Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 24

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 24
NAN 8MITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall og hún er ástfang- in af syninum StMONI. Nan á sér leyndarmal. Hún var trúlofuð ungum manni, John Cornell, sem yfirgaf hana vegna POLXJ.AR, sem var vin- kona Nan. En Polli sveik John og hann framdi sjálfsmorð. Hann skildi eftir sig bréf, sem hófst á „Elskan min . . ." og allir héldu að hann ættl við Nan. Sir Reginald batnaði hægt en hann varð að fara vel með sig. Nýr, ungur lœknir kom í héraðið og Pollí bað um, að hann skoðaði sig. Henni líkaði ekki við Simpson, gamla lækni fjölskyldunnar allt frá því hann kom til héraðsins kornungur. Hún vildi hafa yngri lækni, sagði hún við Símon og hann lét eftir henni vegna friðarins í húsinu. Eftir því sem honum skildist gat enginn læknir neitt gert fyrir hana. Það var bara tímaspursmál. Og jafnvel timinn gat ekki mikið gert. Hún var nú búin að fá að vita það og honum til léttis og undrunar tók hún því með stóiskri ró. Eftir því sem á haustið leið fór hann að hug- leiða hvort nokkuð væri til í því, sem Baker læknir sagði. Því Polli var ekkert erfiðari eftir áfallið en hún hafði verið áður. Raunar voru dagar, sem hún var í vondu skapi vegna örlaga sinna og það var augljóst að hún kenndi honum um. Hún hafði ekki minnst á það í eitt einasta skipti að það yrði erfitt fyrir hann engu siður en hana, að hún yrði máttlaus alla æfina. Það var ekki, að hann ætlaðist til þess af henni, en hann hugsaði þráfaldlega um aðra stúlku, sem hefði áreiðanlega minnst á það. Jólin nálguðust óðfluga og þau fóru að undirbúa jólahátíðina. Jenny mundi koma úr skólanum og Stella hafði komið því svo fyrir, að hún yrði heíma i jólaleyfinu. Drew ætlaði að koma og ver'a í Brewester Arms og Nan og hann töluðu um brúðkaup í janúar og brúðkaupsferð til austur- rísku Alpanna. Sir Reginald var nokkurn veginn búinn að ná sér. Strax eftir jólin ætlaði hann að ¦ fara að leita sér að nýjum einkaritara. Hjúkrunarkona Pollíar var farin. Pollí gekk við staf og allt var á öðrum endanum kringum hana. Það urðu alkr að snúast kringum hana, Það var eins og eitthvað af hinni stóisku ró hennar væri horfið, hugsaði Simon. Eða var hún bara uppstökkari en hún hafði verið og tóku ekki aðrir eftir þvi en hann? Eða var það hans eigið skap, sem ekki var lengur eins og það átti að vera ? Hann ófyrirgefanlega uppstökkur og önugur á daginn, það vissi hann. Hann átti býsna auðvelt með að finna skyssur hjá undirmönnum sínum á skrifstofunni og var erfiður við fjölskyldu sína. Brúðkaupið var ákveðið í apríl. Það virtist vera það eina, sem Pollí þótti gaman að tala um. Hún lá yfir tízkublöðunum og talaði um þá sælu daga, þegar hún var model. Hún ákvað í hverju hún ætlaði að vera og hverjar "ættu að vera brúð- armeyjar. Þegar sambandið við gömlu vinina í London rofnaði varð hún að láta sér nægja félags- skap Pamelu og Jennýar. Daginn fyrir Þorláksmessu sátu Nan og Pam á tali í dagstofunni. — Það er ekki af illgirni sagt, sagði Pam, — en mér finnst svolítið hlægi- leg brúður, sem gengur upp að altarinu í öllum útbúnaði og við staf. Hversvegna getur hún ekki látið sér nægja venjulegt brúðkaup? Nan þurfti ekki að svara því Pam hélt áfrarn: — Hún er bara að hugsa um að auglýsa sig, held ég. Geturðu 1 ekki'séð það fyrir þér: Lömuð sýningardama — fögur brúður. Pam andvarpaði. — Vesalings Símon. Á aðfangadagskvöld kom Drew til Brewster Aráms, hann setti frá sér farangurinn og fór svo beint til að heilsa upp á Nan. Hann hitti hana inni í dagstofunni. Stella, hún og Pam voru að skreyta jólatréð, og Pollí lá á legubekknum og horfðí á. Nan stóð upp í