Vikan


Vikan - 23.10.1958, Page 19

Vikan - 23.10.1958, Page 19
REYKJAVÍK VAKNAR Ein nágrannakona mín, sem virðist láta sér mjög annt um mína hagi, hefur tekið sér fyrir hendur að fylgjast með því, hvenær ég komi heim á kvöldin. Og nú ætla ég að leika á hana og fara fyrr á fætur en ég er vanur. Hún á aldrei að fá að vita, að ég eigi til að vera svona árrisull. Klukkan er fimm, og það eru þrír tímar til dagmála. Gatan er hálfmyrk, rafljósin eru slökkt á öðrum hvorum ljósastaur —, það er sparnaðar- ráðstöfun, því að það er svo til ætlast, að fólk sot'i á nóttunni, hvort sem það gerir það eða ekki. Fyrstu tíu mínúturnar, sem ég róla fram og aftur um auðar göturnar, heyri ég hvorki andvarp né stunu og sé ekkert, er geti borið vott um mannaferðir. Og þó — það loga Ijós í einstöku gluggum, en annars eru húsin myrk og dauð eins og rekandi skipsflök á hafinu. En svo birtist lifið allt í einu og gægist fram úr þessari auðu, hljóðu nótt i tilveru tveggja unglingsstúlkna. Þær halla sér upp að húsvegg, reykjandi eina sígarettu og tala saman í hálfum hljóðum. Æskan á alltaf svo ótal mörg leyndar- mál. Þær eru vel til fara, þessar litlu stúlkur, sem Sigurður Benediktsson, fyrsti ritstjóri Vik- unnar, skrifaði þessa skemmtilegu lýsingu á morgungöngu um Reykjavík. Hún birtist í 8. tbl. Vikunnar 1940. voru fermdar í haust. Ég er alls kostar ófróður um hagi þeirra, en ég þykist mega vita, að þær séu að ganga til hvílu, en ekki að rísa úr rekkju. Og ennfremur hitt, að þær hafi varið þessari nóttu til ásta og unaðssemda. Ungu fólki finnst stundum svo skemmtilegt að lifa, að það getur ekki sofið. Margur er misskilinn fyrir það. Annað fólk er ekki á ferli í Austui'bænum. Aðeins þess- ar tvær stúlkur af 14000 manns. Hinir sofa eða eru andvaka. Það eru alltaf einhverjir andvaka í stórri borg. Á bekknum undir klukkunni á Lækjartorgi sefur maður fram á hendur sínar. Þannig geta menn orðið úti á hinum fjölförnustu vegum. Kannske sakar manninn ekki næturkuldinn og kannske vaknar hann af værum svefni og frið- þægjandi draumum við það, að yfirvöldunum finnst honum ofaukið á þessu auða torgi og flytja hann þaðan. Ég þekki þennan mann. Ég hefi séð hann innbyrða fleiri þúsund þorska og afla þjóðinni mikils gjaldeyris. Ég hefi séð hann skipa fyrir verkum með einurð og djörfung og ég hefi séð menn hlýða honum í blygðunarlausri auðsveipni. Þá var hann óbilgjarn harðjaxl, ó- sveigjanlegur, tilfinningalaus, en nú hefur lífið skipað honum að sofna á auðum bekk á al- mannafæri, og hann hefur hlýtt því, af því að lífið er enn óbilgjarnara. Gömul og hokin kona kemur haltrandi einhvers staðar norðan úr rökkrinu og þögninni við höfn- ina og beygir upp á Hverfisgötu. Hún sækir á brekkuna með sviplausri þjáningu þess, sem alltaf hefur streitt á móti. 1 vinstri handarkrik- anum ber hún spýtubrak, en yfir hægri öxlina stóran poka og í botni pokans er einhver þunga- vara, sem gætu verið fáeinir kolamolar. Hún hefur þríhyrnuna strengda um mittið og dúðaða upp á höku, og svarti skýluklúturinn hennar er bundinn yfir hægra eyrað. Er hún verður mín vör, hrekkur hún við og missir spýturnar. Þær syngja við götuna og tvístrast sitt á hvað. Hún gripur þær næstu, en gefur sér ekki tima til að elta ólar við hinar, sem hafa hrokkið lengra, því að hún þarf að flýta sér. Kannske verða fleiri hennar varir, og hvað varðar fólk um ferðir gamallar konu, sem vantar eldsneyti og yl. Eftir Austurstræti ganga tveir fyrirmannlegir, miðaldra menn með hvíta bringuna. Þeir tala hátt og hiklaust, en umræðuefnið er ekki að sama skapi fyrirmannlegt og maður skyldi álíta eftir fasi og fatnaði þessara manna. Allur þeirra mál- elgur snýst um hana, þessa í bláa kjólnum — þið skiljið, þessa ljóshærðu með lökkuðu neglurnar. Þeir eru báðir sammála um ágæti hennar og skipuleggja við hana nánari kunningsskap. Ann- ar trúir því ekki á hana, en hinn veit það fyrir víst, að hún var send heim á kostnað hins opin- bera, af því að útlandinu fannst henni ofaukið. Þeir hlakka mjög til endurfundanna við hana, og áður en þeir hafa stigið tíu skref, er ákveðið „party“ á þi'iðjudagskvöldið, og þar á