Vikan


Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 27

Vikan - 30.10.1958, Blaðsíða 27
augunum til Steins. „Stein, þakka þér fyrir — frá okkur báðum.“ Læknirinn sveiflaði grannri hendinni. „Mín er ánægjan. Það er gott að losna við þá dauðu til tilbreytingar. Gott að vita, að ég er ennþá læknir." Hann roðnaði. „Segðu konunni þinni — segðu frú Mace, að hún geti ekki séð drenginn ennþá. Kannski seinna í kvöld." Stein sneri sér við og flýtti sér burtu. Thursday fór aftur til Georgiu. Hún tók hendurnar af skrifborðinu og strauk handarbakinu eftir andliti sínu. „Ég — hafði ekki búizt við þessu!“ Varir hennar afmynduðust, þegar hún reyndi að brosa. Augu hennar voru slcærari, rólegri en Thursday rak minni til nokkru sinni áður. „Ég hafði búizt við hinu. Svo lengi. Ég hélt ég myndi aldrei fá hann aftur. En — þú færðir mér hann aftur!" Georgia stóð á tánum og kyssti hann skyndilega á vangann. „Ég hef aldrei getað sagt þér það.“ Vott ancjlit hennar reyndi ekki lengur að lýsa hamingju. Varir hennar herptust saman og hún sagði alvarlega: „Ég þakka þér líka fyrir hönd Homers. Hann elskaði Tommy." Clapp fyllti skyndilega dyragættina. Hann glotti. „Var að heyra frétt- irnar. Þið vitið hversu glaður ég er.“ Georgia spurði: „Hvenær get ég séð Tommy?“ Báðir mennirnir ætluðu að tala um leið. Clapp lét Thursday segja: „Seinna. Stein segir, að þú megir það einhvern tíma seinna í kvöld." Hann bætti við mildri röddu: „Þú ættir að taka töflurnar." Hendi Georgiu skalf, þegar hún lyfti glasinu. Clapp leit á Thursday: „Þeir eru búni að finna bíl Olivera. Tóman.“ Thursday leit á Clapp. „Hann er ekki farinn úr bænum." „Nei, og ég held að hann geti það ekki. Það eru svo margir menn í úthverfunum frá mér, að fluga ætti ekki að komast framhjá þeim.“ Max Thursday hiitaði og gekk út á ganginn. „Hvert ertu að fara?“ „TJt. Einn. Ég get leitað á einum stað, þar sem þú getur það ekki.“ Les Gilpin stóð upp frá viðarbekknum spyrjandi. Thursday leit ekki við honum. Clapp leit út um opnar dyrnar og kallaði á eftir granna manninum í ganginum: „Varaðu þig. Strákarnir fundi ekki haglabyssu í bilnum hans.“ Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. 6:00 e. h. Rökltrið reyndi að kæfa ljósin á Fimmtu götu. En ljósin urðu ofan á og skinu enn skærar en áður. En skiltið á Bridgway var í þann veginn að láta i minni pokann. Smitty stóð við afgreiðsluborðið og hallaði sér fram á skituga gesta- bókina. „Max! Guði sé lof! Ég hef verið að reyna að —“ Skyndilega leit hún til hans og gaf honum viðvörunarmerki með fingrunum. Hann sneri sér skjótlega við. Stúlka hafði staðið upp úr stól hinum megin við afgreiðsluborðið. Hú nslétti úr dökkbláum kjól sínum og gekk til hans. Ljósið endurskein í dökku uppkembdu hári hennar. Thursday hló við. Judith Wilmington hallaði undir flatt og sagði: „Hélztu að ég ætlaði að skjóta þig?“ „Ég á á öllu von — ég er ekki einu sinni undrandi yfir að sjá þig hérna. Hvernig fannstu mig?“ „Þú sagðir mér það, Max. 1 gærkvöldi. Ertu búinn að gleyma því?“ Smitty sagði skyndilega: „Þessi unga stúlka hefur beðið eftir þér næstum þvi í allan dag, Max. Mér finnst ég næstum þekkja hana. Nema hvað við höfum verið kynntar.“ Hann leit í hlýleg augu Smitty. Vöðvi nálægt munni hennar kipptist til. „Smitty, þetta er Judith Wilmington. Frú Jane Smith.“ Judith dró af sér bláan hanzkann. Smitty sagði hás: „Gleður mig mjög að kynnast yður,“ og tók hlýlega í hendi hennar. Stúlkan virtist dá- lítið hissa. Hún svaraði kurteislega: „Gleður mig einnig" og sneri sér aftur að Thursday. „Ég kom í bílnum mínum. Við gætum farið eitthvað út I dag.' Við verðum að borða. saman." Hún tók í handlegg hans. „Ég vil að þér sé vel við mig — að þú sért vinur minn.“ Thursday klappaði á hendi hennar. „Þakka þér fyrir, Judith. Ég er vinur þinn.“ Thursday leit á gömlu konuna, sem fitlaði marklaust við símborðið. Hann greip i öxlina á Judith. „Ég má ekki vera að því áð fara með þér núna, Judith. Ég verð að hitta mann. Bíddu eftir mér — eins og góðum vini sæmir.“ „Jæja, Max — ef þú vilt.“ Judith starði forvitnislega á hann, þegar hann gekk aftur að afgreiðsluborðinu. Thursday leit um öxl á stúlkuna. Hann tók .45 byssuna upp úr vas- anum og lét hana falla á gestabókina. Smitty kipraði saman augun. „Hver?“ „Edgar Jones. Og ég náði í krakkann — lifandi. En Stitch Olivera er ófundinn." Hún hristi höfuðið. „Nei. Nei, hann er það ekki, Max. Ég hef beðið eftir því í allan dag að þú kæmir inn — eins og s£úlkán.“ Fingur hennar skalf á illlæsilegri skrift i gestabókinni. Framhald í nœsta blaði. Cummins Dieselvél með „Turbo" skoldælu. 1. Léttar 2. Sparneytnar 3. Einfalt olíuverk 4. Góð varahlutaþjónusta 5. Góður viðgerðarmaður. Bílmótorar, Kranamótorar, Kafstöðvamótorar, Bátamótorai' o. fl. ORKA H.F. Hverfisgötu 106. Húsmæður munið Valsvörurnar: SULTU — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÖSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÖMATSÖSA — ÍSSÖSUR ÁVAXTASAFI (juice) — Sendum um allt land — VALUR vandar vöruna VIKAN 1 27 V •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.