Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 20
. A Engin borg geymir eins ríkar rninningar um mikilmenni tónlistar- sögunnar og Vínarborg. Allt frá þvi á dögum Haydns og Mozarts og f ram um síðustu aldamót var hún háborg tónlistarinnar í Evrópu, og minjanna um þá glæstu tíma hefur verið gætt af stolti cg trúmennsku, þótt margt færi forgöiCum I eyðileggingu siðari heimsstyrjaldarinnar. 1 þröngri og skuggalegri götu á bák við Stofánskirkjuna stendur enn húsið, þar sem Mozart samdi „Brúðkaup Figarós," og í herbergj- um hans þar er nú Mozart-safn. Haydn kcypti á efri árum sínum hús í útborginni Mariahilf, byggði hæð ofan á það og bjó þar siðan til dauða- dags með skylduliði sínu. Þetta hús stendur einnig og geymir Haydn-safn, en Mariahliferstrasse, stígurinn, sem áður tengdi þorp og borg, er orðin ein fjölfarnasta og glæsilegasta gata Vínar. Kunnugir þekkja á milli 20 og 30 hús, þar sem Beethoven bjó, — hann var sjaldnast lengi á hverjum stað. Enn eru hús, sem tengd eru minningu Schuberts, Brahms, Bruckners og Hugo Wolfs, og mætti svo lengi telja. Þessir staðir allir og þeir hlutir, í Vínarborg eftir Jón Þórarinsson, tónskáld scm þar eru geymdir, tala sínu máli, og andrúmsloft þeirra hefur þau á- hrif á næman gest, að honum finnst hann vera horfinn langt aftur í tím- ann. Þegar bezt lætur, getur hann óðlazt nýjan skilning á lífi og starfi þeirra manna, sem hér gerðu garðinn frægan. —O— 1 rituðu máli hefur mörgum mynd- um verið brugðið upp frá tónlistar- borginni Vín fyrr og síðar. Af þeim nkrifum, sem ég þekki um það efni, hafa mér fundizt einna skýrastar og skemmtilegastar æskuminningar tón- listargagnrýnandans Max Graf, sem nú er nýlega Iátinn. Hann var fædd- ui í Vín 1873, byrjaði ritferil sinn með dómi um áttundu sinfóníu Eruckners, þegar hún var flutt í fyrsta sinn, klarinett-kvintettinn eftir Brahms og „Spænsku söngbók" Ilugo Wolfs. Þegar Graf var ungur maður, í kring um 1890, voru þeir Johannes Erahms og Anton Bruckner enn í tölu lifenda. Richard Wagner var lát- inn fyrir fáum árum, en striðið um hann og verk hans hvergi nærri á enda kljáð. Hugo Wolf, sönglagahöf- undurinn mikil, var í blóma lífsins. Höfuðandstæðingur Wagners var Vínar-gagnrýnandinn Eduard Hans- lick, og hélt hann fram merki Brahms á móti þeim Wagnersmönn- um. Mesti sinfóníuhöfundur i flokki Wagners var Bruckner, og þyrmdi Hanslick honum í engu. Max Graf var nemandi Bruckners og hefur manna bezt lýst þessum „snillingi með barnshjartað". Mun það ekki sizt hafa verið fyrir óbein áhrif frá Bruckner, að Graf ákvað að gerast gagnrýnandi, til þess — eins og hann sjálfur komst að orði — „að auka skilning á verkum hinna miklu meistara samtíðarinnar". Af þessum mönnum og öðrum hef- ur Graf brugðið upp skyndimyndum í minningum sinum: Það má ætíð treysta gæðum KOYAL lyftidufts. „Fyrir augum þess, sem gekk um Mnar fögru götur Vínar á þessum árum (fyrir áldamótin), var tónlist- arsagan að gerast á hverju götuhorni. Það var samtimasaga og gömul saga í senn, lifandi saga og gamlar minn- ingar, allt ofið saman. Sá, sem gekk um Hringbrautina (Ring- strasse), gat, er minnst varði, mœtt þar Johannesi Brahms, þrekvóxnum, herðabreiðum miðstéttarmanni með sitt skegg eins og háskölakennari. Hann gekk hœgt og settlega frá íbúð sinni par í nágrenninu, dálítið vaggandi í göngulaginu, og hafði allt á hornum sér, jafnt við vini sína sem andstœðinga. Hans Richter, hljómsveitarstjórinn, sem einkum var frœgur fyrir með- ferð sína á verkum