að reyna hana til þrautar. En þessar háværu samræður hafa rumskað við tveimur lögregluþjónum, sem gægjast fyrir horn til þess að skyggnast fyrir um uppruna þessara mála. Þeir skima eins og aldraður fjárbóndi, sem gengur út fyrir bæjar- kampinn í þeim ásetningi að þagga niður í ,,hel- vítis hundunum“, en sér þá að „blessaðar skepn- urnar“ eru af sjálfsdáðum að reka kýrnar úr túninu. Lögreglan hefur ekkert við háreysti þess- ara manna að athuga! Þeir mega hafa eins hátt og þeir vilja, og þeir mega segja allt, sem þeim býr í brjósti. Það er á þeirra eigin ábyrgð, af því að þetta eru fínir menn og þetta gatan þeirra. Vestan úr dimmbláu rökkrinu berst klukku- sláttur. Tvö hljómmikil högg í þessari eyðikyrrð. Dómkirlcjuklukkan slær hálfsex, og Reykjavík sefur. Enn dreymir hana óraunhæfa, fjarlæga hluti, eða hún vakir yfir ástinni sinni, sem er kannske enn fjarlægari en sólskinslandsdraum- ur hins huggandi svefns. Nokkrir fnæsandi kettir eru í hamstola elting- arleik um Veltusund. Það vantar rófuna á tvo þeirra. Einn er máttvana á báðum afturfótum og skjögrar áfram með þvi að krækja fyrir sig framfótunum og styðja sig við trýnið, sitt á hvað. Eyrun eru kalin af þessum köttum. Sum alveg, en önnur til hálfs. Og heimkynni þessara aumingja er í gluggalausum kjallara undir einu auðugasta firma borgarinnar. Þar fæðast þeir blindir og þaðan hefja þeir sókn sína og sjálfs- björg, þegat' þeir vaxa. Þar smitast þeir skað- legum sjúkdómum og þaðan flýja þeir örkumla út á strætið til að skríða aftur inn í urðarkattar- bælið. Og hér ýlfra þeir og veina, daglangt og náttlangt, bíta hvern annan og rífa í æðisgenginni grimmd hins meðfædda ráneölis. Þessir kettir hafa sýkst af rottum! Allir sýkjast af einhverj- um. Þetta er við aðalgötu höfuðborgarinnar, borg hinnar miklu mannúðar og skipulögðu dýravernd- unar, og skal sízt varpað rýrð á þau störf. En það er oft vaðið yfir ána til að sækja vatn í lækinn. Þær koma fyrir hornið á Vöruhúsinu. Önnur er í bleikrauðum samkvæmiskjól og með græna silksislæðu skýlubundna um höfuðið. Kjólfald- urinn sópar auða gangstéttina og felur fæturna, nema skótærnar, sem tifa áfram með stúlkuna og fötin hennar. Hin er skjólklædd með tvíref um hálisnn. Þær eru heldur ekkert myrkar í máli, og nú er þeim ljóst, að í raun og veru hafi þetta verið allra skemmtilegasta ,,kvöld“. En hvernig stóð eiginlega á því, að þeim var boðið? Hvorug gat getið sér til um það. En þær voru staðráðnar í því að snúa á karlskömmina, — og sá var nú heldur ekki of góður að ,,gefa eitt kvöld“. Aldrei að láta karlmenn kúga sig! Þessi . . . Það er annars mál út af fyrir sig, og girni- legt til fróðleiks, hvernig stúlkur í Reykja- vík, sem sjá fyrir sér sjálfar, og vinna fyrir 150 króna mánaðarlaunum, hafa efni á því að ganga í silki og loðskinnum eins og tízkudrottningar stórborganna. Hver borgar hér mismuninn á tekjum og gjöldum ? '— Eða er ekki um greiðslu- halla að ræða? Á eftir þessum hefðardömum gengur hokin, miðaldra kona með skyggnishúfu — það er engin silkiskýla. Enda er þessi kona að ganga til iðju sinnar, en ekki til hvíldar. Hún á þrjú börn í ómegð og minninguna um drukknaðan sjómann. Það er allt og sumt. Og svo þvær hún skrifstofu- gólf i miðbænum. — Morgrmblaðið! Morgunblaðið! hrópar dreng- hnokki á miðri götunni. Sá er árrisull. Aðalsteinn Ottesen, afgreiðslumaður, er þá kominn á vett- vang — árrisulasti maður í Reykjavík. 1 röskan aldarfjórðung hefur hann afgreitt eina morgun- blaðið á Islandi og séð blaðsölubörn vaxa sér yfir höfuð! Telpuhnokkarnir í snjáðu kápunum, með löngu úlfnliðina og rauða raksæla nefið, sem báru Morgunblaðið til kaupenda fyrir tveim- ur árum sofa nú við línlök og svæfla, sælar og fulltíða konur. Og ærslaseggirnir eru í þann veg- inn að verða menntamenn, og þeir eru þegar farnir að lyftá hattinum fyrir fyrsta atvinnu- F'ramh. á bls. Ifi Opinn kl. 10-12 og 13,30-16,30 Laugardaga kl. 10—12 lönaðarbanki íslands h.f. Lækjargötu 2 - Reykjavík Sími 19670 Sparnaður er þjóðar- dyggð og þjóðarnauðsyn Sparifé er undirstaða efnalegs sjálfstœðis VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.