Vikan


Vikan - 23.10.1958, Page 45

Vikan - 23.10.1958, Page 45
OG KÆTIIM VEX . . . . . . þetta er hálfgerður kall, en hvað um það, betra en ekkert og svo á hann nóga seðla . . .“ „Þetta var síðasti dans . . . við vonumst til að sjá ykkur hér bráð- lega aftur,“ segir hljómsveitarstjór- Framhald af bls. 13 inn meðan út úr svip hans skín: „bara að ég þyrfti aldrei að líta aug- um slika samkundu framar." 1 faðm- lögum stíga menn eitt skref með hægri fæti og tvö með vinstri, eða öfugt, og sumir ofan á tær annarra, og á gólfinu er hvíslað: „má ég fylgja þér heim, hvar áttu annars heima" — og um leið er hugsað: —- vonandi ekki í Hafnarfirði. Á öðrum stað á gólfinu: Hver býður í partý? Við veruum að fara í partý. „Það er talsvert að gera hjá ykk- ui i kvöld,“ segja hljómsveitarmenn- iinir við dyraverðina, þegar farið er að fækka i salnum. „Já, þetta var frekar erfitt fólk, það er alltaf svona Klukkan hálf tvö er mannlaus miðbærinn. þegar togararnir eru inni.“ Og Siggi sleppur ekki út fyrr en á hádegi á morgun, hann fer heldur ekki tá Grænland fyrr en um fimmleytið. Það er lika einmitt klukkan fimm, sem flugvélin fer, en lögfræðingurinn er ekkert að hugsa um það núna, og þvi síður um Sigurlínu. Fyrir utan danshúsið skipta menn sér niður á leigubílana meðan kluklt- urnar tifa látlaust á annan tímann og þegar klukkan á torginu er hálftvö og klukkan á dómkirkjunni tvær mínútur yfir, sést varla nokkur sála í miðbænum. Gera sér far um að hrella vegfarendur. Tundurdufl Frambald af bls. 17 hann víst fáir af vinnunni. Annars heitir hann Gunnar Gíslason og var áður skip- herra hjá Landhelgisgæzlunni. Gunnar starfar nú sem eftirlitsmaður með vopnum og björgunartækjum varðskipanna og ennfremur eyðir hann flestum tundurdufl- um, sem finnast hér á landi, en þau eru ófá. Á stríðsárunum gekkst Skipaútgerð ríkisins fyrir því að nokkrum íslendingum var kennt að gera óvirk tundurdufl og eru fjórir af þeim mönnum starfandi við það enn þann dag í dag og má þar sérstaklega nefna Haraid Guðjónsson bónda í Mos- fellssveit, sem mest hefur mætt á á síð- ustu árum. Minnast menn, að á hverjum vetri koma tundurdufl í vörpur togaranna. Svo mikil brögð eru að þessu, að oft horfir til vandræða. Bæði eru duflin afar hættu- leg, eins og varla þarf að taka fram, og svo veldur þessi faraldur miklum töfum fyrir skipin. Gunnar er nýkominn frá Danmörku; þar var hann á námskeiði í að gera sprengj- ur óvirkar. Danski flotinn stóð að nám- skeiði þessu. HESTASTEINNINN — TUNDURDUFL A „FRIÐARTÍMUM“. Sú saga er sögð frá „tundurduflaárun- um“ fyrir austan, að á einum bænum var snotrasta tundurdufl lengi vel notað fyrir hestastein. Var þægilegt að binda beizlis- tauminn á takkana, og eins þótti hestun- um notalegt að klóra sér utan í duflið. Þegar búið var að notast við þennan sér- kennilega „hestastein" um nokkra hríð bar af tilviljun að sérfræðing í eyðingu tundurdufla. Athugaði hann dufl- ið og til mikillar skelfingar kom í ljós, að duflið var virkt, og mesta mildi að ekki var þegar orðið stórslys. Tundurdufl eru, eins og flestir vita úr málmi, kúlulaga, með belti í miðju. Víða hafa safnazt dufl svo tugurn skiptir. Hafa sniðugur náungar fundið uppá, að nota þau fyrir olíugeyma. Slíkir geymar munu vera til við íbúðarhús hér á landi. Já eng- inn veit sína ævi fyr en öll er. VIRKT eða ÓVIRKT. í stóru tundurdufli eru um 200 kg. af sprengiefni, sem nefnist T N T. Þetta sprengiefni er geysikröftugt. Til saman- burðar má geta þess, að 200 kg. af T N T jafngilda tonni af dynamiti. Sérstök for- sprengja sprengir upp aðalsprengjuna og það er fyrst og fremst þessi forsprengja, sem gerir duflið hættulegt. Þegar hún hefur verið fjarlægð, er duflið sauðmein- laust. Á eftir má svo kveikja i TNT sprengiefninu, en það springur aðeins við mikið högg. Brennur sprengiefnið hægt og rólega og þykkan, svartan reyk leggui' af bálinu. Þegar vart verður við tundurdufl, vakn- ar sú spurning fyrst hjá mönnum: Er það virkt? Þessari spurningu er aldrei hægt að svara fyrirfram. Aðeins sérfróður mað- ur getur skorið úr um það. Þar til hánn hefur litið á duflið, ættu menn að haida sig í hæfilegri fjarlægð. Annars „eiga" duflin að vera óvirk, ef þau slitna upp, vegna þess, að til þess er sérstakt öryggi á duflinu. Öryggi þetta verkar þó misjafn- lega. Á enskum duflum er þessi öryggis- útbúnaður beztur, en lélegri á þýzkúm; og amerískum, en þessara ,,þjóða“ tundur- dufl eru algengust hér við‘ land. Lengra komin dufl finnast einnig hér, t. d. japönsk. Þó langt sé um liðið frá síriðsjíok- um skulum við muna, að enn geta leynzt hættulegar sprengjur og tundur- dufl í næsta nágrenni við okkur, og svo mun verða um ókomna framtíð. Tundur- duflin eru meistaralega vel gerð frá tæknilegu sjónarmiði og þola að ve3k i- ast árum saman i sjó, án þess að verða skaðlaus. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.