að verðmæti þjóðarframleiðslunnar aukizt. Sé hinsvegar á málið litið frá sjónarhóli einstakra starfsstétta eða einstaklinga, verður afkoma þeirra auk þess að vera auðvitað háð verð- mæti þjóðarframleiðslunnar, einnig komin undir skiptingu þjóðartekn- anna. Ef einstakur starfshópur eða einstaklingur fær meira í sinn hlut af þjóðartekjunum en áður, hefur hann auðvitað með því bætt sina af- komu, enda Þótt þjóðartekjurnar hafi ekki aukizt. En slíkar kjarabætur hljóta auðvitað ávalt að vera á .Olll!.......II........I......Ml.........MIHIIIIIIII........I......IIIIIXIIDIIII................rilllIII.IIIIII.IIIIIIII.....IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Ölafur Björnsson, prófessor, var einn hinna fyrstu, sem i rituðu í Vikuna. Meðal annars komst hann pannig að orði | í grein, sem hann ritaði í I. árg. og nefndi „Peningarnir \ og jólin." „Segjum t. d. að stjórn og þing mundu áfcveða að gefa | öllum þurfandi 1000 krónur hverjum, til jólaglaðnings. I Afleiðingin yrði annaðhvort sú, að vöruverð mundi stór- | hækka svo að glaðningurinn yrði lítils virði, eða allar búðir \ myndi tæmast af vörum, svo tilfinnanlegur skortur yrði \ á öllu, er kæmi fram á veturinn." \ Nú hefur Ólafur Björnsson sýnt Vikunni þann heiður \ á 20 ára afmæli blaðsins að rita grein þá er hér birtist. ''jiiiiiiiiiiiiiiii >.....iiiniiii Á því er ekki vafi, að verðbólgu- þróunin hér á Islandi hefur valdið því, að framfarir á sviði efnahags- mála hafa orðið minni en ella, þannig að þjóðin býr vegna þessa við lak- ari kjór en hún ella mynda gera. Spurningin er nú sú hvort telja megi, að aðstæður í efnahagsmálum hér á landi hafi á Þessum tíma verið slíkar, að verðbólguþróun sú, sem átt hefur sér stað, hafi verið óhjákvæmi- leg, eða hvort þessi þróun á rætur sínar að rekja til mistaka, er orðið hafa á stjórn efnahagsmálanna. Svarið við þessari spurningu er að mínu áliti á þann veg, að enda þótt leiða megi að því nokkur rök að baráttan gegn verðbólgunni hafi á þessu tímabili verið meiri erfiðleik- um bundin hér á landi en í mörgum löndum óðrum, þá verði þó að líta þannig á, að meginorsök hinnar óhag- stæðu verðbólguþróunar hér á landi sé af innlendum uppruna, þannig að fyrirbyggja hefði mátt slíka þróun ef þjóðin og stjórnarvöld landsins hefðu borið giftu til þess að standa saman um ráðstafanir, er að gagni hefðu komið i því efni. Að mínu áliti er ástæða til þess að undirstrika það sérstaklega í þessu efni, að ábyrgðin í þessu efni hvílir ekki nema að nokkru leyti á Alþingi og rikisstjórnum þeim, er að völdum hafa setið á þessum tíma. 1 þessu efni sem öðrum hljóta vald og ábyrgð að fara saman. En valdið á sviði efnahagsmála er ekki nema að takmörkuðu leyti í höndum ríkis- stjórnar og Alþingis. Stéttarsamtök- in í þjóðfélaginu, bæði samtök at- vinnuveitenda og launþega, hafa á sviði efnahagsmála eins mikið og Þeim mistökum sem átt hafa sér stað í þessum efnum fram til þessa. Mál þetta hefur nokkuð verið á döfinni á Alþingi síðustu árin, og var þar fyrir rúmum tveimur árum samþykkt tillaga þess efnis, að hafizt skyldi handa um athugun á þvi, hvort til- tækilegt væri að stofna til opinberrar fræðslu fyrir almenning um þjóðfé- lagsmál. Hefur í samræmi við þessa tillögu, er náði samþykki á Alþingi, verið skipuð nefnd til þess að athuga möguleika á framkvæmd þessarrar hugmyndar og mun hún undanfarið hafa setið á rökstólum. Einnig hafa framkomið á Alþingi tillögur um fræðslustarfsemi í þessum efnum fyrir launamenn sérstaklega, þótt ekki hafi þær tillögur ennþá hlotið fullnaðarafgreiðslu. Hér skal að öðru leyti ekki rædd sú hlið þessa máls, er að fram- kvæmdinni lýtur. Skal það eitt um það atriði sagt, að fullyrða má, að miklir örðugleikar eru á framkvæmd slíkrar fræðslu um efnahagsmál og önnur þjóðfélagsmál fyrir almenning, þó að ég telji hinsvegar að ekki sé rétt að láta þá örðugleika aftra sér frá því að gera tilraun í þessa átt, ef menn eru þeirrar skoðunar, að einhvers verulegs árangurs megi af henni vænta, ef vel tekst um fram- kvæmdina. • Hinsvegar skal hér leitast við að gera Þeirri spurningu nokkur skil, eftir þvi sem unt er i stuttu máli, að hve miklu leyti efnahagsvandamál þau, sem við er að etja, séu þess eðlis, að þess megi vænta, að þau mundu auðveldari viðfangs, ef þekk- ing á lögmálum efnahagslífsins væri almennari en nú er. kostnað þess, að einhverjir aðrir að- ilar í þjóðfélaginu bera minna úr býtum. Það leiðir af þeirri forsendu að gert er ráð fyrir óbreyttum þjóð- artekjum. Hvort aukin þekking almennings á lögmálum efnahagslífsins gæti þannig orðið spor í áttina til aukinn- ar velmegunar þjóðarheildarinnar, verður þá undir því komið hvort vænta má að slík aukin Þekking gæti leitt til aukningar þjóðartekn- anna. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvort slíks má vænta, verður að gera sér ljóst, hvaða öfl ráða því í meginatriðum, hve háar þjóðartekj- urnar eru. Svar hagfræðinnar við þeirri spurningu er á þann veg, að þjóðar- tekjurnar séu einkum háðar þrennu. 1 fyrsta lagi þeim náttúruskilyrðum, sem þjóðin býr við, í öðru lagi þeirri tækni, sem notuð er, og í ÞriSja lagi Því, hversu framleiðsla og viðskipti eru skipulögð. Ef auka á ÞJoðartekj- urnar og skapa Þannig grundvöll fyrir aukinni velmegun almennings, Þá verður það samkvæmt þessu að- eins gjört með þrennu móti. 1 fyrsta lagi með þvi að bæta náttúruskilyrð- in, í öðru lagi með því að bæta tæknina og í Þriðja lagi með betra skipulagi framleið.slu- og viðskipta- hátta. Tvö fyrrnefndu atriðin liggja utan verksviðs þjóðfélagsvísindanna og verða því ekki gerð að nánara umtalsefni. Hvort þjóðfélagsvísindin, eða hagfræðivisindin, sem hér verða einkum höfð í huga, geta átt þátt'í því að bæta efnahagsafkomu þjóðar- heildarinnar, verður þá undir því komið, hvers árangurs er í því efni VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.