Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 15
Fræglr kleyfhugar. 1 baJigrunni er sýndur dæmigerður kleyf- hugi: 1) Robespierre. 2) Newton. 3) Itant. 4) Kelvín. 5) Racine. 6) Milton, 7) Schilier. 8) Spencer. 9) Hegel. 10 Shelley. lausar og draumórakenndar rann- sóknir á tímatali í mannkynssögunni og við að leysa úr hinum flóknu tákn- myndum Daníelsbókar. Hann reiknaði einnig út, að hrörnun kaþólsku kirkjunnar myndi hef jast fyrir alvöru um árið 2000. Því hefur einnig verið haldið fram, að hann hafi haft ein- hverjar tilhneygingar til kynvillu auk þess sem hann var tvímælalaust þjáður af ofsóknarbrjálæði. Þá hafa margir snillingar verið kynvilltir. Leonardo da Vinci, einhver fjölgáfaðasti vísinda- og listamaður var kynvilltur að eðlisfari. Micael- angelo, annar frábær myndlistarmað- ur hafði ríkar tilhneygingar í sömu átt. Shakespeare mun heldur ekki hafa verið laus við allar slíkar til- hneygingar að áliti sérfræðinga. Það er því ekkert óeðlilegt að álita, að snillingurinn og geðsjúklingurinn, gáfaði maðurinn og sálsjúklingurinn hafi fjölmargt sameiginlegt. Það er ákaflega algengt, að menn séu of miklum kostum búnir, andlega eða likamlega eða hvoru tveggja. Maður, sem ber þunga andlega byrði er líklegri til að láta bugast heldur en venjulegur maður, sem er engum af- burða gáfum gæddur. Þá er einnig vert að leggja áherzlu á þá staðreynd, að margir mestu lísta- og vísindamenn heimsins hafa einmitt verið þeir, sem bjuggu yfir tilhneigingum beggja kynjanna. Sheldon, hinn frægi sálsýkisfræðing- ur heldur því fram, að það sé einmitt þetta samband lcvenlegra og karl- mannlegra tilfinninga, sem virðist Framháld á blt. 18. i\ SNILLINGLR! L E I K L I S T „Horfðu reiður um öxl“ Leikstjóri: Baldvin Halldórsson AÐ var varla búið að draga tjaldið fyrir leiksviðið eftir frumsýningu á „Look Bacli in Anger“ í Royal Court leikhús- inu í London, þegar höfundurinn, John Osborne var orðinn frægur um allt England. Leikritið fór eins og isköld vindstroka um logn- mollu þá er tíl þessa hafði ríkt í ensku leikhúslífi. Öheflað orðbragð dundi á værðarlegum áheyrend- um sem hingað til höfðu vanist þvi að þeim væri dillað og ruggað með frumsmíðum enskra höf- unda. Menn náðu ekki upp í nefið á sér fyrir reiði, virðulegir heldri- menn urðu enn reiðari en „reiði ungi maðurlnn" sem hafði greitt þeim hnefahöggið í andlitið. Aðrir áttu ekki nógu hástemd lýsingar- orð til að láta í ljós fögnuð sinn, hér var loks risinn sá höfundur ei túlkaði aldarandann á hinn eina rétta hátt. Síðan hefur leikritið verið sýnt í flestum þjóðlöndum Evrópu og hvarvetna skipt fólki í tvo flokka: reiða fólkið hefur orðið ofsalega kátt, káta fólkið ræður sér ekki fyrir bræði. Og nú hefur Þjóðleik- húsið okkar sýnt að það fylgist með tímanum og vill nú kynna okkur reiði heimsins. Reiðir menn skeyta aldrei um umferðarreglur, það hefur sann- ast á John Osborne. Þótt hann hafi fengist við leiklist frá því innan við tvítugt, þverbrýtur hann flestar reglur um byggingu leik- rita, verkið er að miklum hluta eintal sálarinnar, eða öllu heldur eitt langdregið öskur sálarinnar í ýmsum tóntegundum. Jimmy Port- er rikir nær einráður á sviðinu, höfundur stillir hinum persónun- um upp eins og pokum þeim og leðurbelgjum, sem hnefaleikamenn fá til að æfa sig á. Og þessir leð- urbelgir fá sannarlega að kenna á því. Osborne tekst öllu betur að túlka hina hamslausu reiði Port- ers en skýra orsakirnar fyrir henni. Það er dálítið freudbragð að þeim skýi'ingum, heimatilbúin af- sökun skólastráks, sem brotið hefur rúðu. Það er ekki hægt að afsaka sig með þvl að það hafi bara veriö svo gaman að brjóta rúðuna, heldur verður að finna einhverja vísindalega skýringu svo hægt sé að setja dæmið upp í jöfnur. Osborne reynir að setja dæmið upp í jöfnur: fólk var púkalegt við mig I bernsku, þess- vegna er ég svona grimmur núna. Og þetta vísindalega freudbragð dregur nokkuð úr þeim lífræna blæ sem verkið hefur á sér. Hinsvegar hefur Osborne tekizt það sem ætið hlýtur að vera keppikefli allra rithöfunda: að túlka í einu verki allan anda nú- timans svo ekki verður um villst. „Horfðu reiður um öxl“ er ein af þeim Liljum sem allir vildu kveðið hafa. Ekki fyrir þá sök að leik- ritið sé meistaralegt að byggingu, formið nýstárlegt eða þar sé að finna frumlega lausn. Heldur vegna þess lifandi lifs er ólgar á leiksviðinu, sýður og vellur svo menn finna að það er sjálfur nú- tíminn sem þeir standa frammi fyrir, hvort sem líkar betur eða verr. Sýningin i Þjóðleikhúsinu tókst með eindæmum vel. XJndinrituðum gafst kostur á að sjá leikritið þegar það var leikið í Royal Court í London og leyfir sér að fullyrða að leikstjóri og leikendur rnnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld. (með fáeinum undantekningum) hafi tekist að skila svo sínu verki að lítið sem ekkert hafi glatazt af hinum upprunalega blæ. Og ekki má gleyma þýðandanum, Thor Vilhjálmssyni, mergjuð og hnytt- in þýðing hans hitti prýðilega I mark, litríkt og lifandi mál Sé'm kom leikhúsgestum til að hnipra sig saman í sætunum milli þess sem þeir uppluku skoltunum í tröllslegum hlátri. Það er aðeins nafn leikritsins á íslenzku sem orkar tvimælis. Baldvin Hálldórsson setti leik- ritið á svið og hefur unnið þar með eitt mest afrek sitt. Gunnar Eyj- ólfsson leikur nú í fyrsta sinn fyr- ir Reykvíkinga eftir langa fjar- vist erlendis, hann túlkar hlut- verkið af næmum skilningl og býr yfir krafti og mýkt í réttum hlutföllum. Bessa Bjamasyni tókst prýðilega upp sem Cliff Lewis, það reynir talsvert á leik- ara sem verða að lúta vilja höf- undar og standa í skugganum, sumum hættir til að gera uppreisn og „stela senum“ eins og það er kallað, aðrir koðna niður og verða að engu. Bessi gerði nákvæmlega það sem af honum var ætlast, hvorki meira né minna. öllu hrapallegar tókst Kristbjörgu Kjeld. Hún háði örvæntingarfuíla baráttu við hlutverk sitt, glímdi af miklum hetjuskap og dugnaði við Alison Porter en beið ósigur. Henni tókst aldrei að komast inn i hlutverkið, þnð var næstum Framháld á bls. 18. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.