Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 53

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 53
fylgdu. Nú færi hann að kunna við sig I búr- inu og hún þyrfti ekki að hlusta á eirðarlaust flökt hans í þykku náttmyrkrinu, þegar hann átti að vera sofnaður fyrir löngu. Hún gæti látið sér nægja gamla skammtinn af svefntöflum og myrkfælnin myndi þá hverfa líka. Nú yrði hann semsagt þægur og reglusamur fugl, sem veitti henni marga ánægjustund. Skeð gæti meira að segja að hann yrði svo þægur að verpa við litla, fallega plasteggið í gyllta hreiðr- inu og eignast pínulitla og sæta unga------- Það lá við að fröken Valborg roðnaði við þessa hugsun. Hún brosti feimnislega með sjálfri sér og forðaðist að hugsa lengra út I þetta. Hún einbeitti sér við hannyrðirnar. I>að yrði gaman að segja fröken Línu frá öllu þessu í kvöld. Fuglinn var veikur. Hann kúrði hreyfingarlaus í einu horni búrsins og sýndist svo lítill að það virtist alltof stórt fyrir hann. Hingað til hafði það alltaf virzt of lítið. Fröken Valborg sat ráðalaus með samanlagðar hendur og horfði á hann. Hún var búin að reyna allt. öll ráð — frá húsbóndanum og vinnukonunni, frá húsmóð- urinni og strákunum og félögunum á skrifstof- unni. Allt kom fyrir ekki. Fuglinum hrakaði með hverjum klukkutíma. Það var aðeins eitt ráð eftir, ráðið frá fröken Línu. Hún veigraði sér við því í lengstu lög, það var svo ógeðslegt og óhugnanlegt. Ögæfan hafði öll byrjað þennan eftirminnilega sunnudag þegar hún hafði lofað honum út, þó að hún vissi það ekki þá. Hún hafði látið búrið út á hverjum degi í góða veðrinu og eftir það var fugl- inn alveg niðurdreginn innivið. Vonir hennar um að hann bætti við ráð sitt við að fá að vera úti höfðu algerlega brugðizt. Fyrstu dagana hafði hann reyndar lifnað allur við, — hann tíndi fræið sitt með velþóknun og hoppaði meira að segja upp í róluna og skríkti glaðlega dálitla stund. En hann söng ekki nema úti. Þá var hann eins og annar fugl, ókunnugur fugl. Henni sýndist hann stækka allur og fríkka. En svo komst hún að leyndarmálinu. Hann var kominn í tygi við þennan ósvífna frekjufugl sem hélt sig í ribsberjarunnanum. Það voru einhver ótérlegheit á þeim fugli. Hún hafði svosem séð hvernig hann hagaði sér. Þessháttar þoldi fröken Valborg ekki. Þetta karlkyn! Þarna rak hann hausinn inn á milli rimlanna eins langt og hann komst, og svo breiddi hann út vængina og iðaði allur. Hann var dónalegur. Hún hafði haldið að fuglinn hennar í búrinu —• sem var áreiðanlega kvenfugl, það sagði fröken Lína — væri þó skikkanlegur á þessu sviði eins og allt kvenkyn af betra tagi, — en því var ekki að heilsa. Það var ekki annað að sjá en hún léti sér þessa ruddalegu áleitni vel lika, -— hún var jafnvel ekkert betri sjálf. Þvílíkt! Fröken Valborg gat ekki horft uppá þetta. Hún þreif búrið upp með vandlætingu, burt af angandi grasflötinni, inn úr glampandi sólskininu og syngjandi golunni og skellti því í dimmasta horn stofunnar. Hún var svo reið að hún sótti græna flosteppið og kastaði því hvatskeytlega yfir búrið. Þarna skaltu dúsa. Svo settist hún við sauma og reyndi að jafna sig. En henni varð lítið úr verki. Gegnum húð- þykkt flosteppið heyrði hún örvæntingarfullt, biðjandi tíst og eirðarlaust sltrjáf. Henni fannst fuglinn grátbæna sig um frelsið — lifið og vorið úti fyrir, að fá að vera hjá hinum fuglinum og syngja í allri dýrðinni úti. Nei, aldrei! Fröken Valborg rykkti í þráðinn og sleit. Ekkert svínarí! Ef hann gæti ekki verið skikkan- legur, yrði hann að vera inni. Tístið í búrinu þagnaði loksins. En skrjáfið hélt áfram. Litlu vængirnir strukust við rimlana, þessa mjóu en miskunnarlausu rimla sem lokuðu lífið, birtuna og frelsið úti. Hann hélt áfram að leita að smugu í hugstola skelfingu. Hvar var smugan, þessar ofurlitlu dyr, sem stundum opnuðust út í frelsið? Fröken Valborg stökk á fætur. Var hún að verða myrkfælin um hábjartan dag? Nei hann skyldi ekki út aftur og leika sama leikinn og síðast. Þá hafði hann verið svo dauflegur þegar hann var kominn inn að hún vorkenndi honum og opn- aði búrið svo hann gæti flögrað um í herberginu dálitla stund. Hann kúrði úti í horni með lokuð augu og hengdi vængina. Hann var vanur að þjóta út strax og hún opnaði. En nú hreyfði hann sig ekki. Hann opnaði aðeins augun við þruskið og lokaði þeim svo strax aftur. Kannski hélt hann að sig væri að dreyma. Kannski var hann búinn að gefa vonina um frelsi upp að fullu. Fröken Valborg rak í hann puttann. Þá loks tók hann viðbragð og sentist út. Fyrst var eins og hann kynni ekki að fljúga. En svo allt í einu flaug hann upp undir loft — og var horfinn. Fröken Valborg hafði verið svo utan við sig að opna dyrnar fram á ganginn. Til allrar guðsmildi hafði stóri strákurinn verið að rassvésast eitthvað á ganginum og verið snöggur að átta sig og viðbragðsfljótur. Hann Framhald á bls. 55. AUSTURSTRÆTI 2. hæi>: Vefnaðarvörur Fatnaður Herravðrur Skór Butterick-snið 1. hæö: Matvörur Hreinlætisvörur Kjötvörur Landbúnaðarafurðir Neösta hæö: Búsáhöld Heimilistæki Járnvörur Verkfæri / VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.