Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 50

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 50
Stœrsta bifreiðastöð landsins WREYFILL SÍIUI 22-4-22 Opið allan sólarhringinn ;Leigjum bifreiðir til lengri og skemmrí ferðalaga. 1 Félagsmenn og aðrir ]j 'I viðskiptamenn Reynslan hefir sannað, og mun sanna yður framvegis, að hagkvæmustu viðskiptin gerið þér ávallt hjá kaupfélaginu. Seljum allar fáanlegar nauðsynjavörur á hag- stæðu verði. Kaupum íslenzkar framleiðsluvörur. • ' 'Tryggingaumboð fyrir Samvinnutryggingar og Andvöku. Greiðum hæstu fáanlega vexti af sparifé í inn- lánsdeild vorri. f»að eru hyggindi, sem í hag koma, að verzla við Kaupfélag Ólafsfjarðar ÓLAFSFIRÐI Grein Oiafs Björnssonar að vænta af betri skipulagningii framleiðslustarfsemi og viðskipta. Um það hefur sem kunnugt er verið mikill ágreiningur bæði meðal fræðimanna og á vettvangi stjórn- málanna, hver sé hin æskilegasta skipan efnahagsmálarma. Einnig hefur menn greint mjög á um það, hvers árangurs geti verið að vænta af bættri skipan þessara mála. Sumir eru svo bjartsýnir í því efni, að þeir telja að öll efnahagsvandamál myndu úr sögunni ef tekin yrði upp ný og betri skipan atvinnu- og við- skiptamála, en aðrir telja aftur á móti, að náttúruskilyrðin og tækni- þekkingin ráði mestu imi efnahags- afkomu þjóðanna, en skipan efna- hagsmálanna skipti þar miklu minna máli. En þrátt fyrir mismunandi skoðan- ir í þessu efni eru þó allir á einu máli um það, að ekki geti einu gilt, hversu efnahagsmálunum er skipað. Er varla ágreiningur um það, að skynsamleg skipan framleiðslu og viðskipta getur haft veruleg áhrif á afköst framleiðslunnar og þá um leið á lífskjör almennings. Það er ekki einvörðungu svo, að skipan efnahagsmálanna hefur I sjálfu sér þýðingu fyrir framleiðslu- afköstin, heldur getur hún einnig haft veruleg áhrif á hina tæknilegu þróun. Sem dæmi um það má nefna, að ekki er vafi á því, að afnám bændaánauðarinnar og samyrkjubú- skapar miðaldanna hefur haft mikil áhrif í þá átt að skapa skilyrði fyrir tækniframförum í landbúnaðinum. Á sama hátt er ekki vafi á því að aukið frjálsræði í viðskiptum þjóða á milli hefur átt mikinn þátt í þeim tækniframförum, sem hófust með hinum merku uppfinningum á sviði tækninnar um miðja 18. öld. Hin efnahagslega og tæknilega þróun hafa því jafnan haft gagnkvæm áhrif hvor á aðra. Þótt ágreiningur sé þannig varla um það, að skipan efnahagsmálanna hefur veruleg áhrif á framleiðsluaf- köstin, er þar með auðvitað ekki skorið úr um það, að aukin þekking almennings á lögmálum efnahags- lífsins myndi trygging fyrir betri skipan þessara mála. Hvort slíks má vænta eða ekki verður aftur komið undir því, hvort til er nokkur sú skipan efnahagsmálanna, sem vænta má, að allir yrðu sammála um að væri sú æskilegasta, ef þeir hefðu nægilega þekkingu til að bera. Hér komum við að þeirri mikil- vægu spurningu, að hve miklu leyti ágreiningur sá, sem er um skipan efnahagsmálanna, stafi af mismun- andi þekkingu eða mismunandi til- finningamati. Ef þessi ágreiningur væri eingöngu af hinum síðarnefnda toga spunninn, er auðsætt, að aukin almenn þekking á efnahagslegum lögmálum myndi ekki geta jafnað hann, en sé það sem um er deilt í þessu efni, aðeins þekkingaratriði, myndi aukin þekking geta skorið úr honum. Svarið við ofangreindri spurningu er undir því komið hvaða atriði á sviði efnahagsmála er um að ræða. Sum þeirra atriða, er um er deilt á þessu sviði eru þess eðlis, að þekk- ingin á að geta skorið úr ágreiningi um þau, en um önnur atriði á það ekki við. Sem dæmi um deiluatriði á sviði