Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 2
„571“ Alma Cogan, bezt klædda kona Evrópu, klæðist kuldaúlpu tegund 571 frá Skjólfatagerðin h.f. Reykjavík VIKAIU TJtgefandi: VXKAN H.F. Ritstjóri: Jökull Jakobssou (ábnu) Blaðaraenn: Karl Isfeld, Hrafn Pálsson, Bragi Kristjónsson. Auglýsingastjóri: Asbjörn Magnússon. Frarakvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð 1 Reykjavík kr. 9,00. — ÁskríftarverS utan Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft áriS. Greiðist fyrirfram; Ritstjórn og auglýsingar: Tjamargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadrelfing h.f., Miklubraut 15. Sími 150V7. Prentað i Steindórsprenti. Kápuprentun i Prentsmiðju Jöns Helgasonar. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. PÓSTURINN diesel-vélar eru byggðar sérstaklega fyrir fiskibáta og smærri flutningaskip. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum ALPHA DIESEL A.S. FREDERIKSHAVN H. Benediktsson h.f. Hafnarhvoli, Reykjavík Þær eru: Gangvissar, sparneytnar, auðveldar í meðförum Lögð er sérstök áherzla á einfalda og trausta byggingu véla. Eru byggðar með eða án vökva- skiptingar. Stuttur afgreiðslutími. Ég ætla að spyrja þig, hvort þú getur sagt mér, hvað það tekur langan tíma að verða hárgreiðslu- kona. Þarf að hafa iðnskólapróf ? Hvernig er skriftin ? Ein bráðlát. Svar: Nám liárgreiðslukvenna er 3—4 ár, jöfn- um höndum verklegt nám og hóklegt nám í iðn- skóla. Iðnskólapróf þarf að taka. Skriftin er dá- lítið hroðvirknisleg. Kæra Vika. Geturðu kennt mér nokkuð ráð til að losna við vörtur? Eg hef nokkrar á höndunum og leið- ist það heil ósköp. Maður er alltaf í vandræðum með hendurnar á sér. Ein í vandræðum. Svar: Öruggast fyrir þig er að leita til lœknis, sem tekur vörtur af með rafmagni. Það er alveg örugg aðferð og helmingi betri heldur en öll hús- ráðin, sem til eru og þú hefur vafalaust reynt einhver þeirra. Sum segja t. d. að gott sé að bera fíflamjólk á þœr, önnur að gott sé að stinga hendinni inn í volga gorvömb o. fl. mörg. Leitaðu heldur til lœknis, og ef þú hringir til okkar á Vikunni, skulum við með ánœgju gefa þér nafn hans upp. Kæra Vika. Getur þá, sem gefið hefur svo mörgum góð ráð, gefið mér leiðbeiningar til að ná af freknum ? Eg mundi verða þér afar þakklát. Ein nafnlaus. SVAR: Þú cettir ekki að hafa áhyggjur út af freknum, nafnlaus mín, því að þœr geta verið eins klœðilegar og hvað annað, þótt þér kunni að finnast það einkennilegt. Ýmsar frœgar kvik- myndastjörnur hafa freknur, eins og t. d. Myrna Loy og Debbie Reynolds og láta það ekki hið minnsta á sig fá. Erfitt mun að ná freknum af, en það má lýsa þær með sítrónusafa og láta hann vera í liúðinni í ca. klukkutíma og þvo hann svo af.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.