Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 19

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 19
Hver á að fara með fjárreiður heimilisins ast í slíkt hér heima. Fyrr greind ráðstöfun peninganna œtti að útiloka slíkt, meðan konan lætur póker eiga sig. Gott er fyrir hjón að halda bókhald yfir útgjöld heimilisins, með því fæst úr þvi skorið, hvað er ó- þarfi og hvað ekki. Annað er það, sem gott er að hafa reglu á, en það er vasaeyrir barnanna. Lang bezt er að gefa börn- um vissa fjárupphæð viku- lega. Þannig iæra þau að komast af með það, sem þeim er fengið, og er það gott upp á seinni tíma, þeg- ar þau verða að láta launin hrökkva fyrir lífsviðurvær- inu. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með peningum, sem börn og unglingar vinna sér inn, og leiðbeina þeim, hvernig þau eiga að ráðstafa launum sínum. Eitt er það, sem getur orðið til að eyðileggja virð- ingu barna fyrir peningum, en það er, að foreldrar taki af iaunum bama sinna og eyði í eigin þarfir. Foreldr- um ber að taka þann hluta launa barna sinna, sem þeir vilja ekki að þau eyði, og leggja hann í banka, nema sérstaklega standi á, hvað heimilisástæður snertir. Það er ekki gott að spara um of, en það sakar ekki að taka peningamálin föstum tökum, því auraklandur og smáskuldir valda ætíð leið- indum Það hefur löngum veriö umdeilt, hvort konan sé betur til þess fallin að fara með fé en karlmaðurinn. Auðvitað er þetta upp og ofan hjá fólki, eins og svo margt annað í tilverunni. Þó verður sennilega að telja konuna fremri karl- manninum í þessum efnum, ef hún á annað borð er lát- HEIIUILIS- HORINIIÐ laus og eigi gefin fyrir prjál. Konan er meira heima og hefur þvi færri tækifæri til að eyða fé, heldur en karl- maðurinn, sem ætíð er á ferðinni og sér oftar girni- lega muni meðan sölubúðir eru opnar. Svo má það líka vera, að karlmaðurinn sé eyðslusamari. Til eru konur, sem eyða gegndarlaust í klæðnað og ýmis konar ó- þarfa, en yfirleitt eru þær þá efnum búnar í bezta lagi, eða sjúga munaðinn út úr karlmönnum með slægð sinni. Á hinn bóginn eru karl- menn slæmir með að eyða peningum í vín og slark, þótt sumar konur gerist ó- kvenlegri en áður i þessum sökum. Til allrar gæfu fyrir þjóð- félagið, þá er allur þorri fólks hóflegri en það, sem hér hefur verið rætt. Það eru mikil viðbrigði fyrir fólk almennt að ganga i það heilaga, hvað pen- ingaráð snertir. Hefur þar almennt verið happadrýgst að láta konuna vera banka heimilisins. Þá er sú aðferð bezt að konan fái kaup mannsins óskert um hverja útborgun, en láti síðan hon- um í té hóflega vasapen- inga. Á þennan hátt geta hjónin bæði fylgst ná- kvæmlega með útgjöldun- um, en maðurinn fær engin tækifæri til þess að draga undan, eins og oft vill brenna við. Erlendis eru mikil brögð á því, að fólk leiðist út í fjárhættuspil, og lítillega hefur heyrzt um, að karlmenn væru að laum- IMOKKIJR Þegar þú ekur að nætur- lagi og augun eru orðin þreytt, þá skaltu stöðva bílinn og þrýsta hnefunum að augunum. Hitinn frá hnúunum afþreytir augu. —O— Þegar þú hefur lagt á þér hárið, þá skaltu bursta það vel út. Við þetta losnar hárið um liðina, sem verða auðveldari viðfangs, er þú tekur að greiða það. —O— Þegar þú ert að sauma með nál og efnið er þykkt, þá er heillaráð að stinga nálinni í sápustykki, við það smýgur hún betur. —O— Þegar þú kemur heim að loknu dagsverki, þá settu vota bómull að augunum og legðu þig þannig í 15 min- útur, að svo búnu muntu finna þig hvíldari en áður. —O— Þegar þú þværð óhreina flík, þá er gott að nugga mestu óhreinindablettina upp úr volgu sápuvatni, áður en þú setur hana í þvottavélina. —O— Þegar þú lakkar á þér neglurnar þá skaltu gæta þess vel að engin sápa komi nálægt pensilhárunum, því þá tollir lakkið ekki á nögl- unum. HtSRÁÐ Þú getur notað venjulegt borðsalt, þegar þú hreinsar bletti úr ker- og handlaug- um, ef hreinsunarlögurinn er búinn. —O— Þú getur geymt nálar og prjóna á auðu tvinnakefli, með því að bregða teygju- bandi utan um keflið þann- ig, að það klemmi oddá- höldin að því. —O— Þú getur notað sömu pappadiskana i nokkrar úti- legur, ef þú notar vaxpapp- ír ofan á diskana, þegar þú lætur á þá. —O— Þú getur komið í veg fyrir að borði rakni upp, ef þú berð naglalakk á endana. —O— Þú getur „hreinsað kopar- og pjátur-öskubakka með því að bursta þá upp úr spíritus. Einna bezt er að nota venjulegt brennslu- spritt," en nauðsynlegt er ,,að bursta þá með vír- bursta, svo þeir verði" spegilgljáandi. —O— Þú getur hreinsað bækur þinar með brauði. Þú tekur franskbrauð og fjarlægir skorpuna en notar hvíta deigið innan úr því, þannig, að það verður nokkurs kon- ar afþurrkunarklútur. ( ORUnDIG ) WNBIG STEHORETTE upptökutæki léttir skrifstofustörfin GRUNDIG er mest selda segulbandstæki í heimi Nútíma skóli notar GRUNDIG segulbandstæki GRUNDIG segulbandstæki á nútíma heimilum GRUNDIG býður 7 gerðir segulbandstækja Georg Amundason & Co. Skipholti 1 — Sími 15485 VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.