Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 39

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 39
Hér hefst ný framhaldsaga eftir franska metsöluhöfundinn Georges Simenon. Sag- an er hörkuspennandi eins og raunar allar bækur þessa vinsæla liöfundar, sem skrif- ar eklii annað en metsölubækur. Sennilega á enginn höfundur heimsins jafn f jölbreytt- an lesendahóp og Simenon, allir geta sam- einast um bækur hans, prófessorar, bænd- ur, húsfreyjur, ungir óg aldnir. Við ráð- leggjum lesendum Vikunnar að fylgjast vel með frá upphafi. Hér á landi er stödd ensk listakona, Tony Pattem að nafni, sein hefir tekið að sér að myndskreyta söguna fyrir Vikuna. Það er ekki síður ástæða til að mæla með myndum hennar. inn salti, ís eða kolurn. Babin átti vöruskemmu rétt hjá stöðinni og' aðrar vöruskemmur í La Pallice. I Lorrainbar hringdi siminn annað slagið og rödd sagði: — Viljið þér gera svo vel og skila til Bab- ins . . . Og Babin hreyfði sig ekki i sætinu. Hann að- eins gaf skipanir án þess að taka út úr sér vindilinn. Því næst sneri hann sé við, og hélt áfram að stara út um gluggann. Hann hafði grett sig, þegar hann sá Gilles í skipsbátnum, og þegar hinn síðarnefndi gekk framhjá barnum, hafði hann dregið glugga- tjaldið til hliðar, til að geta séð betur. Hann þurfti aldrei að hreyfa sig úr sætinu. Hann vissi allt, sem fram fór. Bókstaflega allt. Allt, sem gerðist í borginni og á höfninni, ofanjarðar og neðan. Tíu mínútum eftir að Gilles hafði farið fram hjá, kom skipstjórinn á Plint á eftir, og Babin benti honum að koma inn. — Solemdal. Norðmaðurinn gekk inn og rétti fram hendina. — Varstu að fara til Plantels? Hann verður þar ekki til klukkan átta. Hann er farinn til Royan til að skoða eitt af skipum sínum, sem hefur laskazt. Hvað langar þig í? Hver var ungi maðurinn, sem gekk hér framhjá rétt áðan? — Prakki að nafni Gilles Maúvoisin. Foreldrar hans dóu báðir í Þrándheimi og skildu hann eftir örsnauðan. — Gaston! hrópaði Babin. — Hringdu i gisti- húsin og reyndu að komast að því, hvort maður að nafni Giiles Mauvoisin er staddur á einhverju þeirra. Nálægt turninum, sem klukkan var á, kom Gilles inn í alla ljósadýrðina frá búðarglugg- unum. Hann heyrði samræður þeirra, sem fram- hjá gengu. Hann kunni auðvitað frönsku ágæt- lega, en það var gaman að heyra hana talaða á götum úti og hann gat ekki varizt því að snúa sér við og stara. Spilamenn sátu fyrir innan gluggann á Café ARFUR Prancais. Og skammt frá var illa lýst búðar- hola. Þar var inni allskyns varningur, hringaðir kaðlar, lampar og ljósker, akkeri og net, tjöru- kjaggar og olíuföt og jafnvel matvæli. Út úr slíkum búðum leggur jafnan einkennilegan þef. Þegar Gilles leit upp, las hann orðin: Venve Eloi Foirnitures pour la Marine. Hann stóð þarna á gangstéttinni og starði opnum sjónum. Til vinstri var skrifstofa. Það hlaut að hafa verið hlýtt þar inni, því að ofn- inn var enn þá rauðglóandi. Kona var þar inni, stórvaxin, miðaldra kona með grófgerða andlits- drætti. 1 raun og veru var andlit hennar eins °g á hesti. Þetta var ekkjan Eloi, með öðrum orðum Gérardine Eloi, móðursystir hans. Hún var í svörtum satinkjól með háum kraga °g gylltri brjóstnál. Hún var að tala. Hann heyrði ekki orðin, en sá að hún bærði varirnar. Fyrir framan hana sat skipstjóri nokkur með kross- lagða fætur. Hann hafði lagt húfuna á hné sér °g kinkaði kolli til samþyltkis. Erænkan Eloi . . . Gilles snýtti sér, en hann grét ekki. Þetta þrá- láta kvef minnti hann á harmleikinn í Þránd- heimi. Faðir hans hafði hka haft kvef, þegar hann steig á land í Þrándheimi. Þau höfðu komið frá Lofoteyjum. Þau höfðu leitað að ódýru gisti- húsi, eins og siður þeirra var. Þau höfðu öll staðið á götunni, faðir hans, móðir hans og hann, með ferðatöskur sínar. Andspæn- is þeim voru tvö gistihús. Þau þurftu aðeins að velja. Og sá á kvölina sem á völina. En, sjáum til. Merkið yfir öðru gistihúsinu var stór, hvitur hnöttur, og faðir Gilles hafði snúið sér að konu sinni og sagt: — Minnir þétta þig á nokkuð? — Eru ekki öll gistihús svipuð? Frá því þau höfðu farið frá La Hochelle, áður en þau giftust, höfðu þau ekki gert annað en ferðast frá einu gistihúsi til annars, einu hóteli til annars. Gilles, sem aldrei hafði komið til La Rochelle, vissi, að þar var gata, sem hét Rue de l’Escale. Það var lagt götuhellum og milli þeirra gægðist grasið upp. Á húsinu nr. 17 hafði einu sinni verið látúnsplata, sem á hafði verið grafið: M. et Mme Faucheron, premiers prix de Con- servatoire. 