Vikan


Vikan - 23.10.1958, Page 22

Vikan - 23.10.1958, Page 22
Útvegsbanki A Islands Reykjavík Útibú á Laugavegi 105 ásamt útibúum á Akureyri, Siglu- firði, ísafiröi og Vestmannaeyjum. Annast öll venjuleg bankaviðskipti innan lands og utan, svo sem inn- heimtur, lcauy og sölu erlends gjald- eyris o. s. frv. Tekur á móti fé á hlaupareiTcning og til ávöxtunar með sparisjóðskjörum með eða án uppsagnarfrests. Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu spariffé í bankanum og útibúum hans. Sparisjóðsdeild bankans í Reykjavík, er auk venjulegs skrifstofutíma opin frá kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Afgreiðsla útbúsins á Laugavegi 105 er opin sem hér segir: Kl. 10—12,30 og kl. 3,30—6,30 síðdegis, nefna á föstudögum til kl. 1,30 síðd. Á laug- ardögum kl. 10—12,30 f. h. Bankinn hefur örugg geymslu- hólf til leigu. A VEGAMOTUM (Saga eða Við erum ekki sammála um söguefni. Þér finnst, að sagan verði að hafa ein- hvern tilgang, lýsa af hverju persónurn- ar gera þetta eða hitt. Mér þykir nóg, ef sagan segir frá einhverju, sem mér virð- ist sérkennilegt eða skemmtilegt, ein- hverju, sem ég eða aðrir hafa lifað á einhvern hátt. Líf er svo margvíslegt. Það er fleira líf en hinn venjulegi og viðurkenndi veruleiki. Hugsunin er líka Efftir Jón H. Guðmundsson ritsijóra líf, þó að hún sé ekki veruleiki í lífinu. Það er bezt að koma með dæmi og vita, hvað þú segir, þegar þú ert búinn að heyra söguna. Sagan um okkur. Við erum gamlir fé- lagar. Jafnaldrar. Núna um þrítugt. Við vorum kátir strákar í uppvextinum og fjörmiklir. Það var oft margt um mann- inn á horninu í gamla daga. Yndislegt kvöld. Þú manst eftir því, hve við vorum kátir, þegar vaktarinn kom með luktina og kveikti á gasluktinni. Hún var á hús- inu nr. 1. Við hrópuðum húrra fyrir vakt- aranum og ljósinu og hann brosti til okk- ar og hélt áfram skyldustörfum sínum. En við lékum okkur á horninu undir luktinni. Og okkur þótti það skrítið, þegar einn og einn eða tveir og tveir eða ein og ein eða tvær og tvær af eldri félögum komu beint heiman að frá sér, staðnæmdust ekki á horninu, gengu framhjá okkur og upp í bæinn, í leit áð nýjum ævintýrum, sem við yngri krakkarnir höfðum ekki hug- myndum, hvar væri að finna. Ég veit þú manst þetta engu síður en ég. Þú manst eftir mókofanum hans pabba. Hann var á horninu, vestan við Smiðju- stíginn, uppi við grjótgarðinn. Nú þætti hann ekki sérlega virðuleg bygging. En hann var dýrleg höll á æskuárum mínum. Kofinn var 3—4 metra langur og líklega rúmur metri á breidd. Hann var sleginn saman úr allósamstæðu timbri og austur- hliðin grjótgarðurinn og ekki hærri en svo, að einungis risið náði upp fyrir garð- inn. Á þakinu var bárujárn, sem keypt hafði verið eftir bruna, marglitt og sum- staðar brunnið í sundur af ryði. Þegar búið var að taka af mónum, þá fengum við krakkarnir að leika okkur 1 kofanum. Þar var farið í margan mömmu- leikinn, mörg kakan gerð og sett í mót, sagðar sögur og sungið. Stundum allt í bróðerni, stundum rifizt, jafnvel sleg- izt, klórað, grátið og hlaupið heim og klagað. Þá var ekki tilgangslaust að lifa. Nóg að gera á hverjum degi og ekki beðið eftir tímanum. Hann leið af sjálfu sér. Og það var morgunn og það var dag- ur og það var kvöld og svo kom nóttin og síðan nýr dagur. Einn daginn vorum við bara þrjú úti í kofa. Þú og ég og Ásta. Ætli við höfum ekki verið fimm ára þá. Það var Ásta, sem fann upp á leikn- ekki saga) um. Hún var svo athafnasöm og úrræða- góð, aldrei hrædd við neitt, grét aldrei, beit bara á jaxlinn og brúkaði munn. Hún dó í inflúenzunni 1918. Ásta sagði, að við skyldum leika hjón og barnið þeirra. Hún var mamman, þú varst pabbinn og ég litli drengurinn þeirra, sem stalst niður á bryggju til að veiða, datt í sjóinn og maðurinn kom heim með hann, rennandi blautan og lagði hann í rúmið, og þar dó litli drengurinn, en mamma og pabbi voru grátandi við rúm hans. Ásta breiddi úr poka á kofagólfinu, sótti vatn í berjafötuna í tunnuna, sem stóð undir rennunni við vesturgaflinn á hús- inu okkar. Hún hvolfdi úr fötunni yfir mig og skipaði mér að bíða og sendi þig eftir annarri. Hún skvetti úr henni fram- an í mig. Þá fór ég að grenja og vildi fara heim. En hún aftraði mér, sagði að ég ætti að gráta, af því að ég hefði dott- ið í sjóinn og orðið hræddur og mundi brátt deyja. Bara í gamni, bætti hún við. Svo tókuð þið mig á milli ykkar, báruð mig að pokanum og lögðuð mig á hann, breidduð tusku yfir mig og sögðuð mér að loka augunum og deyja. Eg vildi helzt ekki gera það, ætlaði að rísa upp aftur. En Ásta skipaði mér að liggja kyrr, það væri svo gott að deyja, fara til guðs og verða engill. Og ég lokaði augunum og þóttist deyja, en þið grétuð við rúmið mitt og Ásta hugg- aði þig með því, að þetta hefði átt svona að fara. Kannske munduð þið eignast • Framhald á bls. 55. SÍMI 1158 er símanúmerið, sem þér eigið að biðja um, ef yður vanhagar um eitt- hvað, sem viðkemur raf- magni. Verðið er hæfilegt. Úrvalið mikið. Viðskiptin greið. Utanáskrift skeyta: ELECTROCO. Raftækjaverzlunin ELECTRO Co Akureyri. 22 VTKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.