Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 5
SANNARLEGA er ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur, með því að hefja „Aldarspegil" á fáeinum sundurlaus- um orðum um Dr. Alexander Jóh- annesson, prófessor. Maðurinn hefur nefnilega verið við svo ótal margt riðinn um dagana, að sannast sagna verða engum einum meginþætti í ævistarfi hans gerð nein skil á hálfu blaði. Fæddur er Alexander 15. júlí 1888 á Gili i Borgarsveit í Skagafjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes sýslumaður Ólafsson á Sauðárkróki og kona hans Margrét Guðmunds- dóttir prests í Arnarbæli Einarssonar Johnsens. Verður ætt hans ekki rak- in hér, enda stendur maðurinn fylli- lega undir sér sjálfur. Eiginlega er ferill próf. Alexanders dálítið skemmtilega sérkennilegur á margan hátt. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn yrkir hann viðkvæm ástaljóð: ALSÆLA 1 hallanum ligg ég og horfi út í geyminn, á himinblámann og fugla-sveiminn; á trjánum kringum mig blöðin bœrast og blessuð sólin, hún Ijómar skœrast; og blómin anga í brekkunni fríðri og börnin sér leika á flötinni víðri; — á alsælu vantar ei annað en pig, ástin mín, — til að kyssa mig. Ástin kom þó ekki til hans fyr en hann var orðinn 45 ára að aldri. Hann situr heldur ekki öllum stundum yfir skræðum sínum, fremur en sönnum Hafnarstúdentum sómdi. Ekki leggur hann heldur leið sína á knæpurnar, þar sem svo mörgum ís- lenzkum efnismanninum hafði orðið fótaskortur. Alexander fékkst við ljóðaþýðingar og skáldskap í frí- stundum og hafa bókmenntir vorar notið mikils góðs af því. Áuk þess iðkaði hann sund og þótti á yngri árum góður sundmaður. Eftir eðli- legan tíma lýkur hann meistaraprófi í germanskri málfræði. Á þessum ár- um hefðu flestir látið sér nægja slíkan námsframa. En hugur Alex- anders stefndi hærra. Hann lét sér ekki nægja að dorga uppi við land- steina, heldur hélt hann á dýpri og torsóttari mið, sem jafnframt gátu gefið meira í aðra hönd af þeim gæðum, sem hugur hins unga menntamanns stóð til: Alhliða hag- nýt þekking á sem flestum svið- um germanskrar tungu og menning- ar. Hann dvelur síðan tvö ár í hinum fræga háskólabæ og menntasetri, Halle, og ritar á þeim tíma bók, sem hann hlaut doktorsnafnbót fyrir. Kemur þar enn fram einn þáttur í hinum fjölgáfaða vísindamanni, þar sem hann velur sér að viðf angsefni eitt frábærasta verk Schillers „Die Jung- frau von Orleans". Er engum vafa undirorpið, að vegsemd hans hefur mjög vaxið við þann vanda og opnað honum sýn inn i heima, sem urðu honum síðar á lífsleiðinni kærkomið viðfangsefni. Síðar íslenzkaði hann „Meyna frá Orleans“ og mun menn ekki greina á um ágæti þýðingarinn- ar. Vafalaust hefði nú nýbakaður doktor í þýzkri fagurfræði og að auki meistari i germanskri málfræði átt einhvers annars úrkosta en hverfa norður um höfin og setjast að á lítt byggilegri klettaeyju nyrst við heimskautsbaug, þar sem auk þess voru léleg skilyrði til áframhaldandi fræðiiðkana, nema með því að taka að sér argsamt kennslustarf. Samt heldur hann heim og hefur siðan helgað íslenzkum fræðum og sérstak- staklega málvísindum krafta sína, nema eitt misseri, sem hann dvaldi i Utrecht í Hollandi og hélt þar fyrir- lestra. Háskólinn bjó þá við hinn versta aðbúnað og skorti flest sem á varð kosið nema góða starfskrafta. Fyrst i stað hóf Alexander einkakennslu við Háskólann og kenndi jafnframt við aðra skóla. Einnig vann hann að viðamiklum vísindaritum. Samdi hann á þessum árum bækur, sem engir þeirra, sem fást við hið van- þakkláta starf, sem íslenzk fræði virðast vera hér á landi, getur án verið. Eru það undirstöðurit í is- lenzkri og norrænni málfræði. En maðurinn var ekki einhamur í elju sinni og áhuga. Hann tók á þessum árum nokkurn þátt í togaraútgerð. En brátt leitaði hugur hans hærra og tekur hann þá að berjast af alefli fyrir því að teknar yrðu upp flug- samgöngur á Islandi. Hann sá þegar í hendi sér þá miklu möguleika, sem fyrii- hendi voru og hið ágæta gagn, sem landsbúar gætu haft af. Hann ritar meira að segja um þetta sérstaka bók auk greina í blöð og tímarit. Þá gerist hann frumkvöð- ull að stofnun Flugfélags Islands og var fyrsti framkvæmdastjóri þess. Mun enginn einn maður hafa barizt ötullegar fyrir auknum flugsam- göngum á bernskuskeiði þeirra hér á landi. 