Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 8
Pollí hneig niður í einn garðstólinn. — Ég held það sé að líða yfir mig. — Þú getur ekki látið líða yfir þig. Það eru allir of uppteknir til að hugsa um þig. Þegar brunaliðið kom var búið að ráða niður- lögum eldsins. — Farðu í rúmið, sagði Stella við Jenní. — Það er bezt þú gefir henni eitthvað volgt að drekka fyrst, sagði Lady Wadebridge. — Susan fer og eldar súpu í eldhúsinu. Okkur er öllum hálfkalt. Elsku Reginald, sagði hún við manninn sinn, sem birtist ásamt brunaliðsstjóranum í dyr- unum, þú hefur ekki gott af þessu. Hann brosti til* hennar. — Mér líður. ágætlega. Ég ætla bara að gefa drengjunum eitthvað að drekka. — Þú hefðir sjálfur gott af einum sterkum. Er nú allt í lagi? — Já, herra, sagði brunaliðsstjórinn. Þeir urðu nú að sprauta dálítið á timburvegginn, er ég hræddur um, en það var bráðnauðsynlegt. — Auðvitað. Ég er bara feginn að það var ekki alvarlegra. Símon kom til þeirra. — Ég verð að segja, að þjónarnir stóðu sig vel. Aldrei hef ég séð Bladgen eins fljótan. — Sástu, að Pollí gekk? sagði Pam. —■ Ég held nú það. Hvar er hún núna? — Hún situr inni í bókaherberginu og borðar heita súpu og kallar á stafinn sinn. Pam lagði höndina á handlegg bróður síns. — Láttu hana ekki fá hann, Símon. Það er mjög áríðandi. Ef þú lætur hana fá hann, sleppir hún honum ekki. Ég sver það, að hún getur vel komist af án hans. Símon fór inn í bókaherbergið, Pollí lá aftur á bak í hægindastól og drakk sódavatn. Hann beygði sig yfir hana.. Þú stóðst þig vel. — Við hvað áttu? — Þegar þú hljópst niður stgiann. — Ég efast um, að ég geti gert það aftur. Nan hélt niðri í sér andanum. Hún skildi líka að þetta var örlagastund fyrir Pollí. — Jú, það er ég viss um að þú getur, sagði Símon. — Á ég að segja ykkur hvað þetta er, sagði. Stella. — Ég hef heyrt um svona nokkuð áður. Sjokk geta gert kraftaverk. Pollí muldraði lágt, að kannske væri það, sem gerzt hefði. Hún hefði fengið hroðalegt sjokk. — Sagði ekki læknirinn, að kraftaverk gæti gerst, sagði Símon glaður í bragði. — Elsku Pollí, þú ættir að vera glöð yfir því að það kviknaði í. Pollí hnussaði. — Það var hræðilegt. Þetta hroðalega snark og reykjarlyktin. — Jæja, þetta er búið, sagði Stella glaðlega. — Ég hefði getað brunnið lifandi, kveinaði Pollí. Pam lagði frá sér súpudiskinn og leit illilega á Polli. Hún var ekki búin að fyrirgefa henni það, sem hún sagði daginn áður, þótt hún væri fús að viðurkenna, að hún ætti líka sökina. — Ég mundi segja, að þú værir dálítið niður- dregin af stúlku, sem hefur búist við því þrjá mánuði að vera máttlaus alla æfi. Símon leit aðvarandi á systur sína. — Vertu ekki svona tiUitlaus, Pam. Pollí er þreytt og ofreynd. Nú fór Jenní allt í einu að gráta. Stella faðm- aði hana að sér. — Hvað er að, elskan? Þetta er búið. — Jólatréð mitt er brunnið, snökkti Jenní. — Við kaupum annað tré, sagði Símon. Hann leit í kringum sig á hin. — Haldið þið ekki, að það sé bezt að þið farið að hátta? sagði hann við stúlkurnar. — Ég ætla bara að vita hvort mennirnir eru búnír að fá sér að drekka og svo fer ég i rúmið sjálfur. — Ég get ekki farið aftur upp í þetta her- bergi, mótmælti Pollj. — Ég fer bara að hugsa um, að kannske kvikni í aftur. — Það er óhugsandi, en ég get búið um þig ann- ars staðar, sagði Nan. — Viltu 'gera það, Nan, sagði Símon. — Hún er svo taugaóstyrk. Hann leit á Pollí. — Komdu nú. Allir fylgdu henni með augunum. Hún reis á fætur óstudd og Símon bað heitar en nokkru sinni fyrr. Stella hafði haft á réttu að standa, það vissi hann. Sjokk geta gert kraftaverk. Blind- ir gátu fengið sýn, daufdumbir heyrt, lamaðir. . . — Ég get það ekki. — Jú, þú getur það víst. Hún leit andartak hugsi á hann. Síðan gekk hún hægt að dyrunum og án þess að líta við fór hún út úr herberginu. XIII. KAFLI. Fréttin um það, að Pollí gæti gengið fór eins og eldur í sinu um þorpið. Drew frétti það líka og honum varð um og ó. Hvaða áhrif mundi þetta hafa á hans eigið líf? Á líf Nan og Símonar? Mundi Símon framvegis finnast hann vera skyld- ugur til að kvænast Pollí? Og ef honum ekki fyndist það, hvað mundi hann þá sjálfur gera? Ef hann væri hygginn mundi hann kvænast Nan eins fljótt og mögulegt væri. Hann gekk að simanum og hringdi til High- land Hall. Bladgen svaaði. Drew óskaði