Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 25

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 25
SEGLBÁTAR Það er undarlegt, eins og ísland ei mikið vatnaland, og landhelgis- sjórinn tekur yfir mikið svæði, að fólk skuli ekki sigla meira sér til skemmtunar. Það kostar mjög lítið fé að koma sér upp seglbáti eða kajakkfleytu. Menn geta hæglega byggt slík farartæki sjálfir með litilli fyrir- höfn. Ef um seglbát er að ræða, en hann * er algengastur í svona iðju, þá er hægt að hafa hann stóran eða lítinn, eítir vild. Skemmtilegra er að sigla með stórum seglbát. Hann er að vísu dýrari í byggingu en lítill bátur, en þar ber að hugsa til þess, hversu margir fleiri geta komist fyrir í honum í einni og sömu ferðinni. Það væri ekki úr vegi að menn mynduðu með sér bátaklúbb, eins og tíðkast svo víða erlendis. Slíkur fé- lugsskapur þarf auðvitað að eiga rúmgott bátaskýli og bryggju í lítilli vik. 1 bátaskýlinu má gjarnan vera lundarherbergi, þar sem félagsmenn geta rætt um bátasiglingafræðina. Nú kunna einhverjir að segja, að þetta tómstundagaman sé ekki hentugt að vetrarlagi, og er það sannleikur, en samt sem áður er hægt að bæta úr þvi. Til er mjög svo skemmtileg tæki, sem nefnist skautabátur, en hann siglir aðeins á vatni eftir að það er frosið. Slíkir bátar eru mjög algengir í vatnalönd- um, eins og Svíþjóð og Finnlandi. Þeir ganga fyriv seglum, og er gott að læra að haga seglum eftir vindi á skautbátum, en sá lærdómur kem- ur að góðu haldi, þegar komið er í saltan sjó. 1 Bandarikjunum eru bátaklúbbar mjög algengir og víðtækir Þar eru náttúrlega stórir sjóðir og allt með ríkulegu móti, þó gætu fátækir á- hugamenn lært talsvert af Könunum. Vonandi verður einhver til þess að kynna sér seglbáta og stofna báta- klúbb. Sigling er holl og góð íþrótt, sem gæti bjargað mörgum lungum manna frá voða og tæringu. FÍLABEIfM Þegar Dr. Schwartz, sem er tannlækn'r, kemur heim að lokn- um vinnudegi tekur hann strax til við tómstundaiðju síra, cm hún er sú að gera ýmsa skapnaði í fílabein-. TIl þesrara hiuta notar doktor.'nn tannbara og önnur á- höld, sem hann noíar í dagvinnu sinni, en með þe'm tækjum getur hann greypt f jölbreyttar línur. Áður en þess: á lugaestamaður byrjar hverja, rrynd, teiknar iiann uppkastið á fílahe'nsbút þann, sem hann notar síðan í myndína. Oft gerir Sch'we.rtz Lfiíurrar með bandsög. Auk þess að nota fílæ- bein, þá hcfur hann marg sinnis notað hvaltennur. PAPPÍRSSKERMAR Þegar gamall pappirs- skermur er tekinn að láta á sjá, getur þú hæglega end- urnýjað hann sjálf(-ur). Þú tekur gamla pappírinn af skermgrindinni eins heil- lega og þér er unnt, þar eð þú átt hægast með að sníða eftir gömlu bútunum, ef um hyrndan skerm er að ræða. Hlutföllin í hliðum slíkra skerma eru ekki alltaf þau sömu, þótt aug- unum sýnist svo. Ef gamli skermurinn er illa farinn, þá tekur þú þunnt blað og þrýstii’ því strekktu að grind- inni þannig, að endalínur híiðarinnar greypist í papp- írinn. Síðan leggur þú þennan pappír yfir þann, sem þú notar í nýja skerm- inn, en svo ristir þú miðjar linurnar niður í gegnum bæði blöðin. Ætlir þú að gera endur- nýjun á Empideskerm, en svo nefnist sívalur skermur, sem breikkar í annan end- ann, þá notar þú mjög á- þekka aðferð. Þú tekur dagblað eða þunnt blað og leggur það á borð, síðan tekur þú nakta skerm- grindina og þrýstir enda- hringjum hennar vel í papp- írinn nákvæmlega einn hring. Að svo búnu dregur þú þráðbeina línu milli endamarka faranna, sem skermhringirnir mynduðu, sín hvoru megin. Þegar þú hefur klippt út þennan greypta ferhyrning úr papp- irnum, þá bregður þú honum utan um skermgrindina og séi'ð, hvort búturinn fellur vel að henni. Sé allt með felldu, þá sniður þú eftir bútnum þann pappír, sem þú notar svo i skerminn. Pyrr en umræddur skerm- ur er saumaður á hvern vír í skermagrindinni, er sá síð- ari saumaður að ofan og neðan auk þess, sem hann er tengdur saman á hlið- inni, þar sem endar mætast. Sáumur, sem þú notar, má vera margs konar, en um þá sálma veit. kvenfólk- ið bezt. Þyki þér skermurinn of fábrotinn, svona sléttur og felldur, þá getur þú gert margt til þess að gera hann íburðarmeiri. 1 þessum til- gangi notar þú silkiborða af mörgum litum og gerð- um. Þú getur til dæmis saumað rykktan borða hringinn í kring um skerm- inn, bæði ofan og neðan. Einnig má hringa borða eins og gorm utan um grip- inn. Lika er algengt að rykkja lítinn borðabút í hring þannig, að hann myndi nokkurs konar stjörnu. Annars er bezt, að þú skreytir skerminn eftir eig- in höfði, þá getur þú sjálf- um þér um kennt, ef miður fer. ÖLLll IVBÁ SAFIMA Það getur verið skemmtileg iðja að safna flöskumiðum. Þar ríkja tvær söfnun- araðferðir, tegundasöfnun og heildarsöfn- un. Heildarsöfnunin skýrir sig sjálf, þar grípur safnarinn allt, sem hann nær í. Mið- inn er tekin af flöskunni með því að stinga henni ofan í vatn, þar sem hann leysist af eftir stutta dvöl. Síðan er miðinn þurrkaður og strokinn á bakhliðinni. Að svo búnu er hann límd- ur inn í bók. Safnbókin er höfð nokkuð stór með auðum blöðum. Loks má gjaman rita í bókina, undir hvern miða, um aldur hans og sitt hvað fleira markvert. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.