Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 55

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 55
Bridge — Framhald af bls. pt. Austur gaf. Allir á hættu. Sagn- irnar gengu eins á báðum borðum. Ef tir að austur hafði passað, þá ;opnaði suður á 4 S og var sú sögn þössuð hringinn. Vannst sú sögn auðveldlega. ; Eftir að austur hefur passað, þá jgefa spil suður allt of mikla slemmumöguleika til þess að ppna á hindrunarsögn eins og þessari, sem drepur allar slenimu- tilraunir í fæðingunni. Norður hefur ekki passað enn í spilinu og getur því vel átt opnun, en ef svo er, þá er möguleikar á slemmu mjög miklir. Hættan á því hins vegar, að A-V eigi eitthvað í spilinu eða geti fórnað, er frekar lítil, þar sem austur hefur passað og allir eru á hættu. Heppilegast er því að opna á 1S og biða átekta. Ef suður opnar á 1 S, mundi norður svara 2 T og þá segði suður 3 L, sem sýna, að hann á góða oþnun. Þaðan eru svo ýmsar leiðir, sem leiða mundu til tígulslemmu, en eins og sést á spilinu eru 6 T óhnekkjanlegir, hvert sem útspilið er. VBKAN tvítug — Framháld af bls. 5. Núverandi formaður, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi „Vikunnar" er Hilmar A. Kristjánsson. Ritstjóri er Jökull Jakobsson. Þetta er í fáum og óskýrum dráttum yfirlit um „Vikuna" á því tuttugu ára tímabili, sem liðið er. Vitanlega er margra ó- getið, sem unnið hafa blaðinu heilt á þessum aldarfimmtungi. Því miður er þess þó vart kost- ur að geta allra þeirra góðu manna og kvenna hér að þessu sinni. Skylt er þó að geta mikils og ötuls starfs Júlíusar Pálsson- ar, sem séð hefur um auglýs- ingar allt frá 1945. Þá vann Elín Pálmadóttir mikið og far- sælt starf fyrir blaðið. Síðast en ekki sízt eru Kristjáni A. Ágústssyni, verkstjóra í Stein- dórsprent, sem haft hefur yfir- umsjón með prentun blaðsins samfleytt frá upphafi, færð- ar hugheilar þakkir blaðsins. Steindórsprenti og starfsliði eru og færðar alúðarþakkir fyr- ir vel unnin störf. Einnig eru hinum ýmsu aðstoðarmönnum og konum við hin sundurleitu störf í þágu blaðsins færðar þakkir fyrir dygga þjónustu. Vart er hægt að segja, að starfssögu blaðsins séunein skil gerð að þessu sinni, en ef til vill verður henni gerð betrí grein á næsta merkisafmæli blaðsins. Unglingi og eiginlega nýgræð- ingi, eins og „Vikan" hefur á- vallt kappkostað að 'vera og mun reyna að verða áfram, tjóir þó ekki að binda sig um of við hugljúfar eða viðkvæmar bernskuminningar um liðná tíð. Hún þakkar vitanlega af alhug öllum, sem stuðlað hafa að reisn hennar og framgangij en hún setur traust sitt fyrst og fremst á framtíðina og æskuna, sem erfir landið. Á vegamótum — Framhald af bls. %%. annað barn, miklu fallegra og þægara, sem aldrei stælist niður á bryggju til þess að detta í sjóinn og deyja úr drukkn- un. Kannske hefði guð gert þetta til þess að öll önnur börn í nagrenninu yrðu hrædd við að stelast niður að sjó. Síðan fór hún með bænir. Mér leið vel með aftur augun og þenn- an þægilega klið í Ástu. Mér leið svo vel, að ég sofnaði. Löngu eftir þennan atburð fórum við að hætta að leika okkur á horninu, en héldum á kvöldin rakleitt upp í bæinn, þangað sem ævintýrin sköpuðust. Yngri börn voru tekin við horninu. Við áttum þar ekki lengur heima. Þú fórst á sjóinn og stóðst þig vel. Þú varst hraustur og karlmannlegur og heil- brigður. Eg fór í skóla, varð að hætta vegna veikinda og fara á hælið. Ég var þar í mörg ár, stundum í rúminu, stundum á fótum, kunni ekki að vera varkár, fór oft illa með mig, drakk og reykti og vakti, sló niður aftur og aftur og hafði í raun- inni litla von um bata. Einu sinni, þegar ég var í bænum, ný- staðinn upp úr legu, hitti ég þig. Þú áttir að vera kominn um borð í togarann klukk- an tólf á miðnætti. Okkur þótti gaman að hittast. Þú áttir nóga peninga og vín, ég ekkert. Þú bauðst mér að borða og dfekka með þér og ég þáði það með þökkum og við vorum saman um kvöld- ið og skemmtum okkur ágætlega. Ég fylgdi þér til skips og var þá orðinn mjög drukkinn. Við skildum með miklum kærleikum. Ég slangraði frá höfninni upp í mið- bæinn. Það var rigning. Ég var valtur á fótunum, óstyrkur fyrir og langaði til að fara heim og leggja mig. En ég átti nú hvergi heima nema á hælinu. Ég fór upp Hverfisgötu og beygði niður Smiðjustíg- inn. Ég ætlaði inn í mókofann hans pabba og leggja mig þar á poka í hlýjunni. Ég var mjög drukkinn og mjög þreytt- ur. Mér fannst þetta löng leið og ég var alltaf að reka mig á girðingar, port og hús. Nú var ég kominn að grjótgarðinum í horninu. Ég þreifaði