Vikan


Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 28

Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 28
BRIÍIMIM ALLT ÁRIÐ HÖRUNDIÐ á Hanna var fagurbrúnt og hann var jafnbrúnn frá hvirfli til ilja. Hann byrjaði að lýsast um mán- aðamótin september-október og varð ljósari sem leið fram á veturinn, en snemma í apríl byrjaði hann aftur að taka lit, fyrst andlitið, síðan allur lík- aminn, og seinast í ágúst varð hann dekkstur og húðin þá nærri því koparbrún, þó ekki gljáleit eins og fægður kopar. Hanni varð ljósastur í janúar, en fagurbrúnn var hann samt árið um kring og alltaf mun brúnni en annað fólk. Hann var aldrei fölleitur eða hvítur eins og sagt er um ljóst hörund: hann var æfinlega útitekinn í þeirri merkingu orðsins sem notuð er um skrifstofumenn sem sóhn hefur brennt í framan. En vitanlega verður innisetufólk öðruvísi útitekið en útivinnu- fólk, verkamenn til dæmis sem verða rauðir í andliti og stund- um bólgnir og þrútnir eða jafn- vel f jólubláir, en ákaflega sjald- an fallega brúnir. Því veldur vindurinn og þurkurinn á sumr- in og á vetrum vindurinn og kuldinn. Hanni var sóldýrkandi, sólin var sá möndull sem líf hans snerist um, án hennar hefði það engan tilgang haft, ekkert ank- eri, engan fastan punkt. Sólin var honum allt: þegar hún skein og brunageislar hennar helltust yfir fólkið og borgina, þá fannst honum lífið fagurt og þá var hann að finna sólar- megin á götunni. Hann fór daglega í Simdlaug- amar þá mánuði ársins sem sólarglætu var von, iðulega tvisvar á dag á sumrin. Hann fikraði sig varlega niður stig- ann í norðvesturhomi laugar- innar, synti gætilega yfir laug- ina og hvarf inn í sólbaðskýl- ið. Hann hafði enga ánægju af sundi (eyrun á honum þoldu illa vatn) og bleytti því aðeins í sér að hann trúði því að blaut- ur maður brynni fyr og betur en óblautur. Hann kom ekki út úr sólbaðskýlinu fyrr en hann þurfti að fara aftur í bæinn, gekk þá rakleitt til búningsklef- ans og flýtti sér í fötin. Ef það var mikið og gott sólskin, gekk hann í bæinn, en fór annars með strætisvagninum og sat sólarmegin í honum. í augum Hanna var brúnt hömnd ekki einungis tákn karl- mennsku og hreysti heldur lika drenglyndis, heiðarleika og göf- ugs hugarfars. Óbrenndær mað- ur — „fölur“ — fannst hon- um tortryggilegur og aum- ingjalegur, björt kona var veikluleg og tærð. Brún böm vom yndisleg sjón. Á sumrin sagði Hanni að íslenzku bömin v^m falleg og sterk og að þjóðin þyrfti ekki að örvænta á meðan hún ætti þvílík böm; á vetuma talaði hann um fölv- ann á kinnum æskunnar og var svartsýnn á framtíðina. Hann notaði allar hugsanleg- ar tegundir af sólarolíum og sólarsmyrslum og bar þetta á sig daglega í sólbaðskýlinu, en misjafnlega mikið og misjafn- lega blandað eftir árstíðinni og sólarhæð og vindi, og líka eftir því hvort loftið var rakt eða þurrt. Hann hafði tröllatrú á Nivea- kremi og Lido-kremi í litlu sólskini, en í sterkri sól treysti hann bezt Ultra sólarolíu frá Chemiu h.f. Á baki Ultra sólar- oliuglasa er miði sem á stendur að Ultra sólarölía sundurgreini sólarljósið, auki áhrif ultra- fjólublárra geisla, en bindi rauðu