Vikan


Vikan - 23.10.1958, Síða 42

Vikan - 23.10.1958, Síða 42
Reykjavík vaknar Framh. af bls. 19. veitanda sinum, Aðalsteini Ottesen, afgreiðslu- manni. Hver morgunn skapar nýja menn! Hver dagur fæðir nýjar hetjur! Skotgrafamenn hitaveitunnar eru teknir til starfa og gatan glymur af höggum þrýstibora og vélaskellum. Mjólkurflutningabílarnir þeysa á milli mjólkurbúðanna, og svefnbólgin andlit rölta niður götu — í angurværum kvíða fyrir komandi degi. Þannig vaknar Reykjavík, — og hver getur séð Reykjavík nema vaka sjálfur jafnvel þótt grannkonur manns rugli saman fótaferð og hátta- tíma. 8. B. Saga úr kalda stríðinu. Framhald af bls. 27. Vélsmiðja Sigurðar Einarssonar Mjölnisholti llf. — Sími 17963. Smíðum: MIÐSTÖÐVARKATLA fyrir flestar tegundir olíubrennara, 16 ára reynsla. — Viðurkennd gæði, OLÍUBRENNARA fyrir flestar tegundir miðstöðvarkatla og eldavéla. Ennfremur allskonar nýsmíði og viðgerðarvinna. — Hvað ertu að segja Jón? — Annars fírar hún atómsprengjunni meðan ég sef. — Hver andskotinn. — En þið skulið fá það borgað, sagði Jón. Hann var kominn út á hlaðið til Ólafs og skók hnefann framan í hann. Það var froða í munnvikum hans. Ólafur færði höndina aftar á hrífuskaftinu. :— Þið skuluð fá það borgað að hafa gert hana svona. — Ég bið þig: vertu ekki að þessari vitleysu. — Sú stund kemur að þú og graðfolinn fáið' að kenna á því. — Mig varðar ekkert um þetta. Mig vantar brúnbrís, skilurðu það. — Þá dugir engum að ljúga á Útsveitar- menn. — Hvaða þvaður er þetta? —' Þá verða ekki menn eins og þú og graðfolinn látnir snúa sannleikanum. — I guðsbænum hættu þessu. — Ég læt skjóta ykkur eins og hunda: heyrirðu það; eins og hunda. Jón var orðinn mjög hávær og Ólafur hafði hörfað sunnar á hlaðið. Jón kom á eftir honum og sleit úr sér sundurlaus orð og formælingar. Þegar Ólafi þótti hann kominn nógu nærri setti hann hrífuhaus- inn fyrir bringspalir hans. Jón gekk á hrífuna og Ólafur sá tindana brotna hvern á fætur öðrum og falla á hlaðið á milli þeirra. Þeir streðuðu þannig suður fyrir bæinn. Fólkið á bæjunum í kring var komið langt áleiðis með að rifja hey sín í ann- að sinn þennan síðkomna þurrkdag. Það hætti í miðjum flekkjum, studdist við hrífur sínar og horfði á mennina sunn- an við Undirvallahúsið stíga fast til jarð- ar í stuttum skrefum, eins og þeir væru í myrkri og Ólaf spenna hrífuna við Jóni og Jón stanza þegar kom í flekkinn og Ólaf halda áfram að skrefa aftur ,á bak, með báðar hendur á hrífuskaftinu, sem hann hafði í mjaðmarhæð og hélt ská- höllu upp á við, álútan og varfærinn. Þegar Ólafur taldi sér óhætt, sneri hann við og gekk hratt í flötu og regnlúðu heyi Undirvallabóndans. Meðan hann öslaði heyið fann hann reiðina seitla hægt og bítandi inn í hug sinn, unz hún hafði al- tekið hann. Og hann fór að bölva og hlaupa við fót. Fólkið heyrði Jón hrópa á eftir Ólafi og það byrjaði ekki að snúa flekkjum sínum fyrr en hann var þagnað- ur og genginn í hvarf við bæjarhúsið. Það var búið að rif ja góða stund þegar Ólafur náði tali af hreppstjóranum. Kaupmenn! Kaupf élög! Fyrirliggjandi allar stærðir af vinnubuxum í bláum og svörtum iit. Fatagerðin BURKIMI h.f. Söluumboð: mmm 42 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.