Wagners, sást þar einnig oft, mikilfenglegur mað- ur, tignarlegur eins og gómul eik, með stór blá augu eins og germansk- ur guð. Innan um glettið og lóttúðugt heldra fólk borgarinnar gat stundum að líta undarlegan mann; hann tók ofan listamannshatt sinn með tals- verðum tilburðum; andlit hans var ellilegt og hárið snöggklippt eins og á g"ömlum bönda. Hann var klœddur stórtreyju úr grófu vaðmáli og víð- um buxum, sem lögðust í fellingar, svo að faztur hans urðu eins og fíls- fœtur. Þessi maður var Anton Bruc- kner. Hann var liláiursefni bllum Vínarbúum. Aðeins eitt af hinum miklu tón- skáldum fór aldrei fótgangandi um götur Vínarborgar; hann lét aka sér um Hringbrautina í skrautvagni. Hann var glœsilega búinn, en ekki alveg samkvœmt nýjustu tízku. Barðastór listamannshattur skyggði á fölt andlitið, litað vangaskegg og brennandi, svört, austrœn augu. Þeg- ar hann ók fram hjá, brosti skemmti- göngufölkið glaðlega og kallaðist á: „Sjáið þið! Johann Strauss." En þegar þar bar að gamlan mann með stórt arnarnef, hvitt skegg og bogið bak, þá tóku allir ofan. Þar fór Eduard Hanslinck. Allir þessir miklu tónsnillingar voru hluti af Vinarborg. Þeir voru lifandi menn eins og við sjálfir. Þeir skrifuðu á strikaðan nótna- pappir, sem var keyptur i sömu rit- ju,,<.yaverzluninni og við skiptum við. Anton Bruckner og líugo Xvolf voru 2( Jón I»órarinsson nágrannar okkar í stæðunum t hljóm- leikasöhínum. Brahms sat að sjálf- sögðu % stúku leikhússtjórans, alvöru- gefinn og virðulegur. En að tðnleik- unum loknum var ekki ólíklegt, að við rœkjumst á hann á veitinga- stað, þar sem hann sat með vinum sínum, rauður í andliti með glas af freyðandi Pilsener bjór fyrir fram- an sig. Það gat hitzt svo á, að hinum megin í stofunni sœti Anton Bruck- ner og vinir hans. Hann leit þá öðru hverju laumuíega og með tortryggni yfir að borði Brahms, en Brahms gaut augunum til baka með engu minni tortryggni og átti þá til að hreyta út úr sér illkvittnislegum athuga- semdum." Freistandi væri að taka hér upp fleiri kafla úr ritum Max Graf, en rúm leyfir það ekki. Gamli maður- inn var í fullu fjöri fram á síðustu ár og skrifaði að staðaldri í blöð og timarit í Austurríki og víðar um lönd, kominn á níræðisaldur. Fyrir nokkrum árum var ég við- staddur setningu hinnar árlegu tón- listarhátíðar í vín, „Wiener Fest- wochen". Athöfnin fór fram undir bcrum himni, fyrir framan ráðhús borgarinnar, og voru þar saman komnar þúsundir manna. Rétt áður en samkoman var sett, gengur til sætis á næsta bekk fyrir framan mig maður, sem þegar í stað vakti athygli mína. Þetta var mjög gam- all maður, lágvaxinn og nokkuð lot- inn, dökkur yfirlitum og bar þess glögg einkenni, að hann mundi vera af kynflokki GyCinga. A samri stundu þóttist ég vita mo3 fullri vissu, hver maðurinn væri, þótt ég hefði aldrei séð hann áður, ekki einu sinni á mynd. Þessi maður hlaut að vera Max Graf. Svo viss var ég um þetta, að ég gat ekki stillt mig um að ávarpa hann að athöfninni lokinni. Fékk ég þá sönnur á grun mínum: hér var ljóslifandi kominn þessi ó- venjulegi tengiliður fortíðar og nú- tíðar, einn af fáum mönnum, sem sjálfur hafði lifað og tekið þátt í allri tónlistarþróun síðustu 60—70 árin. Ég gat sagt honum, að ég hefði þýtt og flutt í útvarp á Islandi kafla úr ritum hans. Þetta gladdi gamla nianninn, og áttum við tal saman góða stund. Af ásjónu hans lýsti minningin um hina glæstu Vínarborg Framh. á bls. 36 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.