Vikan


Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 30

Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 30
„Reyna frekar til við giftar konur..“ Spjallað við reykvískan embættismann nm orsakir hjónaskilnaða VIKAN hefir komið að máli við opinberan embættismann f Reykja- vík sem fæst við skilnaðarmál og fengið hjá honum ýmsar upplýs- ingar um þau mál. Við spurðum hann hverjar væru helztu orsakir þess að hjón skildu. • Til þess eru margar ástæður, svaraði embættismaðurinn, sem feng- ist hefur við þessi mál um áratuga skeið. Ein af aðalorsökum hjóna- skilnaða má nefna dfengisnautn. Á- hrif hennar á heimilislifið hafa valdið því að hjónabönd hafa leystst upp. Þó ber þess að gæta að áfengisnautn- in getur fullt eins verið afleiðing eins og orsök, þ. e. a. s. annar aðili leitar sér fróunar í drykkjuskap í misheppn- uðu hjónabandi. En það er mjög á- berandi hvað áfengisnautn kemur við sögu x mörgum skilnaðarmálum • Þá mætti nefna aldarandann. Hann hefir alltaf sitt að segja. Það ei mjög ríkt í ungu fólki nú á dögum og gefast upp við örðugleikana í stað þess að sigrast á þeim. Áður fyrr taldi fólk það siðferðilega skyldu sina að sigrast á örðugleikunum. Unga fólkið vill ekkert leggja á sig til að bjarga hjónabandi sem komið er í strand, það hugsar fremur um að bjarga sjálfu sér. Þó er til fólk sem sýnir undravert þrek og lagni í þessum efnum. • Sambúð ógiftra hefir líka sitt að segja til þess að rýra virðingu fólks fyrir hjónabandinu. e Algeng orsök að hjónaskilnaði er fyrirbrigði það er sálfræðingar nefna infantilisma og heitir einfald- lega barnaskapur á íslenzku. Þess eru mýmörg dæmi að fólki fari ekki fram andlega, þótt það sé fullfrískt líkamlega, hraust og heilbrigt og full- burða að kröftum og vöxtum. Þetta fólk er langt frá því að vera fávitar, það hefir bara hreint og beint hætt að þroskast. Þáð má líkja því við óþæga krakka. Það hefur enga ábyrgðartilfinningu og vill fara sinu fram án tillits til annarra. Því er svipað farið og konunni í Atómstöð- inni sem fleygði sér á gólfið og barði niður hælunum og öskraði: „Eg skal til Ameríku." • Alloft hefur það einnig komið fram að vanrœkt trúarlíf á sinn þátt í skilnaði hjóna. Ef maður og kona biðja hvort fyrir öðru, leggja þau um leið rækt við gagnkvæma ást- artilfinningu. En á þessu vill oft verða misbrestur og leiðir til þess að hjónin fjarlægist hvort annað. o Þá eru margir sem halda að ástin sé eitthvað alfullkomið sem verður til á einu augnabliki og breyt- ist ekki þaðan í frá. En það þarf að leggja rækt við ástina ekki síður en akra og tún. Margir sem ganga með grasið í skónum á eftir kær- ustunni sinni og uppfylla hverja ósk hennar snúa við blaðinu eftir að þau eru gift og gera þá kröfur án þess að láta neitt á móti Þeir telja öllu óhætt úr því hjónavigslan hafi farið fram, þeir séu búnir að innbyrða fenginn og þurfi ekki framar um hann að hugsa. • Oft má bjarga hjónabandi sé leitað hjálpar nógu fljótt. Það er með missætti hjóna eins og krabbamein, það má lækna það ef leitað er hjálp- ar nógu fljótt. En á því vill oft verða misbrestur. Góðviljaður kunningi hjónanna, lögfræðingur eða prestur, gæti unnið þarfaverk sé leitað til þeirra áður en allt er komið í hund og kött. e Það er tíð skilnaðarorsök að fólk hefur gift sig of ungt, ekki verið búið að rasa út, þegar það giftir sig. Ungt fólk giftir sig oft í fyrstu ástar- vímunni sem á það svífur, í þeirra augum er lífið allt einn rósadans, uppþvottur, fjárhagsörðugleikar og náin kynning kemur ekki fyrr en eftir á. Og oft finnst þessu fólki það hafi glatað beztu árum ævi sinn- ar, vill endurheimta æskuna þegar það er um seinan. Og þá fer allt í bál og brand. • Hinsvegar er það mín reynsla að hér á landi sé það mjög fátið skilnaðarorsök að fólk sé fákunnandi um kynferðismál þegar það giftir sig. Erlendis er fáfræði um kynferðis- mál ein tíðasta orsök