Vikan


Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 25

Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 25
Andlit Pollíar afskræmdist af bræði. Röddin varð skræk af æsingi. — Vitanlega meinti hún það. öll fjölskyldan hatar mig. —Guð minn góður! sagði Pamela. — Eftir allt það, sem mamma er búin að gera fyrir þig, segirðu þetta! Pollí reis óstudd upp af legubekknum. — Það passar! Segðu það bara upp í opið geðið á mér, að ég sé hjálparlaus aumingi. Taktu tillit til þess, að það var bróður þinum að kenna. . . Pam greip andann á lofti. Henni þótti mjög vænt um Símon og þó Pollí hefði aldrei sagt þetta hreint út, hafði hún margoft látið það á sér skilja. Og það sem verra var, Pam hafði það var eitt um nótt. Hún breiddi ofan á sig og reyndi að sofna aftur. En það voru ekki nema nokkrar mínútur. Hún settist snöggt upp í rúminu, hún hafði ákafan hjartslátt. Var það bara ímyndun, eða fann hún reykjarlykt? Hún kveikti ljósið og seildist í morgunsloppinn. Hún vildi ekki vekja hin að nauðsynjalausu. En hins vegar .. . Hún nasaði óróleg. Og nú heyrði hún snarkandi hljóð, óhuggulegt stöðugt hljóð. Hún spratt fram- úr og opnaöi dyrnar. Á sama andartaki voru dyr Stellu og Pamelu opnaðar framar á ganginum. — Það er kviknað í, hrópaði Pam. — Farðu með Jenní út um bakdyrnar, sagði Nan við Stellu. Nú komst allt á kreik. Sir Reginald og Lady SKUGGAR FORTÍÐAR- INNAR Framhaldssaga eftir Reneé Shann á tilfinningunni, að Símon áliti það svo. Og hana g'runaði, að það væri þess vegna sem hann sétl- aðist að kvænast henni. Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta? Óhöpp geta alla hent. Pollí brast í grát. — Mér þykir þetta leitt, hvíslaði Símon að Drew. Hann gekk til Pollíar og lagði handlegginn yfrum hana. Pam hljóp út og skellti á eftir sér hurðinni. Og Drew fann, að það mundi vera viðeigandi fyrir sig að fara líka. Veslings Símon, hugsaði hann meðan hann beið eftir Nan á ganginum. Nokkrum mínútum síðar kom Nan niður stig- ann og leit undrandi á hann. — Hvað ertu að gera hérna frammi? — Það urðu smá leiðindi i dagstofunni. Og þegar hann opnaði útidyrnar fyrir henni sagði hann: — Mér finnst það næstum hræðilegt, að Símon skuli ætla að giftast þessu skassi. — En elsku Drew minn, hann vill það? — Hann sagði það ekki beint, en það mátti vel skilja það af orðum hans. — Hvenær? — Við töluðum saman fyrir nokkrum vikum. — Þú heldur ekki, að hann giftist henni af því hann hefur meðaumkun með henni og finnst sér bera skylda til þess? — Ég er alveg viss um, að það er það ekki. — Sagði hann það líka? — Eiginlega. Drew beygði út á þjóðveginn. — Það vill líklega ekki svo til, að þetta nána samtal hafi átt sér stað skömmu áður en þú sagðist vilja trúlofast mér? Hún færði sig nær honum og lagði höndina á hné hans. — Elskan. Ekki spyrja svona mikið. Þú hefur aldrei gert það og ég vil helst ekki, að þú gerir það núna. Það er aðfangadagskvöld. Við ætlum að borða saman. Getum við ekki haft það gott og skemmt okkur. Nan sneri sér á hliðina og leik á klukkuna. Hún Wadebridge komu þjótandi út úr herbergi sínu. Símon, sem bjó í hinum enda hússins heyrði raddirnar og flýtti sér framúr. Bladgen fór hjá i því að hann opnaði dyrnar. —Það er í dagstofunni, herra. Það hlýtur að vera jólatréð. Herbergi Polliar var beint yfir dagstofunni. Simon sá eldtungurnar út um gluggann á herbergi sínu. Jólatréð náði þvínæst upp í loftið. Hann sá, að eldurinn logaði glatt. Hann þaut af stað og hugsaði um Pollí, sem ekki gat hreyft sig. Hún mundi vera dauðhrædd og hjálparlaus. Fljótasta leiðin til herbergis hennar var niður stigann í álmunni þar sem hann bjó, yfir gras- flötina, inn um aðaldyrnar og upp stigann. Hann heyrði föður sinn skipa þjónunum að setja dæl- urnar í gang. Símon kom inn í ganginn og sér til mikils léttis sá hann, að Pollí var uppi á stigaskörinni. Andlit hennar var afskræmt og hún var auðsýnilega dauðskelkuð. — Símon æpti hún — Símon, herbergið mitt er að brenna. Hún þaut niður stigann, framhjá honum og út úr húsinu. Jenní hélt sér í handlegg móður sinnar og iðaði af spenningi. 1 fyrstu hafði hún orðið hrædd. En nú, þegar hún var komin út, fánnst henni bara gaman. Hún hélt fast um sokkinn sinn og var glöð yfir að hafa að minnsta kosti bjargað gjöfunum sínum. Hún sá Pollí hlaupa um útidyrnar og gapti af undrun. — Mamma, Símon frændi, hrópaði hún, sjáið! Pollí er ekki með stafinn. Hún getur hlaupið alveg eins og við! Nan heyrði til hennar og hljóp til að sjá. Pollí, sem nú fyrst gerði sér grein fyrir hvað gerst hafði, leit tryllingslega kringum sig og skjögraði fram og aftur. — Stafinn minn! Stafinn minn! — Þú þarft engan staf, sagði Stella stuttara- lega. — Þú þaust út úr húsinu eins og vindhviða. Þú varst fljótari en nokkurt okkar hinna. Það er dásamlegt hvað sjálfsbjargarhvötin getur gert! Framhald í ncesta blaði. er erfitt aS laga veru- lega gott kaffi, dn f>ess aS nota hœfilegan shammt af úrvals haffthæti í hönnuna. Kaffibætisverksmiðja 0. Johnson & Kaaber h.f. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.