Vikan


Vikan - 23.10.1958, Side 35

Vikan - 23.10.1958, Side 35
HJÓNASKILIMAÐIR HIJIXI — Frh. afbls. 31 hijlu í lífinu. I félagsskap þessara kauða, sem ég dreg enga dul á að áttu meiri sök á skilnaði okk- ar en nokkuð annað, komst hann í glaðværan hóp, þar sem allir þóttust gaufa eitthvað við listir og ýmiskonar fúsk í þá áttr Hón- um fannst hann komast í kynni við eitthvað, sem honum virtist hann hafa farið á mis við fram til þessa og fór þess vegna of geyst. Ég reyndi að finna að þessu við hann, en hann sagði bara, að ég bæri ekkert skyn á listir og spillti ein- göngu fyrir sér með því að vera að fetta fingur út í ,,áhugamál“ sín. Mér var farið að falla mjög þungt, hvernig sambúðin var eig- inlega farin í hundana að nokkru leyti. Ég átti nú von á öðru barni olrkar og fannst það nokkuð mein- leg örlög, ef börnin þyrftu að al- ast upp í hjónabandi, sem leit heldur illa út eins og á stóð. Því var það, að ég sagði manni mín- um eitt sinn, eftir að hafa oft reynt að ympra á því við hann, að nú væri ekki nema um tvennt að velja í sambúð okkar: Annaðhvort yrði hann eiginmaður minn eins og áður, ekki aðeins í orði kveðnu, heldur yrði hann að slita þá gervi- fjötra, sem félagar hans höfðu lagt á hann eða við slitum sam- búðinni fyrir fullt og allt. Hann átti semsagt um tvo kosti að velja: mig eða félaga sína. Hann Svaraði og sagði blíðmáll og góð- ur, að auðvitað tæki hann mig langt fram yfir félaga sína og þetta yrði allt i lagi. Lofaði sem- sagt öllu fögru; við fyrsta tæki- færi, sem gafst, sveik hann samt öll fögur orð og stundaði félaga sína af enn meira kappi en áður. Hann gekk nefnilega alltaf út frá mér vísri; það yrði alltaf hægt að búa hjá mér og fá graut og þjónustu frítt, en svo skyldi ég láta mér vel líka alla hans dynti og umbera allt af stökustu þolin- mæði. ÍÉg sá mér því mitt óvænna, flutti til móður minnar með börnin og lagði lítt eyru við fagurgal- anum, sem dundi á mér fyrstu vikurnar eftir. Eldra barninu kom ég í fóstur, en hið yngra, sem aðeins er nokkurra mánaða, hef ég sjálf. Á morgnana fer ég með það á vöggustofu og held síðan sjálf á skrifstofuna, þar sem ég vinn. Á kvöldin sæki ég það aft- ur og held heim til mín, en ég leigi herbergi hjá góðu kunningjafólki mínu. Ég fer stundum út að skemmta mér og fæ þá einhvern til að passa barnið. Ég harma auðvitað mjög, að hjómjband okkar fór út um þúfur, en það er vægast sagt ákaflega erfitt að ætlast til þess af eigin- konu að láta sér lynda hlutskipti óiaunaðrar vinnukonu. Er ég mjög fjarri því að gifta mig aftur í bráð. HANIN- Frh. af bls. 31 beinum allra eiginkvenna. Það eru áhugamál mannsins. Hverjum manni væri hollast að láta af öll- um áhugamálum daginn sem hann gengur í heilagt hjónaband. Konur eru nefnilega afbrýðisamari út í áhugamál manna sinna en þótt þeir litu aðrar konur hýru auga. Ég tala af reynslu. Tónlistin hefur átt hug minn allan frá því ég man eftir og um skeið dreymdi mig um að verða tónlistarmaður. En ég fékk ágætt tækifæri til að æfa mig á hljóðfæri í samkomuhúsi einu hér I bæ frá kl. 8—10 á hverju kvöldi. Konan mín bar ekk- ert skyn á þetta' áhugamál mitt og sýndi mér fullkomið skilnings- leysi. Hún hataði hljóðfærið meir en hún hefði hatað konu sem ég hefði haldið framhjá með. Kannski liggur það i því að hún hefur talið sig samkeppnisfæra við aðra lionu en stóð varnarlaus gagnvart hljóðfærinu. — Annars reyndist ég aldrei konu minni ótrúr þessi þrjú ár sem við vorum gift. Og hún hélt tryggð við mig, ekki veit ég betur. En ég finn það á mér að ég hefði fyrr eða síðar farið að líta i kring- um mig. Andrúmsloftið var orðið þannig.' Ég