1 þessu húsi hafði hvert herbergi bergmálað af tónlist, þvi að þarna hafði verið einkatón- listarskóli. Ungur, grannvaxinn maður, Gérard Mauvoisin, hafði á hverjum degi komið frá útborginni, Nieul-sur-Mer með fiðlukassa undir hendinni. Á hverju kvöldi hafði Elise, ein af dætrum Faucheronhjónanna, beðið eftir honum í göng- unum. og enginn vafi var á því, að þau höfðu faðmazt í skugganum á sama hátt og parið á bryggjunni, þegar hann steig á land. Þau fóru saman til Parísar, þar sem Gérard Mauvoisin hafði leikið á fiðlu, aðallega í kvik- myndahúsum, en stöku sinnum í sinfóníuhljóm- sveitum. Því næst höfðu ferðalögin hafizt. Frá borg til borgar . . . frá gistihúsi til gistihúss . . . Hafði nokkur maður í La Rochelle nokkurntíma komizt að því, að fiðluleikarinn hafði gerzt sjónhverf ingamaður ? Því að Mauvoisinhjónin höfðu tekið að feiðast um og sýna sjónhverfingar og Elise hafði komið fram í rauðmn, aðskornum leðurklæðnaði trúðuleikara. Það var einkum í þessum aðskornu trúðleika- fötum, sem Gilles minntist bezt móður sinnar. Faðir hans kom fram í síðdegisbúningi. Með sviðsbros á vörunum stóð hún við hlið hans og rétti honum ýmsa glitrandi hluti. Þrándheimur . . . dimmt strætið . . . skuggalega, litla gistihúsið . . . ■ — Heyrðu, Elise! Það er bezt að þú fáir sSr- herbergi. Ég ætla að fá mér vinblöndu og fáeina asprinskammta, svo að ég geti svitnað. Það er eina ráðið til að losna við þetta kvef. En sérherbergi þýddi það, að reikningurinn hlaut að verða hærri. Og þau urðu að fara gæti- lega með peninga sína. — Ég vil heldur vera hjá þér. I herberginu var venjulegur norskur ofn, stór úr rjómagulum tiguísteini. — Viljiö þér láta loga glatt. Maðurinn minn hefur fengið hvef. Mauvoisin hafði látið sér vaxa yfirskegg, því að sjónhverfingamaður getur varla verið án þess, Og þó að hann hafi litað það, var það ekki af hégómagirni heldur vegna þess, að sjónhverfinga- maður verður að vera unglegur. Gilles mundi eftir blásvörtu yfirskegginu, sem bar við hvítan svæfilinn, og rauðleitu nefi föður síns. — Góða nótt, pabbi. . . Góða nótt mamma. . . Og morguninn eftir var móðir hans látin. Hún hafði kafnað í reyknum frá ofninum. Og faðir hans var í andarslitrunum. Síðustu orðin, sem hann sagði, voru: — Frænka þín . . . Eloi. . . Gilles sat á einum pollanum á bryggjunni ná- lægt þeim stað, þar sem skipin frá Ile de Ré lágu. Hann sá hús skipamangarans í fjarska og gat jafnvel greint andlit frænku sinnar gegnum gluggann á skrifstofunni. I þessari borg var annað flók, sem hann þekkti, jafnvel þótt hann hefði aldrei séð það. Því að foreldrar hans höfðu oft minnst á það og nefnt götur og búðir. — Þú manst eftir slátraranum á horninu, sem . . Hann hrökk við. Stúlka í mjög stuttum kjól gekk rétt framhjá honum og hrökk við, þegar hún sá hann. Og þegar hún var komin framhjá snéri hún sér meira að segja við og horfði á hann undrandi augum. Þetta var stúlkan, sem hann hafði séð áður, stúlkan. sem hafði verið að kyssa piltinn á bryggjunni. SKALLAGRÍiySUR H.F. BORCARIMESI Annast siglingar um FAXAFLÓA. Af greiðslusími: í Borgarnesi 22 á Akranesi 16 í Keykjavík 16420 og 10966 AðalsigEingar á milli Reykjavíkur, Borgarness og Akraness. Allar feiðir liggja um Borgarnes. Annasf póst-, vöru- og fólksflufning. Ferðist og flytjið vörur yðar með skipum f élagsins VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.