hjónaskilnað- ar, en hér á landi er því ekki til dreifa. Eg held að of mikið sé gert úr því að unglingar fái ekki nægilega fræðslu um þau efni. A. m. k. hefur það orðið mjög fáum hjónum að fóta- kefli. • Samkvæmislífið á sinn þátt í því að los hefur komizt á mörg hjónabönd. Þar er ríkjandi blygð- unarlaust kæruleysi gagnvart giftu fólki. Það þykir jafnvel meira púður í því að fá gifta konu til við sig, þyk- ir mörgum karlmönnum. Þá geta þeir haft sina hentisemi svo lengi sem' þeim sýnist en hlaupist síðan á burt þegar i óefni er komið. Og þeir eru lausir við alla ábyrgð þó þeir hafi raunverulega kveikt í húsinu. ® Loks mætti nefna sem skilnaðar- orsök ófrelsi hjóna. Of mikil afskipti tengdafólks og foreldra hafa oft leitt til þess að spilla og eitra andrúms- loftið I svo rikum mæli að hjónin hafi að endingu ekki séð sér annan kost vænni en skilja. • Snögg umskipti í efnahagslifi hjóna verða stundum til þess að hjón skilja að skiptum. Setjum svo að eig- inmaðurinn verði gjaldþrota, missi móðinn, verði samviskulaus í fjár- málum og leggi loks heimilið í rúst. Og hitt kemur eins oft fyrir að loks komist á hjónaband ef eiginmaður- inn verður snögglega rikur. -jjj- Islenzk skilnaðarlöggjöf er að sumu leyti óheppileg og auðveldar hjónaskilnað um of. Mér finnst ætti að breyta henni þannig að það tæki meiri tíma að skilja, eins og er þykir mér það alltof fljótlegt. Það tekur jafnvel minni tíma á Islandi að fá sé nýja konu en kaupa nýjan bíl. Það er oft lítið sem tefur fyrir. Fólk mundi kannski hugsa sig um ef það fengi nægan tima. „Vikan“ hefur átt tal við ungan mai eftir þriggja ára hjónaband. Við reyndu aðarins, ef það mætti verða tll að varj Viðtölin fóru fram sitt í hvoni lagi og Það kom í ljós, sem okkur grunaði: hljóða og sín á hvorn veg. Og nú gets HÚN segir: FYRSTU kynni okkar hjónanna voru á dansleik. Við vorum bæði nokkuð undir áhrifum á- fengis og höfum ef til vill ekki hagað okkur alveg sem skyldi. Hvað um það trúlofuðumst við skömmu síðar en giftum okkur ekki fyrr en löngu seinna. Varla væri hægt að segja, að við höfum gifzt af ást, fremur væri hægt að tala um þörf, svo að ég segi alveg eins og held að það hafi verið. Þó þótti okkur auð- vitað mjög vænt hvort um annað. Leigðum við íbúð hjá fdreldrum eiginmanns míns og fyrstu mán- uðina lifðum við i einni sæluvimu og áttum ekki við að etja neina ei’fiðleika. Eiginmaður minn hafði fast starf sem sérmenntaður skrif- stofumaður og allgóð laun. Sný ég mér þá beint að því að ræða um orsakir skilnaðar okkar, sem varð eftir því sem næst þrjú ár frá því við höfðum fyrst kynnst: Annað árið, sem við vorum gift, kynntist eiginmaður minn starfs- bróður sínum og kom sá oft heim með honum. Líkaði mér lengi vel prýðilega við þennan kunningja hans, virtist hann vera hið mesta prúðmenni og í alla staði æskileg- ui' félagi manns míns. Þó kom þar, að eiginmaður minn var sjaldnar heima á kvöldin og vissi ég hann þá oft í félagsskap áður- nefnds kunningja. Ekki hafði ég neitt út á þetta að setja, sagði aldrei orð um það við mann minn, þótt mér auðvitað mislíkaði, hversu sjaldan hann var heima „Hún var svo ung og ör og væn c á kvöldin. Það var ekki fyrr en hann tók að koma kennd- ur heim, að mér þótti mál til kom- ið að spyrja hann hvað til stæði. Gaf hann lítið út á það, en lét hið bezta af félögum sinum. Kom það fyrir æ ofan í æ að hann dró heldur vafasama náunga heim með sér og sátu þeir oft lengi að sumbli. Ýmsir kunningjar manns míns tóku nú að heimsækja okk- ur og völdu til þess óhentugustu tíma sólarhringsins, þegar venju- legar eiginkonur vilja helzt hafa svefnfrið. Ég hafði gengizt undir uppskurð, sem gerði mér kleift að eignast börn og fyrsta barnið var nú fætt. Maður minn hafði skipt um starf, hann hafði víst satt að segja ekki líkað meira en svo vel í fyrri staðnum og vinnu- 30 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.