Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 26
UM nóttina hafði brugðið til sunnanátt- ar og fyrrihluta dags var komið sólskin og brakandi þerrir. Sumir byrjuðu að snúa heyi sínu fyrir hádegi, en flest- ir biðu þar til upp úr klukkan eitt að sæmilega þurrt varð á grasi. Heyið var farið að gulna enda höfðu óþurrkar var- að lengi og bændur þama í sveitinni áttu mikið flatt. Sumsstaðar, þar sem slegið hafði verið í byrjun óþurrkakaflans, var jörðin farin að grænka að nýju nema und- ir görðum í flekkjunum; þar var hún gul; ekki eirgul eins og legið hey, heldur ljós- gul og næstum hvít, svo varla var búizt við að grasið jafnaði sig fyrir háarslátt. Menn urðu ákaflega glaðir við þurrk- inn. Það var töluvert umstang heima við bæina frá því snemma um morguninn og fólk var fáklætt að amstra í sólskininu, sem var afar sterkt vegna rakans. Og þegar fært þótti að byrja að rifja buðu bændur út öllu liði sínu, eins þótt þeir ættu snúningsvélar, og börnin fengu hríf- ur og kepptust við eins og þeir fullorðnu. Það vakti strax athygli heyvinnufólks- ins að Undirvallahjónin létu ekki sjá sig úti við. Þau áttu töluvert af flötu heyi, sem var orðið hrakið eins og hey annarra í nágrenninu, og þótt nágrannamir hefðu varla orð á því, að þeim þætti þetta kyn- legt með Undirvallahjónin, var það efst í hugum allra nema barnanna, að þau skyldu ekki snúa heyi sínu fyrst þurrk- urinn var loksins kominn. Karlarnir tuggðu strá og litu til sólar, rýndu í suðr- ið og spáðu áframhaldandi þerri; ruddust um flekkina með heyflygsumar á lofti undan hrífuhausunum og fylgdust með strákunum á snúningsvélunum; köll- uðu í þá að hvíla hestana fyndist þeim á- stæða til og svitnuðu undir breiðum dökk- um axlaböndum sínum eftir langt að- gerðarleysi rigningardaganna. Þeir bölv- uðu Jóni á Undirvöllum í huganum og tóku fastar á hrífunum en hváðu bara og hummuðu, þegar aðrir litu heim að bæn- um og sögðust ekki skilja þetta. Einn þeirra gerði sér eitthvað til er- indis og hringdi að Undirvöllum en þar var ekki anzað. Kona þess sama hringdi nokkru síðar ef hjónin hefðu kannski ver- ið vant við látin í fyrra skiptið, en henni var heldur ekki anzað. Þá hringdi hún á annan bæ til að spyrjast fyrir. Þar var konan nýkomin inn til að hita síðdegis- kaffið. Eftir nokkurt þóf, heilsan og því- umlíkt játuðu þær hvor fyrir annarri, að þær hefðu báðar verið að horfa heim að Undirvöllum. Þær dæstu dálítið hvor upp í eyrað á annarri, báðu guð fyrir sér og sögðust ekki vita hvemig þetta færi, unz vatnið fór að sjóða hjá þeirri, sem hafði brugðið sér úr heyinu til að hita kaffið. Flestir voru búnir að rifja einu sinni um klukkan hálf fjögur og fóru þá heim til að fá sér hressingu. Þegar Ólafur á Undirvallahól kom út frá því að drekka kaffið, snerist hann dálitla stund í kringum sjálfan sig á bæj- arhlaðinu. Konan og börnin komu líka út og tóku hrífur sínar. Elzti strákurinn fór og spennti hestinn fyrir snúningsvélina meðan kona og börnin röðuðu sér á næsta flekk. Ólafur var enn að snúast á hlað- „Ég læt skjóta ykkur eins og hunda . (Árni Elfar teiknaði). inu þegar byrjaði að skralla í snúnings- vélinni bak við bæinn. Hann vissi ekki hvað hann var að gera, og um tíma hélt hann að hann væri kannski að leita að einhverju. Hrífa hans stóð upp við vegg- inn hjá eldhúsglugganum. Hann hafði ver- ið að líta til hennar öðru hverju. Þetta fyrir brjóstið og hallaði sér fram á hann og starði annars hugar heim að Undirvöll- um. Hann fór yfir það allt í huganum einu sinni enn; kýrnar höfðu verið látnar út á eðlilegum tíma um morguninn; það hafði Jón gert. Að vísu var það óvenjulegt, en hvað um það. Skömmu síðar hafði Jón Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson var gamalt hró með brúnbrístindum, sem ekki var notað nema á dögum eins og þessum, þegar allir voru í heyi. Hún var ekki til mikilla átaka samanborið við hrífur með aluminíumhaus eins og nú var farið að nota almennt. Hann tók hrífuna, studdi skaftinu á harðtroðið hlaðið og fór höndum um haus hennar. Hann var ekki alminlega fastur á skaftinu. Hann reyndi að losa hann betur en það gekk ekki vel. Þá setti hann hrífuhausinn þvert farið með mjólkina upp á veginn. Hann hafði ekki beðið eftir mjólkurbifreiðinni, en það gerði hann heldur ekki daglega. Svo kom eyða. Ólafur hafði vikið sér að heiman fyrir hádegi. Þegar hann kom aftur um klukk- an tólf, hafði ekki verið snert á heyi á Undirvöllum, eins og raunar á fleiri bæj- um. Hann lét hrífuskaftið svigna undan þunga sínum. Það brakaði í hausnum. Ekkert lífsmark, hugsaði hann. Konan 26 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.