geislana (hitageislana) og geri því húðina eðlilega brúna, en hindri að hún skað- brenni. Hanni notaði líka vase- línblöndu frá Reykjavíkurapó- teki, en aðeins á andlit og hand- arbök og aðeins í steikjandi hita. Hann hataði og fyrirleit sólgleraugu og sóllampa. I sólbaðsskýlinu fylgdi hann föstu kerfi. Hann lá fyrst á bakinu, bísperrtur, og sneri tánum beint í sólu; þá á grúfu með iljamar í sólaráttt; þá aftur upp í loft og nú þversum fyrir sólu; þá enn á grúfu og þvert á sólargeislana; og at- höfninni lauk með hnitmiðuðu sprangi inn sólbaðskýlið, strok- um, beygingum og teygjum. En áður en sólbaðið hófst og á meoan á því stóð, smurði hann líkama sinn vandlega, ekki of þykkt, ekki of fast og ekki of laust, hvorki meira né minna en hæfði stundinni. Vinnu hans var þannig hátt- að að hann átti auðvelt með að hlaupa frá þegar sólin guðaði á gluggann hans. Hann var bólstrari, átti verkstæðiskompu (á móti suðri) og tók ekki að sér fleiri verkefni en hann gat annað einn með fráhlaupunum. Á sumrin fór hann í Sund- laugamar klukkan átta og var þá venjulegast kominn á verk- stæðið um tíuleytið. Stundum sást hann þó ekki á verkstæð- inu daglangt — og þá var skaf- heiður himinn. Þegar hann fór tvisvar á. dag, var hann kominn í sólbaðskýlið um áttaleytið og á verkstæðið klukkan rúmlega tíu. Svo vann hann eins og berserk- ur í þrjá klukkutíma og sleppti hádegismatmun, en tók strætis- vagninn inn í Laugar klukkan eitt. Hann hafði með sér bita og át í skýlinu: samlokur og mjólk og sítrónu. Hann borð- aði innan úr sítrónunni (frem- ur af skyldurækni en af því honum þætti hún bragðgóð) og neri húðina með berkinum af því hann hafði lesið einhvers- staðar að safinn úr sítrónuberki eyddi óþrifum úr” húðinni og gerði hana sterka. Að snæð- ingi loknum og hinum kerfis- bundnu uppstillingum og strok- um, gekk hann í bæinn á f jórða tímanum eða ók með strætis- vagninum sólarmegin. Hann vann til klukkan sjö allan árs- ins hring og stundum lengur ef nauðsyn krafði. I skamm- deginu hagaði hann Sundlauga- ferðum sínum eftir veðri: þeg- ar sólarlegt var, þaut hann inneftir hvernig sem á stóð. Á vetrum stundaði hann líka gönguferðir um úthverfin og nágrenni bæjarins, lék sér að því að ganga upp að Árbæ, fannst það ekki mikið að þramma í einni striklotu til Hafnarfjarðar. I apríl þegar snjór var um og sólin gat tekið upp á því að skína allan dag- inn, fór hann með strætisvagni upp að Lögbergi og var að hringsóla þar um hraunið til kvölds. Hann fór aldrei með skíði enda kunni hann ekki á skíðum og kærði sig kollóttan, en hann vissi að sólargeisli á snjó kveikir þúsund geisla sem svíða og brenna öllum geislum betur. Hann hraðdökknaði í apríl, einkum i andliti og á Framh. á bls. 36 SMASAGA EFTBR GÍSLA | |~j7| | ASTÞÓRSSOÍýl Hafið þér hækkað tryggingar yðar í samræmi við hækkað verðtag HÚSGÖGN OG HEIMILISTÆKI hafa hækkað um ailt að 55%. — Það liggur því í augum uppi, að yður er brýn nauðsyn að hækka tryggingar yðar í samræmi við hið hækkaða verðlag. TRYGGING ER NAUÐSYN ALMEMINIAR TRYGONGAR H.F. Austurstræti 10 — Sími 1.77.00 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.