Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 2
HANSA bókahillan VIKAlll Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Jökull JakobsHon (4bm.) Blaðamenn: Karl ísfeld, Hrafn P&lsson, Bragt Kristjónsson. Auglýsingastjóri: Asbjörn Magnússon. Framkvæmdastjóri: Hílmar A. Krlstj&nsson. Verð i lausasölu lcr. 10,00. Áskriftarverð l Reykjavík kr. 9,00. —• Áskríftarverð utan Reykjavíkur kr. 218,00 fyrir h&lft árið. Greiðist fyrirfram. Ritstjóm og auglýsingar: Tjamargata 4. Síiui 15004» pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadrcifing h.f., Miklubraul 15. Sínii 15017. Prentað i Steindörsprenti. Kápuprentun i Prentsmiðju Jóns Helgasonar.' Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. POSTURINN Kæra Vika. Ég er hrifin af strák, sem ég þekki svolítið. Það er nú reyndar mér að kenna að ég þekki hann svona lítið, því að ég talaði alltaf við hann um allt milli himins og jarðar. En svo eftir að ég varð hrifin af honum, heilsa ég honum varla. Af ein- hverri kjánalegri feimi, sem kemur allt í einu yfir mig, þegar ég hitti hann. Eg er ekkert feim- in við aðra stráka. Hvað á ég að gera, Vika mín, til þess að hann verði hrifinn af mér? Eg held að hann hann sé það ekki, því hann er svo ósköp þurrlegur, þegar hann heilsar. Þú verður að svara mér, Vika mín. Því heima er ég alltaf svo utan við mig að það er farið að nefna það við mig. Og í skólanum veit ég hvorki upp né niður þótt ég læri heima, vaki hálfar og heilar nætur, bara af því ég er alltaf að hugsa um hann. Með þakklæti fyrir svarið. Ástfangin skólastelpa Svar: Einhverju sinni sagöi reyndur maður, aö þetta, sem þu þjáist af, vœri eins konar bama- sjúkdómur, eins og t. d. mislingar, sem enginn sleppur við. Sem betur fer batnar þetta þó alltaf af sjálfu sér og þó að batinn sé ekki alltaf á þann veg, sem á vœri kosið, þá getur það þó orðið til varnaðar í framtíðinni. I þessum málum er ekki hœgt að gcfa nein ákveðin ráð. Þú verður að gœta þcss að láta tilfinningamar eklci stjórna þér of mikið og þá fer allt vel. Til Vikunnar: Fg hef verið gift manninum mínum í fimm ár og öll þessi ár hefur hann reynst mér trúr og tryggur eiginmaður, samkomulagið hefur verið upp á það bezta og hef ekki undan neinu að kvarta. Að vísu átti hann það til að drekka nokk- uð úr hófi einkum framan af hjónabandinu en það kom aldrei að sök og nú siðustu árin var hann farinn að minka það mikið. Við áttum tvö börn, dreng og stúlku, en dreng- inn misstum við 4 ára gamlan. Stúlkan er 3 ára. Maðui'inn tók sonarmissinn mjög nærri sér og var varla með sjálfum sér langan tima á eftir en náði sér eftir að við fórum í nokkurra vikna ferðalag 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.