Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 57

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 57
VOR FYRIR UTAN Framhald af bls. 55. síðasta ráðið. — Bara að strákarnir hefðu verið heima. En þeir voru uppi í sumarbústað með foreldrum sínum. Hún gat engan beðið. Hún varð að fara sjálf. Svo tók hún gamla konfektöskju sem hingað til hafði verið'töludós, tæmdi hana og hélt út í skúr. Þar fann hún vinnuvettlinga, reyndar nokkrum númerum of stóra, og setti þá upp. Siðan tók hún stóra stunguskóflu, dró hana á eftir sér út í garðinn og fór að grafa. Henni fannst konfektaskjan iða í höndunum á sér þegar hún kom inn. Það var hreint ekki að furða. 1 henni voru fimm stórir og ógeðslegir ánamaðkar, —- eða öllu heldur tíu. Hún hafði ekki getað hugsað til að láta þá lifandi inn í búrið, — þetta hreina fína búr og sjá þá iða þar molduga og slímuga skríðandi í allar áttir. Svo hún hafði miðað vandlega á þá miðja með skóflunni, lokað síðan augunum og murkað þá ógrunsamlega í sundur. öðruhvoru megin nlaut þó hausinn að vera. Hún var búin að sarga þá alla í tvennt þegar hið gagnstæða kom í ljós: hausarnir voru annaðhvort í báðum endum á sama maðki, eða hann hafði bara alls engan haus. Því hvor partur um sig iðaði og spriklaði sem óður væri og svo skriðu þeir á miklum hraða hvor í sína áttina. Hún hafði reynt að traðka þá til bana, en það hafði einungis þau áhrif að þeir lifnuðu um allan helming. Þessi kvikindi gátu líklega ekki drepi'st. — Hún safnaði öllum þeim kjarki sem hún átti til og tíndi þá upp I öskjuna með brotnum gaffli. Henni fannst askjan iða eins og hún væri lif- andi og hún lagði hana frá sér með hryllingi. Henni varð flökurt. Hún fór fram og kastaði upp. Allt varð þetta til einskis. Hún hafði látið öskjuna opna inn I búrið og þvegið sér svo rækilega. Síðan settist hún niður og beið. Það var ekkert lát á lífsfjöri ánamaðka- bútanna. Bara að þeir kæmust nú ekki upp úr óskjunni. Fuglinn kúrði kyrr á sinum stað. Hann var með augun lokuð og bærði ekki á sér. Fröken Valborg beið enn stundarkorn. Svo missti hún þolinmæðina. Hún opnaði búrið og potaði í fugl- inn. Hann kipptist ofurlítið við og reyndi að baða út vængjunum. Hann gat enn orðið hrædd- ur. Augun urðu eins og tvær svartar kúlur og skelfingin lýsti úr þeim. Litla nefið opnaðist og hann gaf frá sér ofurlítið hljóð. Það var líkast tærum tóni í kristalsglasi, sem er snögglega kæfð- ur með hendinni. Svo valt hann á hliðjna. Hann reyndi einu sinni að lyfta vængnum sem efri var. Svo lá hann kyrr. Fröken Valborg rak upp smávein og tók upp litla líkið. Hún fann ekki lengur snöggan ótta- sleginn hjartsláttinn í lófa sínum. Fuglinn hennar var dáinn. Hún lagði hann frá sér á kommóð- una eftir að hafa hugsað sig dálítið um. Jú, það var óhætt að sleppa honum núna. Hann gæti aldrei framar flogið henni til ógagns. Litli líkam- inn reyndi ekki að brjótast um framar, fæturn- ir voru máttlausir, vængirnir héngu. Jú, það var alveg óhætt að sleppa honum þó að dyrnar væru opnar. Fröken Valborg seig niður í stólinn og tók hendinni til hjartans af gömlum vana. En það voru einhver ný óþægindi fyrir brjóstinu á henni. Hún hafði aldrei fundið neitt þessu líkt fyrr. Það var allt annars eðlis en þetta vanalega. Hún sá fyrir sér opnu holuna úti í garðinum litla, svarta holu. Hún stakk svo óhugnanlega í stúf við grænt grasið I kring, hún var svo sorgleg við hliðina á glóandi blómunum, svo þungbúin og þögul undir trjánum sem bærðust I golunni og titruðu af kátum fuglasöng. Þessi hola var svo ógnandi grimmdarleg og gráðug þó hún væri ekki stór. 1 henni bjuggu maðkarnir sem getur um I jarðarfararsálmum. Hún hafði I dag kynnst þessum möðkum. Ormur þeirra deyr ekki — hver sagði nú það? Ekki fröken Lína. Einhver annar hafði sagt það. 1 trjánum bjuggu aðrir. Þar bjuggu fuglarnir sem alltaf komu aftur, því þeir áttu þar ungana í. hreiðrunum. ÖU litlu fátæklegu hreiðrin, öll dökku augun sem horfðu út I grænt laufið og upp I bláan himininn. Hún fann þessi augu horfa á sig úr öllum áttum. Dáni fuglinn horfði á hana. Augu hans voru augu allra hinna fuglanna, — augu ung- anna, augu frekjufuglsins I ribsberjarunnanum — augu lífsins, þó að þau væru nú dáin og gætu ekkert séð. Þessi augu höfðu verið til þess að horfa út í veröldina og sjá allar hennar dásemdir, sjá fyrir ástina, vorið og lífið, en ekki til að vera blinduð undir rykugu teppi I hégómlegu amerísku búri, lukt órjúfandl múrum vonlauss myrkurs. Fröken Valborg horfði á fuglinn. Það var eins og hún sæi hann nú lifandi I fyrsta skipti þó að hann væri farinn að stirðna. Þetta var ekki fuglinn hennar. Hún átti ekkert I honum, hafði engan rétt til að hann syngi fyrir hana, engan rétt til neins af honum. Það var lífið sem átti hann, líf hans sjálfs átti ást hans og gleði og söng. Vorið fyrir utan átti hann. Og nú var hann dáinn. Fröken Valborg grét. Þá fann hún allt I einu hvað það var, þetta ó- þægilega ókunna í brjóstinu á henni, sem hún hafði aldrei vitað að væri þar. Það var hola eins og sú í garðinum, dimm hola full af slímugum ánamöðkum, djúp og þögul og grimm og gráðug. Þetta var gröf til að grafa í dána smáfugla, sem hafa dáið í búri og syngja aldrei meir. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Simnefni: Timbur. — Sími: 1538. Geislagötu 12, Akureyri. Flytur inn og selur allskonar byggingarefni, gler, veggfóður, málningu, smíðaverk- færi o. m. fl. Glerslípun: bifreiðarúður, borðplötur, hurðir o. m. fl. Bókaverzlun Jóhanns Valdemarssonar AKUREYRI SlMI 1334. — PÓSTHÓLF 43. Allar fáanlegar íslenzkar bækur, blöð og tímarit. Allskonar skólavörur, skrif stoíuvöi- ur, ritföng, pappírsvörur, Ieður- vörur og leikföng. Áherzla lögð á greið viðskipii. VELSMIÐJAN ODDI H.F. Símar: 1189, 1971 Símnefni: Oddi, — Pósthólf 121. Strandgötu 49. Akureyri. VÉLAVIÐGERBIR VÉLSMÍÐI PLÖTUSMlÐI RAFSUÐA LOGSUÐA RENNISMlÐI VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.