1925 er Alexander skipaður dósent við Háskólann og 1930 próféssor í málfræði. Húsnæðismál Háskólans voru í hin- um argasta ólestri. Varð hann að kúldrast í lítt hæfu leiguhúsnæði um langt árabil og jók það sizt vöxt hans eða viðgang. Einnig þar kemur próf. Alexander drjúgt við sögu. Þegar hann gegndi rektorsembætti 1932—35, hófst hann handa af mik- illi röggsemi. Hann kom af stað happ- drætti Háskólans, sem hefur orðið ein hin mesta lyftistöng andlegs lífs á Islandi; gekkst fyrir fjársöfnun til að bvggia stúdentagarð og 1934 er Gamli stúdentagarðurinn tekinn i notkun. Atvinnudeildin tók til starfa 1937 og 1940 er sjálf háskólabygg- ingin vígð með viðhöfn, og gegndi dr. Alexander þá rektorstörfum aftur. Nýi Garður er tekinn í notkun 1943 og íþróttahúsið 1948. Próf. Alexander lét einhverntima svo um mælt, að sér fyndist hann hreint ekki eiga afmæli, nema þá að- eins, þegar ný bygging á vegum Há- skólans væri vígð eða hann gæfi út bók. Ef telja ætti ár hans jafnmörg bökum hans og ritlingum, auk greina í innlendum tímaritum og mýmörgum vísindagreinum í er- lendum fræðiritum og þar við bætt- ist að auki allar húsbyggingar, sem hann hefur átt þátt að í þágu Háskólans og annarra þarfra málefna, yrðu þau ótrúlega mörg. Til dæmis eru í Landsbókasafni um 50 verk á skrá og vita þó- allir, sem til vilja þekkja, hvernig högum er háttað í húsinu því. Þar eru auðvitað heldur ekki taldar tímaritsgreinar, livorki innlendar né erlendar. Hin seinni ár allt frá 1930 hefur próf. Alexander unnið að hinni miklu upprunaorðabók sinni, sem nú er fullprentuð. Er hún einstætt afrek á sviði málvísinda, unnin af frábærri elju og fágætri þekkingu. Hefur hún þótt hið mesta þarfaþing og mikið verið um hana ritað, þó minnst hér- lendis. Ennfemur hefur hann unnið að rannsóknum á því, hvernig frummað- urinn lærði að tala. Hefur hann ritað um það efni margar og merkar bæk- ur, sem þykja hinar greinarbeztu fyr- ir þá, sem getu hafa til að dæma um þær. Athyglisvert er, að enskur vís- indamaður, lífeðlisfræðingurinn Richard Pidget hefur komizt að sömu niðurstöðum og próf. Alexand- er með líffræðilegum rannsóknum. Próf. Alexander gekk 1934 að eiga Hebu Geirsdóttur vígslubiskups Sæmundssonar frá Akureyri. Skipta má störfum próf. Alexand- ers í þágu Háskóla Islands nokkurn veginn í þrjá staði, sem þó ber alla að sama brunni: Ritstörf, kennslu og baráttu fyrir bættum húsakosti stofnunarinnar. Er vandséð, hver þessara þriggja hefur reynzt heillavænlegastur, en saman eru þeir eitt þyngsta pund, sem einn maður hefur á vogarskálar hinnar ungu menntastofnunar, Há- skóla tslands. Próf. Alexander hefur alla ævi látið hvers kyns menningu og þjóð- þrif mjög til sín taka. Hann hefur að vjsu aldrei flækt sig í þéttriðinni hringnót stjórnmála og dægurflugna, en ávallt tekið til máls, þegar hon- um hefur þurfa þótt og þá ávallt farið geyst. Greinar hans margar eru bráð- skemmtilegar’. Honum er lagið að rita' lævislega um fegurð kvenna. Gera glögga grein fyrir Menningar- sambandi Frakka og Islendinga og margt fleira. Þá hefur hann birt ljóða og leikritaþýðingar og nokkur frumort kvæði. Af öðrum störfum, sem til heilla hafa horft má nefna að á sinum tíma beitti hann sér fyrir síldarleit úr lofti, var formaður há- tíðarnefndarinnar við stofnun lýð- veldis 1944. Formaður kirkjubygg- ingar Neskirkju. Hefur beitt sér fyrir stofnun félagsskapar, sem stefnir að nánara samstarfi Atlantshafsþjóð- anna. Auk þessa á hann sæti í stjórn Hins íslenzka Bókmenntafélags og hefur unnið þvi mætavel. Ennfremur átti hann hlut að stofnun félagsins Germania og er auk þess í Vísinda- félagi Islendinga og fjölmörgum er- lendum vísindafélögum. Alexander Jóhannesson er mikill að vallarsýn og hinn fyrirmannlegasti í allri framkomu. Hann er hrókur alls mannfagnaðar, en er þó enginn gleðimaður heldur hófs. Einhvern- tíma sagði vitur maður, að honum hefði tekizt að koma öllum loftköst- ulum sinum niður á jörðina og grunn- múra þá í stein. Sennilega er þetta eitt bezta sannmæli, sem mælt hefur verið um Alexander Jóhannesson. Þegar litið er um öxl og ævistarf mannsins er metið og vegið, störf hans í þágu íslenzkrar menningar og sér í lagi málvisinda, reynast þau svo þung á metunum, að ótrúlegt má teljast. Þótt nafn próf. Alexanders Jó- hannesonar sé ekki grafið í gullroðin ský hjá grænlenzkum núnatökkum, mun starf hans og einlæg viðleitni í þágu íslenzkra fræða ávallt í heiðri höfð. ) i ALDARSPEGLI ~| Dr. ALEXANDER JÚHANNESSON VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.