stiga og festi stjörnu á toppinn. Hún veifaði glaðlega til hans og sagðist koma niður eftir andartak. — Þurfið þið ekki hjálp ? — Nei, við erum að verða búnar. Jenní dansaði um herbergið. Hún var að enda við að hengja sokk á tréð. — Mamma á von á því, að þú borðir með okkur, Drew, sagði Stella. Drew brosti. — Það er vingjarnlegt af henni. En ég er búinn að panta mat fyrir okkur bæði i Brewester Arms. Ég hef ekki séð Nan í viku og það er ýmislegt, sem við þurfum að tala saman. Pam skelkhló. — Mamma fyrirgefur ykkur á- reiðanlega. Hún var líka einu sinni ung. Þú kemur á morgun, er það ekki? — Jú, gjarnan. ' ¦ •— Loksins, sagði Drew og tók hana þétt í fang- íð og kyssti hana. — Hrifandi sjón, sagði Símon, sem kom inn í þessu. Jenni hljóp til hans og fleygði sér í fang honum. — Komdu og sjáðu tréð mitt, Símon frændi. — Þetta er ekki þitt tré, sagði móðir hennar, — við eigum það öll. Pollí teygði hendurnar í átt til Símonar. — Komdu og kysstu mig. Ég kemst ekki til þín. Símon gekk til hennar og kyssti hana. Hand- leggir hennar vöfðust fast að hálsi hans. — Eg hef ekki séð þig í viku, sagði hún. — Það er ýmislegt sem við þurfum að taia um. — Þessi kærustupör! sagði Pam. — Það er ekki vika, sagði Símon og losaði handleggina varfærnislega af hálsi sér. , Gleymdu ekki þvi sem læknirinn sagði kraftaverk getur gerst. — Kirkland læknir sagði mér i dag að það væri ekki minnsta von til þess, að mér batnaði. Ég spurði hann beint að þvi. Auðvitað vissi ég það en mér fannst bara, að það mundi verða betra ef hann gæfi mér þó ekki væri nema eilitla von. Sér- staklega af því það eru nú jólin. Símon snéri sér að henni með glas I hendinni. — Hann veit ekkert strákurinn. Ég skil ekki hvers vegna þú endilega vilt hafa hann. — Hann er mjög góður læknir, sagði Pollí stutt. — Mér finnst hann ekki tillitssamur, sagði Drew. Teikning: ÁRNI ELFAR — En manni finnst það, sagði Pollí þreytulega. — Ég biðst afsökunar, hvað við erum leiðinleg, sagði Pam. Blagden kom inn með glös á bakka.^ — Hvar er mamma? spurði Símon Stellu. — Niðri í þorpi. Það var samkvæmi í ráðhús- salnum. Pabbi lagði sig. — Hvað viljið þið? sagði Simon og gekk að buffetinu. — Ég vil ekkert þakka þér fyrir, sagði Nan — Eg ætla upp að búa mig. — Þú ert ágæt eins og þú ert, sagði Slmon. — Já, en ég ætla að borða úti. — Hvar? — 1 Brewster Arms með unnustanum, sagði hún glaðlega. Hún brosti til Drew og sagði: — Eg verð fljót, elskan. Þau heyrðu hana hlaupa upp stigann. Polll varp öndinni. • — Bara að ég gæti hlaupið svona. Það varð vandræðaleg þögn. — Það liggur stundum svo illa á mér. — Kannske geturðu einhvern tíma hlaupið upp og niður stigann, sagði Pam hughreystandi. — Hann tók glasið, sem Símon rétti honum: — Skál öll. — Ég þarf þess, sagði Pollí. — Símon bland- aðu sterkt fyrir mig. Mér líður hroðalega. Það er líklega af því hvað þið öll hafið mikið að gera núna. —- Það er rétt. Þú vorkennir sjálfri þér meir en lítið, muldraði Pam. Hún.sagði þetta ekki eins lágt og hún hélt. En Pollí hafði verið í þessu skapi allan daginn. Hin höfðu haft svo mikið að gera og móðir hennar beðið hana að líta eftir Pollí. Það að líta eftir Pollí var eins og að passa barn. Pollí hallaði sér fram og þreifaði eftir stafnum sínum. — Guð, hvað þetta var fallega sagt af þér. Roðinn hljóp fram i kinnar Pam. — Ég sagði það að gamni mínu, Polll, ég meinti það ekki. — Það gerðirðu. Þú ert búin að vera andstyggi- leg við mig í allan morgun. Símon, hvernig get- urðu hlustað á systur þínar tala svona við mig? Simon andvarpaði. — Elsku Pollí mín, farðu nú ekki að gera neitt úr þessu. Pam er búin að segja, að hún meinti það ekki. u VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.