honum gleðilegra jóla og sagðist vona, að sjúklingnum hefði ekki versnað við brunann. — Nei, herra. Allir hafa það gott. Pollí er farin að ganga aftur. — Ég hef heyrt það. Hvernig líður Sir Regin- ald. — Ekki sem verst, herra. En hann neitar að vera í rúminu í dag. — Ágætis hugmynd. Get ég fengið að tala við fröken Smith. — Augnablik, ég skal sækja hana. Nan kom undir eins. Dew létti, þegar hann heyrði að hún var blíð og glöð eftir þessa at- burðaríku nótt. — Ég er með gjöf handa þér elskan, sagði hún. — Þú færð hana, þegar þú kemur hingað. — Ég hef líka gjöf handa þér. Heldurðu ann- ars, að frú Waderbridge vilji, að ég komi í mat? Segðu mér ekki, að þið ætlið að borða kalkún og búðing á eftir eins og ekkert hefði í skorist? — Auðvitað gerum við það. Jenní á von á því. Það er ekki hægt að svikja barnið um það. Og það er allt óbreytt, nema hvað við getum ekki verið í dagstofunni. — Það er indælt! Er það satt, sem ég var að heyra um Ppllí? — Áreiðanlega. Er það ekki dásamlegt? Það hlýtur að vera sjokkið, sem hún fékk. Það er ekkert annað, sem getur skýrt þessa snöggu breytingu. — Hún hlýtur að vera ofsakát. — Það er hún áreiðanlega. Ég hef ekki séð hana í morgun. Nú verð ég að fara, elskan. Það er svo margt, sem ég þarf að gera. Drew lagði á og fór til morgunverðar. Á leið- inni til matsalarins mætti hann Kirkland lækni, sem hann þekkti. Þeir buðu hvor öðrum gleðileg jól. — Þér eruð snemma á fótum í dag, sagði Drew. — Láta sjúklingarnir yður ekki einu sinni í friði á sjálfan jóladag — Svo sannarlega ekki. Starkey gamli sendi eftir mér. Hann er með magasár. — Fyrst við minnumst á sjúklinga, sagði Drew. — Hafið þér heyrt um Pollí Teesdale? — Nei, hvað hefur komið fyrir? — Það kom upp eldur i húsinu í nótt. Ekkert alvarlegt, en nóg til að allir fengu hræðilegt sjokk. Pollí gleymdi alveg stafnum því hún var að bjarga lífi sínu. Drew leit athugandi á lækninn. Hvað segið þér um það, læknir? Fjöl- skyldan heldur, að það hafi verið sjokkið, sem gerði það. Læknirinn hló. Nei, svo sannarlega ekki. Stúlkunni batnaði með hverri vikunni, sem leið. — Hvað segið þér? — Segið ekki, að ég hafi sagt yður þetta. Ég ætti ekki að vera að blaðra um svona leyndarmál. En fyrst það er ekki lengur neitt leyndarmál ... — En hvers vegna í ósköpunum sagði hún eng- um frá þessu? — Hún hefur líklega viljað koma unnusta sín- um á óvart, geri ég ráð fyrir. Hún bað mig að minnsta kosti um að segja engum frá því. Drew hugsaði um þetta yfir matnum. Daginn áður hafði Pollí sagt að Kirkland læknir hefði sagt henni, að það væri engin von um bata. Hún var sá samviskulausasti lygari, sem hann hafði heyrt um. Allt í einu varð honum það ljóst. Hún var hrædd um, að Símon mundi ekki vilja kvæn- ast henni ef hann kæmist að því að ekkert væri að henni. Hann fann bræðina sjóða í sér. Pollí fékk alltaf það, sem hún vildi. Og á kostnað Nan. Allt mundi verða öðru vísi ef Símon kæmist að sannleikanum um stúlkuna, sem hann ætlaði að kvænast. Það mundi hafa sín áhrif á hann hugsaði Drew. Hann lauk ekki við morgunverðinn sinn. Hann hitti Nan fyrir utan, þegar hann ók upp eftir klukkan hálf eitt. Hann tók hana þétt i fang sér og kyssti hana. Þau voru ein í gang- inum. Hann fór í vasa sinn. — Hérna er gjöfin tii þín, elskan. Það voru gamlir eyrnahringir. Þeir voru falleg- ir og hann vissi að hún vildi heldur gamla skraut- muni. Hann hafði haft mikið fyrir að finna þá. Hún rétti honum veskið, sem hún hafði keypt handa honum. — Fyrstu jólagjafirnar okkar hvort til annars, sagði hún og brosti. — Þær fyrstu af ótalmörgum, sem betur fer. Jenní kom hlaupandi niður stigann. — Það kviknaði í hérna í nótt, hrópaði hún æst. — Jólatréð mitt brann, en Simon frændi ætlar að gefa mér annað. Og Polli getur gengið. Er það ekki dásamlegt. Ég heyrði ömmu segja við afa, að hún vonaði nú að Símon áttaði sig. Hvað átti hún við, Nan? Uss, Jenní, þú mátt ekki blaðra öllu, sem þú heyrir fólk segja, sagði Nan í umvöndunar- tón. — Hvernig stóð annars á því, að þú heyrðir þetta? Roði hljóp x kinnar Jenníar. — Ég var inn i herbeiginu hans afa og dyrnar inn til ömmu voru opnar. Ég ætlaði að færa hon- um jólagjöfina. Hún var hlaupin áður en Nan gæti sagt neitt. SKUGGAR FORTlÐAR- INNAR Framhaldssaga eftir Reneé Shann 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.