eftir honum með vinstri hendinni, fann hann ekki, en vissi, að hann var þarna, og hinumegin var kof- inn. Ég gekk niður fyrir garðinn og upp með kofanum. Ég leitaði eftir hurðinni, fannst hún vera opin og fór inn og lagði mig, með höfuðið upp að grjótveggnum. Ég sofnaði strax. Það var svo hlýtt þarna. Svo vaknaði ég aftur og mér var óskap- lega kalt og ég sneri mér á hina hliðina og hnipraði mig saman. En þá kom það: Blóðspýtingur, mikill, aftur og aftur, þangað til ég var orðinn alveg örmagna og lagðist útaf og sofnaði, eins og í gamla daga, að öðru leyti en því, að ég vaknaði ekki aftur. Ég fannst svo morguninn eftir í blóði mínu, dáinn — á bersvæði, því að þarna var enginn garður lengur, enginn mókofi, hann var fyrir löngu rifinn, ekkert nema gatnamót. —...... Mér finnst þetta vera saga. Hvað segir þú um það? Vor fyrir utan — Framhald af bls. 53. greip fuglinn við opinn gluggann rétt þegar hann var að smjúga út, og rétti hann sigri hrós- andi upp að nefinu á fröken Valborgu. Fuglinn brauzt um, en strákurinn hélt fast. Það gerði ekkert til. Þetta voru launin fyrir að ætla að sýna honum umburðarlyndi. Fröken Val- borg lokaði búrinu harkalega og slengdi flos- teppihu yfir. Þvílík þrjózka! Eftir þetta varð hann fyrst alvarlega veikur. Hann leit ekki við sælgætinu sem hún lét inn til hans, en hnipraði sig saman I horninu og hengdi höfuðið og vængina. Augun voru alltaf lokuð. Hann varð úfinn og rytjulegur. Fröken Valborgu rann til rifja að sjá hann dragast svona upp. Hvað átti hún að gera? Hún hafði reynt allt. Einn sólskinsdaginn hafði hún vopnazt lang- skefta f jaðrakústinum, sem hún hafði til að dusta rykið af myndarömmunum og postulinsdótinu, og hélt út í garð. Hún ætlaði að reka dónalega frekjufuglinn burt úr garðinum svo að fuglinum hennar væri óhætt fyrir þeirri freistingu. þá gæti hann verið á grasflötinni fyrir dónaskap og áleitni. Hún gerði harða atlögu að ribsberjarunnanum þar sem frekjufuglinn hélt sig, veifaði kústinum argaði og sigafii. Þar flaug upp heill hópur af litlum, brúnum, hræddum fuglum. Þeir voru allir eins. Það var ekki hægt að þekkja frekjufuglinn úr nema stundum. Fröken Valborgu fannst leiðinlegt að þurfa að fæla þá 'alla, en það var ekki um annað að gera. Hinn saklausi verður stundum að líða fyrir hinn seka. En þetta erfiði varð árangurslaust. Fuglarnir komu aftur jafnharðan og hurfu í limið. Hún horfði á einn þeirra sækja stóran og feitan ána- maðk í moldarbeð rétt við tærnar a sér. Annar kom litlu síðar i sömu erindagerðum. Fröken Valborg fylltist viðbjóði. Henni féllust hendur. Hún axlaði fjaðrakústinn og sneri inn. Þetta var vonlaust verk. Fuglarnir áttu þarna heima, — þeir áttu hreiður í trjánum og unga í hreiðrunum. Þeir mundu alltaf koma aftur. Þeir mundu koma aftur þó að hún stæði þarna alla nóttina, argandi og sigandi. Þvílíkur viðbjóður! Þvílikt eðli! Já, þvílikt mæðustríð. — Fröken Valborgu lá við gráti. Henni þótti vænt um fuglinn þrátt fyrir breyzkleika hans og vankanta. Henni þótti svo miklu vænna um hann siðan hann varð svona veikur. Hún hafði vonað og beðið að hann yrði skikkanlegur og siðsamur fug'. v.-g henni til gleði og ánægju, eins og allir almennilegir fuglar eru eigendinn sínum. Eins og fuglarnir hennai1 fröken Línu. Það vom vel uppaldir fuglar. Ekki þar fyrir, hún nafði reynt að ala þénnan fugl upp, þó að það hefði hingað til engan ár- angur borið. Þvi harui var þrjóskurj vaiidaeitinn og duttlungafullur, vildi aldrei syngja inni- og hafði meira að segja sýnt sig dónalegan á al- mannafæri. Það gerði eðlið. r->etta íslenzka þrjózkueðli. Aldrei höguðu útlendir fuglar sér svona. Kannski gat hann ekki að þessu gert. Ög hún var reiðu- búin til að fyrirgefa honum, allt þetta ef hann bara léti sér batna. Ef hann bara lifði, þá ,var von. Hvað sagði ekki presturinn á sunhijdaginn: — Meðan maður lifir er alltaf von um aftur- hvarf. Það voru hans óbreyttu orð. i Ef hann bara lifði------- En nú var hún búin að reyna allt — allt. Nema ráðið frá fröken Línu. Að hún fröken Lina skyldi geta sag^ svona. — Reyndu að gefa honum ánamaðka, háfði hún sagt. ' Anamaðka — þvílíkur viðbjóður! Hugsa sér að Htill penn og sætur fugl skyldi geta komið þessum óþverra niður! En þetta gerðu nú villtu þrestirnir. Það hafði hún sjálf séð. Henni hafði alltaf boðið alveg ein- staklega við ánamöðkum. Þetta voru svo ógeðs- leg kvikindi. En nú þýddi ekki að brjóta heilann um það. Ánamaðka varð hún að ná í, það var Framhald á bls. 57. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.