held að konur séu stoltar af þvi undirniðri að eiga eiginmenn sem halda framhjá. Það sýnir þeim að maðut'inn þeirra er eftirsóttur, að þær eru ekki einar um þá skoðun að hann sé eítirsóknarverður. Og það er ann- að' í þessu: konur verða að hafa einhverja átyllu til að ná sér niði'i á. mönnum sínum, láta þá finna fyrir því að þeir séu óttalegii' ræflar en þær séu flekklausir englar. — Það skilur enginn við konu sína að gamni sínu. Þó menn hafi búið við vansælu í hjónabandi skyldi enginn halda að það sé neitt sældarbrauð að losna úr klafanum og því síður skyldu menn halda að þeir séu frjálsir eftir á. T. d. eru það börnin. Það er mikið vandamál. Fyrstu tvö árin eignuðumst við ekkert barn. Konan mín var haldin sjúkleika sem orsakaði það. Hún gekk undir uppskurð fyrir mína áeggjan og eftir það eignuðumst við barn. 1 þann' mund sem við vorum að skilja ól hún mér annað barnið. Þá var eídra barnið komið á þann aldur að mér var farið að þykja undurvænt um það, og vildi helzt ekki af því sjá. Ég átti þvi tveggja kosta völ og var hvorugur góður. Annar var sá að við héldum áfram ástlausu hjónabandi til þess að vernda börnin. Hinn kosturinn var sá að slíta sambúðinni og þá yrði ég urn leið að sjá af barninu. Eftir mikla ihugun tók ég seinni kostinn, þó börnin yrðu þá alin upp á' flækingi að mestu, föður- laus og yrðu að hlíta þeim örlög- um sem börn skilinna hjóna hljóta óhjákvæmilega. Ég vildi það held- •ur en börnin yrðu alin upp í hjónabandi sem í raun og veru var ekkert hjónaband, þau hlutu að finna til þess þegar þau yxu upp að sambúð foreldranna var ekkert annað en leiksýning, blekking. — Það skyldi enginn ætla að ánægjulegt sé að skilja við konu sína. Það gera menn ekki fyrr en öll sund eru lokuð. Menn verða rótlausir eftir á, þeim leiðist. Ég hef fundið til þess hvað það er ömurlegt að koma í bæinn úr löngum og erfiðum ferðalögum fyrir vinnuveitendur mína og eiga ekki í neitt hús að venda nema þá kannski Borgarbarinn. Og það er blekking ef menn halda að það sé frelsi að skilja. Menn eru einmitt settir undir smásjá þá fyrst og mega sig hvergi hreyfa. Það er litið á mann sem grimmdarsegg, þrjót og bófa. Mönnum er veitt miklu meiri at- hygli ef þeir t. d. láta sjá sig með kvenmanni. - - En er ekki giftum mönnum veitt enn meiri athygli ef þannig stendur á? — Nei, það láir þeim enginn! FORD er alltaf fremstur Undanfarin ár hafa ensku Ford-verksmiðjurnar sent bifreiðar sínar í fjölda keppna í öllum heimsálfum og sigrað í flestum þeirra. Stærsti sigurinn í ár var í Monte Carlo, er Zephyr, sem ekið var af dönskum manni, kom fyrstur í mark, og nú fyrir skemmstu tóku 14 Fordbeifreiðir af Zephyr-gerð þátt i Safari lteppninni i Afriku, sem er 3000 mílur, og komu allar í mark. 1 Safari keppninni tóku þátt 96 bifreiðir af 14 gerðum, én að- eins 47 luku henni. Ford var í fimm fyrstu sætunum. Sem dæmi um vinsældir ensku Ford-bifreiðanna í Bandaríkj- unum í dag, þá má geta þess, að innflutningur þeirra hefur aukizt um 400%. Það er því engurn vafa bundið, að framleiðsla ensku Ford- verksmiðjanna er sérlega vönduð og vekur hvarvetna athygfi fyrir ytra útlit, sem er mjög fallegt. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma gefur: Laugaveg 168—170 — Reykjavík — Sími: 24466 (5 linur) Véla- og plötusmiðjan ATLI H.F. Símar: Smiðjan 1387. Forstjórinn heima 1663. Strandgötu 61 og Sjávargötu. AKUREYKI Framkvæmum: Allskonar vélaviðgerðir. Eldsmíði og rennismíði. Plötu og ketilsmíði. Rafsuða. Smíðum hringnótabáta úr stáli og bobbinga upp í 20" stœrð. — GÓÐ VINNA — FLJÖT AFGREIÐSLA -£ VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.