Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 27
SA GA ÚR KAÚÐA STRÍÐIJAU i hefur ekki einu sinni hellt úr fötu. Kannski hún sé veik. Ólafur rétti úr sér og tók báðum höndum um hrífuhausinn út við endatindana. Hann brá þumalfingrum á þá og þeir brustu án sýnilegrar áreynslu. Hann tók annarri hendi á skaftið og ark- aði niður af bæjarhólnum og beint af augum eftir samliggjandi túnum út að bænum. Fólkið sá hann vaða í gulnuðu heyinu og hverfa inn á hlaðið fyrir fram- an einlyft hvítt steinhúsið á Undirvöll- um. Flestir sáu hann var með með hríf- una, en þeir hugsuðu ekki frekar út í það. Þegar Ólafur kom heim á hlaðið á Undirvöllum hikaði hann andartak áður en hann gekk að útidyrunum. Hann stalst til að líta inn um horngluggann um leið og hann gekk framhjá honum, en hann sá ekki neinn inni í stofunni. Hann steig upp í tröppuna og barði þrjú högg á hurðina og beið. Þegar enginn umgang- ur heyrðist inni í húsinu, barði hann aft- ur. Hann hafði á tilfinningunni að ein- hver væri að horfa á hann í gegnum gluggatjaldið fyrir langrúðunni í hurð- inni. Hann herti takið um hrífuskaftið frammi við hausinn og hvíldi skaftend- ann í grastó við tröppusteininn. Honum varð orðfall þegar Jón opnaði dymar fyr- irvaralaust. Hann var í mógrárri peysu teygðri í hálsinn, brúnum buxum úr grófu efni og slitnum vaðstígvélum, sem sýnd- ust vera of stór á hann. Þeir horfðu hvor á annan. :— Það er þurrkurinn, sagði Ólafur. — Þeir ætla í stríð, sagði Jón. Augu hans færðust af andliti Ólafs og störðu fjarræn yfir höfuð hans stór og grá und- an þreytulegum brúnum. Ólafi varð eins og manni, sem fær óvænt högg í magann. Andlit hans glenntist upp ósjálfrátt og fékk þennan stóreyga kjánasvip, sem fylg- ir því að mönnum verður bylt við. — Ætla þeir í stríð? sagði Ólafur. _— Þeir ætla að myrða og drepa, sagði Jón og virtist vera búinn að fá einhvern fastan punkt til að horfa á yfir höfði Ólafs. — Var þetta í hádegisfréttunum ? — Það hefur verið í öllum fréttum í tólf ár. — Nú, það. Menn eru hættir að taka slíkt alvarlega Jón. — Þið sem ekki hlustið og þið sem lesið ekki; þið verðið sprengdir í loft upp. Þið hugsið ekki heldur. Hvað mn börnin ? Ætlið þið að láta þá myrða börn- in? —Heyrðu, ég anza þessu ekki. — Þið þegið þangað til það kemur og drepur ykkur. Og þá. Og þá æpið þið einu sinni. Og það óp verður það fyrsta og síðasta sem þið leggið til málanna. Þögn ykkar er samsæri gegn lífinu. — Það er ekki gott að tala af sér, sagði Ólafur. — Þeir ætla að berjast þótt það kosti allt. Gáðu að því; kosti allt. Þið bjargist heldur ekki þótt þið séuð með í samsæri djöfla, barnamorðingja og ræningja. — Það er nú gott og blessað Jón minn, en áttu brúnbrís. — Þeir sprengja atómsprengjuna. -— Þeir eru alltaf að sprengja. — Þeir sprengja hana í alvöru. — Hvernig hafa þeir sprengt ef það hefur ekki verið í alvöru? — Dalamenn ætla að sprengja. Þeir þögu báðir nokkra stund. Ólafur sá að granni hans var með versta móti, þar sem hann stóð óbifanlegur í gættinni og horfði stöðugt yfir höfuð hans án þess að depla auga. — Og Utsveitarmenn sprengja, sagði Ólafur og hafði gefist upp við að ræða þetta frekar og hafði hugsað sér að fara. En nú var komin hreyfing á Jón. Hann færði sig út úr dyrunum og hvessti aug- un á Ólaf, sem hörfaði niður úr tröppunni og út á hlaðið. — Já, auðvitað, sagði Jón. — Útsveitar- menn. Það er búið að kenna ykkur að hata þá. — Ég hata ekki neinn. — Þið hatið þá öll; þú og konan mín og skjótti graðfolinn hans Bjöms á Ólafs- völlum. — Láttu ekki svona Jón. Hér hatar eng- inn neinn. — Það er í útvarpinu. Það er í blöð- unum. — Vertu nú stilltur. — Tortryggni og hatur, hatur og tor- tryggni. — Hættu þessu. — Ég ætti að binda þig eins og konuna mína. — Eins og hvað? — Eins og konuna mína. Framh. á bls. If2 Slysa- og ferðatryggingar \ Hjá oss getið þér keypt yður atvinnu leysistryrggingar og víðtækar ferðaslysatryggingar. Hin hagkvæmustu kjör og tryggingarskilmálar. MUNIÐ HINAR HAGKVÆMU HEIMILISIRYGGINGAR Umboðsmenn um land allt. Brunabótafélag * Islands Laugaveg 105 Símar: 14915 — 16 — 17. Símnefni: Brunabót. VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.