Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 52

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 52
FVRIR II T A M Framhaid af foSs. 9. Fatahreinsun Vigfúsar og Arna Hólabraut. — Akureyri Hreinsum og pressum allan fatnað með nýjum og fullkomnum vélum Fljótt og vel af hendi leyst. íteynið viðskiptin. SIMI 1427 PÉTUR & VALDIMAR H.F. Skipagötu 16 B. Símar 1917, 2017. Akureyri. Vöruflutningar milli Akureyrar og Keykjavíkur. \ Umboð á Norðurlandi: Hanomag dráttarvélar, jarðýtur og bílar. Shell-benzín og olíusala. ! ■ Afgreiðsla í Reykjavík: SEI\IDBBÍLASTÖÐII\I H.F. Borgartöni 21. — Símar 24113 og 16113. ___________________________________ Og þrastaungfrúin sem nú var í sínum fyrstu giftingarþönkum og eiginlega hálftrúlofuð efni- legum herra þar í garðinum, hlustaði alveg agn- dofa. Hún hlustaði og starði og hlustaði og starði aftur. Gat verið að þessi dásamlega söng- list kæmi úr þessu hlálega hrófatildri sem hafði verið stillt upp þarna á flötinni? Hún sneri vang- anum að því og siðan hnakkanum til að sjá betui'. Jú, það var ekki um að villast, þessi dá- samlegi söngvari var þarna innaní. Nú hóf hann nýja aríu og ungfrúin færði sig nær. Hann hækkaði og lækkaði röddina á fjaðr- andi laglínunni án þess að skríkja hið minnsta. Það var unaður að heyra. Þegar hann hóf sig upp á háa c-ið stóðst hún ekki mátið lengur. Hún færði sig svo nálægt honum sem hún þorði. Greinin, sem hún settist á vaggaðist bliðlega í golunni og ■ snerti næstum fangelsi söngvar- ans. Og þegar ariunni lauk gaf ungfrúin frá sér ofuriitla skríkju, að vísu kurteislega, en svo fulla af hrifningu og ást að hjarta litla brúna fangans tók viðbragð og dökku augun hans glömpuðu eins og tinna. Sælir englar paradísar hafa aldrei þekkt þann fögnuð sem nú fyllti huga þessa jarðneska bróður þeirra. Það var ástargleðin. « Búrið hvarf fuglinum og hann var frjáls. Frjáls í endalausri blárri viðátiu vorsins. Fyrir neðan hann var angandi moldin þakin grænu grasi og glóandi blómum, og rólan hans var trjágrein með lifandi laufi og ljúffengu brumi og hann vaggaði sér í takt við lagið sem hann söng. Þarna var engin smásmuguleg postulíns- skál með volgu stöðnu sulli. Þarna voru tærar, kaldar lindir sem streymdu fram með dreym- andi niði og lygn djúp vötn sem horfðu upp í blá- an himininn í eilífri ró. Hann átti heima í fallegustu björkinni í kjarr- skóginum, þar var hreiðrið hans og konan hans passaði þar ungana þeirra. Það var yndisleg- asta þrastafrú sem nokkur hafði augum litið og hann var að syngja fyrir hana. Heimurinn var svo hár og víður og dagurinn bjartur og sólin heit og góð. Og bráðum kæmi nóttin hin dásamlega hvíld og vernd allra fugla. Sú nótt var ekki ó- hugnanleg svört dula sem kastað var af duttl- ungafullri hönd yfir rimlaveggi fangelsisins, heldur blá djúp og kyrr full af friði og öryggi með róleg stjörnuaugu sín og svalan andardrátt. Hún var ekki rykug og kæfandi tuska, sem blindaði og lokaði inni heldur léttur móðurvæng- ur sem breiddist fullur ástar og verndar yfir litla þreytta þrastafjölskyldu í litla fábrotna rúminu þeirra. Heimsfrægur hetjutenór á glæstu leiksviði hefur aldrei töfrað áheyrendur sína eins algerlega eins og þessi fiðraði dökkeygi snillingur töfraði þrastaungfrúna fögru gegnum rimla fangelsis sins þarna á grasflötinni þennan sólheiða sunnu- dag. Það væri of lítið sagt að hann hefði sungið sig inn í hjarta hennar eins og blöðin segja, — nei, hann hafði algerlega eignast hana með ham og fiðri. Ást hennar og hrifning varð ótt- anum við ,,hrófatildrið“ yfirsterkari. Hún yfir- gaf öryggi greinarinnar og skauzt að búrinu og þá gat hún kysst hann gegnum rimlana, ekki aðeins til að þakka honum fyrir sönginn, held- ur fyrir að hann var til,. að þau voru bæði til og það var vor. Hann söng nú hvert lagið eftir annað, fyrst klassisk lög um klassisk efni, feg- urð heimsins, sætleik ástarinnar kyrrð heimilis- lífsins, þarnæst dans og dægurlög um stundar- gleði, kátar fiskiflugur og feita ánamaðka ilm- andi fræ og dýsætt hunang. Alls þessa ætlaði hann að afla og gefa henni, ef hún vildi verða hans. Og hún vildi svo sannarlega verða hans. Hún var gersamlega búin að gleyma hinum efni- lega þrastaherra sem hafði verið búinn að tryggja sér lóð undir væntanlega hreiðurbyggingu í hlyninum við gangstíginn. Hún var alveg yfirunnin af frábærum söng þessa nýja vinar síns. List hans bar hærri hlut en góður efnahagur keppinautarins. Þrastaung- frúin tisti og kvakaði af ánægju og hoppaði og hringsnerist kringum búrið. Fanginn söng aftur af hjartans lyst og breiddi úr fegurstu fjöðrun- um og sveiflaði sér í gervivafningsviðnum. Þrátt fyrir rimlana tókst honum að gæða henni á grá- fíkju og nokkrum kornum af fuglafræi. Ó, hvað hann langaði út! En það var ekki hægt. Þetta ameríska búr var super-solid og vandað. Lítill fugl getur svo lítið innan veggja þessháttar búra. Hann getur bara sungið dálítið um það sem er fyrir utan. Fröken Valborg heyrði sönginn i búrinu. Kannski var það af því að þetta var fuglinn hennar og af því að hann söng nú í fyrsta skipti, að henni fannst söngurinn dásamlegur. Líklega ætlaði hann að fara að láta sér segjast og verða skikkanlegur fugl. Þá yrði hún laus við allt þetta umstang með háfinn og alla þá erfiðleika og allt það taugastríð sem þessari eign hennar 52 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.