efnahagsmála, sem eru þess eðlis, að ekki eru líkur á því að það myndi nær lausn sinni þótt þekking á lög- málum efnahagslífsins yrði almenn- ari, má nefna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Hér er um mikilvægt Framháld af bls. 15. vandamál að ræða, sem hin þjóðfé- lagslegu átök milli stétta og stjórn- málaflokka hafa oft að verulegu leyti snúist um. En engar líkur eru á því að aukin almenn þekking myndi hjálpa til að skera úr þeim ágreiningi, sem fyrir hendi er um þetta efni. Ástæðan til þess er sú, að enginn algildur mælikvarði er til á það, hver sé hin réttláta sklpting þjóðarteknanna milli stétta og ein- staklinga Slíkt verður ávalt háð persónulegu tilfinningamati, þannig að úrskurður í þvi efni verður ekki felldur á fræðilegum grundvelli. Svo er og um önnur þau atriði efnahags- málanna, þar sem hagsmunir stétta og einstaklinga rekast á, að vísinda- legur úrskurður verður ekki um það feildur, hver sé hin rétta lausn þeirra. En eins og áður hefur verið drepið á er efnahagsleg velmegun í þjóðfé- laginu ekki einvörðungu komin undir tekjuskiptingunni, heldur einnig framleiðsluafköstum. Ef litið er á málin frá hagsmunasjónarmiði heildarinnar skipta framleiðsluaf- köstin miklu meira máli, þar sem tekjuskiptingin hefur því aðeins áhrif á afkomu heildarinnar, að hún hafi áhrif á afköst framleiðslunnar. Allar ráðstafanir í efnáhagsmál- um, sem til þess eru fallnar að auka framleiðsluafköstin, eru því heild- inni í hag. Hafi slíkar ráðstafanir ekki áhrif á tekjuskiptinguna ættu þær í rauninni að vera öllum í hag. Þeir sem gegn slíkum ráðstöfunum vinna, vinna því gegn hagsmunum heildarinnar. Ef hægt er því að sýna fram á það, að tilteknar ráðstafanir á sviði efnahagsmála auki afköst framleiðslunnar án þess að hafa áhrif á tekjuskiptinguna, ætti að vera hægt að ná samkomulagi um framkvæmd slíkra ráðstafana, ef þeir sem um málin fjalla hafa næga þekkingu til að bera til þess að gera sér grein fyrir áhrifum þessara ráðstafana. Svo að aftur sé vikið að þvl vandamáli, sem nefnt var I upphafi greinar þessarar, verðbólguvanda- málinu og það tekið hér sem dæmi, þá er ekki vafi á því, að hagnýting framleiðsluaflanna verður betri I þeim ríkjum, sem búa við stöðugt verðlag, en hinum, þar sem verð- bólga ríkir. Ráðstafanir til heftingar verðbólgunni ættu því að vera heild- inni I hag. Nú er það að visu svo, að enda þótt heildin tapi á verðbólgu- þróun, þá getur hún verið einstakl- ingum I hag, þannig að ekki er hægt að fullyrða að hver einstakur þjóð- félagsborgari myndi hagnast á því, að hún yrði stöðvuð. Óliklegt má þó hinsvegar telja, að sérhagsmunir einstaklinga yrðu látnir hindra ráð- stafanir gegn verðbólguimi, ef það væri ljóst, að slíkar ráðstafanir væru í samræmi við hagsmuni yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Káðstafanir gegn verðbólgu hafa hér verið teknar sem dæmi um ráð- stafanir í efnahagsmálum sem myndu auka þjóðartekjurnar og þvi vera heildinni í hag. En fjölmargar aðrar ráðstafanir í efnahagsmálum eru sama eðlis. Um allar slikar ráðstaf- anir má fullyrða að auðveldara yrði að ná samkomulagi um framkvæmd þeirra, ef þekking á lögmálum efna- hagslífsins yrði almennari. Niðurstaða þess, er hér hefur verið sagt, er þvi sú, að aukin almenn þekking á efnahagsmálum gæti orð- ið til þess að auðvelda lausn margra mikilvægra málefna á því sviði. Sú hlið þessa máls, er að framkvæmd- inni snýr, verður hinsvegar sam- kvæmt áður sögðu ekki rædd, en svo mikið er vist, að framkvæmdaörðug- leikarnir eru miklir. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.