Vikan


Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 34

Vikan - 23.10.1958, Qupperneq 34
Húsgögnin vinsælu frá Valbjörk h.f. Ná stöðugt meiri útbreiðslu. ÚTSÖLUSTAÐIR : Akureyri, Siglufirði, Isafirði, Reykjavík. HUSGAGNAVERKSMIÐJAN VALBJÖRK H.F. Sjávargötu 7, Akureyri. Sími 1797. P.O. Box 206. „Þar sá hún eiginmann sinn . Framhald aff bls. 31. Nú líSa ein 3 ár. Þá fór Z, sem nú var orðin kona Halls, norður til Akureyrar í heimsókn til systur sinnar er þar bjó. Dvaldi hún þar nokkuð lengi og var í ráði að eigin- maðurinn sækti hana síðar meir. Nú verður það til tíðinda að Finnur L. kemur til Akureyrar á ferð sinni og gistir á Hótel KEA. Þar hittir hann fyrrverandi konu sína af einskærri tilviljun og er ekki að orðlengja það að ástin blossar upp milli þeirra af þvíliku afli að þau ráða sér ekki. Höfðu þau ekki sézt síðan skilnað- urinn varð. Gerir hann nú hlé á ferð sinni og flytur konan til hans á gistihúsið, og takast með þeim heit- ar ástir. Þá kemur að því að Hallur T. kemur til Akureyrar að sækja konu sína eins og um var samið en finn- ur hana hvergi, fréttir aftur á móti hvernig komið sé. Leitar hann um allan bæ eins og grenjandi ljón en finnur þau skötuhjúin hvergi. Lolcs hittast þau þó öll þrjú af tilviljun á götu og verður fátt um kveðjur. Ekki varð þó úr áflogum né illind- um meðal þóirra en karlmennirnir taka tal saman og ræða helzt um veðrið, daginn og veginn. Verða þeir brátt mestu mátar, slóu saman í eina flösku og settust að sumbli. Endaði fylleríið með því að þeir fé- lagar fóru suður í mesta bróðerni en skildu konuna eftir fyrir norðan og varð hún af þeim báðum. Varð hún öðru sinni að sækja um skilnað, fékk hann og hefur forðast hjóna- bandið síðan. ★ Þá er hér frásögn af fráskildum sölumanni, þritugum að aldri, sem kynntist ungri stúlku, tæplega tví- tugri. Hann bauð henni á dansleiki og bíó en sýndi annars engin merki þess að hann væri sérlega hrifinn af henni. Móðir stúlkunnar var ekkja, 41 árs að aldri. Hún greip nú í taumana og beitti sér fyrir því að sölumaðurinn kvæntist dótturinni. Lét hann tilleiðast, mest fyrir áeggj- an ekkjunnar. Er ekki að orðlengja það að stúlkan og sölumaðurinn gengu í heilagt hjónaband. Húsnæð- isvandræði voru mikil í Reykjavík eins og oftast og bauð þá ekkjan ungu hjónunum að búa í húsi sinu og varð það úr. Sölumaðurinn varð oft að fara í löng ferðalög út um sveitir lands- ins og þá ekki vitað með vissu hve- nær hann kæmi heim. Einnig vildi það oft til að hann kom heim góð- glaður, einkum ef hann hafði gert hagkvæm viðskipti. Vildi það enn- fremur verða svo að konan hans væri ekki heima þegar hann sneri heim úr ferðalögum sinum; hún hafði ekki átt von á honum á nein- um tilsettum tima og hafði því oft farið í kunningjaheimsóknir. Leið svo fram um langa hríð. Þá er það nótt eina að unga eigin- konan kemur seint heim, hafði verið hjá vinstúlku sinni og ekki átt von á eiginmanninum á ákveðnum tíma frekar en endranær. Bregður henni heldur en ekki i brún er hún kem- ur að eiginmanni sínum og móður sinni í einu rúmi. Verður þeim einn- ig harla hvert við. Það kom í ijós að þau höfðu haft þennan hátt á um lengri tíma. Enginn láði ungu konunni þótt hún sækti um skilnað frá manninum enda var það fljótfengið. Sölumað- urinn giftist fljótlega þriðju konu sinni en þær mæðgur bjuggu áfram einhleypar. ★ Það er ekki langt síðan hjóna- skilnaður varð af nokkuð óvenju- legum orsökum hér í Reykjavik. Tvenn ung hjón höfðu ákveðið að verja sumarleyfi sínu saman og fóru burt úr bænum til dvalar í 10 daga úti á landi. Báðir eiginmennirnir voru í fastri vlnnu í höfuðstaðnum og urðu því að vera komnir heim aftur á tilsettum tíma. Að liðnu sumarleyfinu fóru hjónin aftur í bæinn, hress og endurnærð eftir sveitadvölina og mennirnir hófu vinnu sína á ný. En ekki líður á löngu áður en önnur húsfreyjan verður þess vör að bóndinn er orðinn henni fráhverfur og sýnir henni full- komið kæruleysi hvort heldur sem er á nóttu eða degi. Verður konan hugsjúk af þessum sökum og kref- ur mann sinn skýringa, hann fer undan í flæmingi og veitir ógreið svör. Nokkru seinna kom konan að máli við kunningjakonu þeirra hjóna, þá er áður er nefnd og skýrir henni frá því hversu maður sinn sé orðinn furðulegur í háttum. Kemur þá á daginn að kunningjakonan hefur ná- kvæmlega sömu sögu að segja, kvað hún sinn eiginmann einnig orðinn afhuga henni og vildi hann enga skýringu gefa á því þótt fast væri á hann gengið. Ræddu þær vinkon- urnar þessi mál fram og aftur en komust ekki að neinni niðui’stöðu og fór svo fram um hríð. Þá bar það við að kona sú er fyrr var frá greint fær mann sinn til að koma á dansleik. Þar neytti maður- inn víns og varð hreyfur vel. Gerð- ist hann þá lausmáll og gripur kon- an tækifærið, gengur fast á hann og skorar á hann að segja sér hvers- vegna hann hafi svo breytst í við- móti við hana. Hann segir henni þá berum orðum að hann kæri sig ekki hætishót um hana lengur, því hann sé farinn að halda við kunningja sinn, þann er fór með þeim hjónum í sumarleyfið. Þegar í ljós kom hvernig væri i pottinn búið, sóttu báðar konurnar um skilnað og var hann auðsóttur. 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.