Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 28

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 28
BRIÍIMIM ALLT ÁRIÐ HÖRUNDIÐ á Hanna var fagurbrúnt og hann var jafnbrúnn frá hvirfli til ilja. Hann byrjaði að lýsast um mán- aðamótin september-október og varð ljósari sem leið fram á veturinn, en snemma í apríl byrjaði hann aftur að taka lit, fyrst andlitið, síðan allur lík- aminn, og seinast í ágúst varð hann dekkstur og húðin þá nærri því koparbrún, þó ekki gljáleit eins og fægður kopar. Hanni varð ljósastur í janúar, en fagurbrúnn var hann samt árið um kring og alltaf mun brúnni en annað fólk. Hann var aldrei fölleitur eða hvítur eins og sagt er um ljóst hörund: hann var æfinlega útitekinn í þeirri merkingu orðsins sem notuð er um skrifstofumenn sem sóhn hefur brennt í framan. En vitanlega verður innisetufólk öðruvísi útitekið en útivinnu- fólk, verkamenn til dæmis sem verða rauðir í andliti og stund- um bólgnir og þrútnir eða jafn- vel f jólubláir, en ákaflega sjald- an fallega brúnir. Því veldur vindurinn og þurkurinn á sumr- in og á vetrum vindurinn og kuldinn. Hanni var sóldýrkandi, sólin var sá möndull sem líf hans snerist um, án hennar hefði það engan tilgang haft, ekkert ank- eri, engan fastan punkt. Sólin var honum allt: þegar hún skein og brunageislar hennar helltust yfir fólkið og borgina, þá fannst honum lífið fagurt og þá var hann að finna sólar- megin á götunni. Hann fór daglega í Simdlaug- amar þá mánuði ársins sem sólarglætu var von, iðulega tvisvar á dag á sumrin. Hann fikraði sig varlega niður stig- ann í norðvesturhomi laugar- innar, synti gætilega yfir laug- ina og hvarf inn í sólbaðskýl- ið. Hann hafði enga ánægju af sundi (eyrun á honum þoldu illa vatn) og bleytti því aðeins í sér að hann trúði því að blaut- ur maður brynni fyr og betur en óblautur. Hann kom ekki út úr sólbaðskýlinu fyrr en hann þurfti að fara aftur í bæinn, gekk þá rakleitt til búningsklef- ans og flýtti sér í fötin. Ef það var mikið og gott sólskin, gekk hann í bæinn, en fór annars með strætisvagninum og sat sólarmegin í honum. í augum Hanna var brúnt hömnd ekki einungis tákn karl- mennsku og hreysti heldur lika drenglyndis, heiðarleika og göf- ugs hugarfars. Óbrenndær mað- ur — „fölur“ — fannst hon- um tortryggilegur og aum- ingjalegur, björt kona var veikluleg og tærð. Brún böm vom yndisleg sjón. Á sumrin sagði Hanni að íslenzku bömin v^m falleg og sterk og að þjóðin þyrfti ekki að örvænta á meðan hún ætti þvílík böm; á vetuma talaði hann um fölv- ann á kinnum æskunnar og var svartsýnn á framtíðina. Hann notaði allar hugsanleg- ar tegundir af sólarolíum og sólarsmyrslum og bar þetta á sig daglega í sólbaðskýlinu, en misjafnlega mikið og misjafn- lega blandað eftir árstíðinni og sólarhæð og vindi, og líka eftir því hvort loftið var rakt eða þurrt. Hann hafði tröllatrú á Nivea- kremi og Lido-kremi í litlu sólskini, en í sterkri sól treysti hann bezt Ultra sólarolíu frá Chemiu h.f. Á baki Ultra sólar- oliuglasa er miði sem á stendur að Ultra sólarölía sundurgreini sólarljósið, auki áhrif ultra- fjólublárra geisla, en bindi rauðu geislana (hitageislana) og geri því húðina eðlilega brúna, en hindri að hún skað- brenni. Hanni notaði líka vase- línblöndu frá Reykjavíkurapó- teki, en aðeins á andlit og hand- arbök og aðeins í steikjandi hita. Hann hataði og fyrirleit sólgleraugu og sóllampa. I sólbaðsskýlinu fylgdi hann föstu kerfi. Hann lá fyrst á bakinu, bísperrtur, og sneri tánum beint í sólu; þá á grúfu með iljamar í sólaráttt; þá aftur upp í loft og nú þversum fyrir sólu; þá enn á grúfu og þvert á sólargeislana; og at- höfninni lauk með hnitmiðuðu sprangi inn sólbaðskýlið, strok- um, beygingum og teygjum. En áður en sólbaðið hófst og á meoan á því stóð, smurði hann líkama sinn vandlega, ekki of þykkt, ekki of fast og ekki of laust, hvorki meira né minna en hæfði stundinni. Vinnu hans var þannig hátt- að að hann átti auðvelt með að hlaupa frá þegar sólin guðaði á gluggann hans. Hann var bólstrari, átti verkstæðiskompu (á móti suðri) og tók ekki að sér fleiri verkefni en hann gat annað einn með fráhlaupunum. Á sumrin fór hann í Sund- laugamar klukkan átta og var þá venjulegast kominn á verk- stæðið um tíuleytið. Stundum sást hann þó ekki á verkstæð- inu daglangt — og þá var skaf- heiður himinn. Þegar hann fór tvisvar á. dag, var hann kominn í sólbaðskýlið um áttaleytið og á verkstæðið klukkan rúmlega tíu. Svo vann hann eins og berserk- ur í þrjá klukkutíma og sleppti hádegismatmun, en tók strætis- vagninn inn í Laugar klukkan eitt. Hann hafði með sér bita og át í skýlinu: samlokur og mjólk og sítrónu. Hann borð- aði innan úr sítrónunni (frem- ur af skyldurækni en af því honum þætti hún bragðgóð) og neri húðina með berkinum af því hann hafði lesið einhvers- staðar að safinn úr sítrónuberki eyddi óþrifum úr” húðinni og gerði hana sterka. Að snæð- ingi loknum og hinum kerfis- bundnu uppstillingum og strok- um, gekk hann í bæinn á f jórða tímanum eða ók með strætis- vagninum sólarmegin. Hann vann til klukkan sjö allan árs- ins hring og stundum lengur ef nauðsyn krafði. I skamm- deginu hagaði hann Sundlauga- ferðum sínum eftir veðri: þeg- ar sólarlegt var, þaut hann inneftir hvernig sem á stóð. Á vetrum stundaði hann líka gönguferðir um úthverfin og nágrenni bæjarins, lék sér að því að ganga upp að Árbæ, fannst það ekki mikið að þramma í einni striklotu til Hafnarfjarðar. I apríl þegar snjór var um og sólin gat tekið upp á því að skína allan dag- inn, fór hann með strætisvagni upp að Lögbergi og var að hringsóla þar um hraunið til kvölds. Hann fór aldrei með skíði enda kunni hann ekki á skíðum og kærði sig kollóttan, en hann vissi að sólargeisli á snjó kveikir þúsund geisla sem svíða og brenna öllum geislum betur. Hann hraðdökknaði í apríl, einkum i andliti og á Framh. á bls. 36 SMASAGA EFTBR GÍSLA | |~j7| | ASTÞÓRSSOÍýl Hafið þér hækkað tryggingar yðar í samræmi við hækkað verðtag HÚSGÖGN OG HEIMILISTÆKI hafa hækkað um ailt að 55%. — Það liggur því í augum uppi, að yður er brýn nauðsyn að hækka tryggingar yðar í samræmi við hið hækkaða verðlag. TRYGGING ER NAUÐSYN ALMEMINIAR TRYGONGAR H.F. Austurstræti 10 — Sími 1.77.00 28 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.