Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 3
Lœknar hafa llka nú á seinni tímum einhver ráð við freknum, ef fólkí er mjög í mun að losna við þœr. Ættir þú því að leita til húðsjúkdóma- iceknis ef þú ert í miklum vandrœðum. SVAR til einnar ástfanginnar: Eg get ómögu- lega skilið, hvað þú kallar ýtrustu neyð. Verknað- ur sem þessi er með öllu óréttlœtaniegur og gerð- ir þú réttast í því að iáta siíkt ógert, þangað til þú hefur öðiazt meiri iífsreynsiu. Kæra Vika. fig er i hreinustu vandræðum. Þú verður að ráðleggja mér eitthvað. Þannig er mál með vexti, að ég hef lent í afar leiðinlegu máli. Óbeint hef ég átt sök á hjónaskilnaði. Þetta er annars voða flókið. Faðir minn dó meðan ég var barn að aldri. Síðan hef ég alizt upp með móður minni. Ég er rúmlega tvítug, vinn í búð og bý hjá móður minni. Ég hef alltaf verið talin fremur draumlynd. Fer sjaldan á böll og er ekkert út á lífinu, eins og það er kallað. Faðir minn var mér afar góður á meðan hann lifði og ég elskaði hann og dáði. Einu sinni fór ég með kunningjakonu minni til unnusta hennar, sem býr suður með sjó. Þegar við komum inn í herbergið, sat maður i rúminu hans, sem var svo nauðalíkur föður mínum, að mér fannst hann þarna sjálfur kominn. Hann sat þarna, rólegur — ljóshærður, bjartur yfirlitum og vingjarnlegur á svip. Eg fékk skyndilega sting í hjartað, því mér fannst faðir minn þar kominn. Eg settist hjá honum, var sem í leiðslu og vissi hvorki í þennan heim né annan. Hann var giftur átti 3 börn og var í millilandasiglingum. Eg elskaði hann upp frá þeirri stundu. Alltaf, þegar hann kom í land eftir þetta, sat ég um að hitta hann og tala við hann. Við vorum aldrei neitt saman, sem kallað er, hann sagði alltaf, að um slíkt yrði ekki að ræða á meðan hann væri bund- inn annarri konu. Svo sagði hann mér um dag- inn, að nú væri hann að skilja við konuna. Eg fékk eiginlega áfall, vissi hvorki í þennan heim né annan. Nú yrði hann minn, en hræðilegur beygur er samt í mér. Hef ég átt sök á því að hann fór frá konu sinni og þrem börnum? Eg fór aldrei fram á neitt slíkt af honum. Mig lang- aði bara til að geta verið í návist hans, þvi ég fann í honum, eitthvað, sem mér fannst ég hafa löngu glatað en fundið aftur. Eg veit ekkert, hvað ég á að gera, finnst ekki að ég geti talað um þetta við móður mína einu sinni, þótt hún hafi alltaf verið mér góð og blið. Nú verður þú að ráðleggja mér eitthvað, Vika mín, því ég er alveg breytt manneskja, utan við mig og öll á nálum, og get varla sofið á nóttunni af tilhugs- uninni. Þín Hjördís Kœra Hjördis. Þetta er afar viðkvcemt mál, og ég er hreint ekki viss um að þú gerir þér grei/n fyrir hvað er að gerast. Það fyrsta sem þú þarft að athuga er aiiðvitað, að ráðfœra þig við móður þina. Það verður þú að gera, alira hluta vegna. Hún hlýtur að reynast þér vel og getur ef til vill ráðlagt þér eitthvað, af þvi að hún er bœði eldri og reyndari en þú. Einnig þarftu að gera þér fulla grein fyrir því, hvort þú elskar manninn i raun og veru eða hvort þetta er aðeins endurminning um föður þinn, sem hefur leitt þig út i þetta allt saman. Svona viðkvæm mái er alltaf leitt að rœða á opinberum vettvangi. En ef þú heldur að ég gœti ráðiagt þér eitthvað, sem þú getur ekki fengið annars staðar, œttir þú heldur að koma og tala við mig í einrúmi. Ritstjórn Vikunnar vísar þér á mig og þá skal ég reyna að ráða þér eitthvað, sem ekki er hægt að láta ganga út á prent. Þú hlýtur að skilja þetta, væna mín. Auð- vitað verður þetta einungis á milii okkar tveggja, því iofa ég auðvitað. Á takmörkunum Hvort viltu heldur vera kvæntur símastúlku, hjúkrunarkonu eða kennslukonu? Svar: Auðvitað kennslukonu. Hvers vegna? Simastúlkan segir: Er upptekið. Hjúkrunar- konan segir: Þér verðið að vera þolinmóður. En kennslukonan segir: Þetta verðum við að taka upp aftur. ★ Fyrir allmörgum árum skeði það skömmu fyr- ir jól, rétt áður en átti að draga í Happdrætti Háskóla Islands að mann nokkurn dreymdi, að hann sæi allsnakta konu sitjandi á gangstétt hér í bænum. Konan var gildvaxin mjög og sneri baki að honum. Maðurinn tók eftir því, að á hvorri lend konunnar stóð tölustafurinn 3. Þegar hann vaknaði um morguninn hringdi hann út um allt til að ná i happdrættismiða nr. 33. Loks náði hann í miðann i umboðinu á Akranesi. Leið nú og beið unz dregið var. Hæsti vinningurinn kom reyndar ekki á númer 33, heldur á númer 303. ★ Móðir brúðarinnar hafði gamaldags hugmyndir um hjónabandið og sagði við dóttur sína: — Láttu manninn þinn aldrei sjá þig allsnakta. Vertu alltaf í einhverju. — Já, mamma, svaraði hin hlýðna dóttir. Hálfum mánuði eftir brúðkaupið, þegar ungu hjónin voru að hátta, sagði maður hennar: — Segðu mér, vina mín. Er nokkur í þinni ætt með lausa skrúfu? — Ekki það ég veit til, sagði hún. — En hvers vegna spyrðu? — Ekki svo sem af neinu sérstöku, svaraði eiginmaðurinn. —- Það er bara þetta, að nú höf- um við verið gift í hálfan mánuð og á hverri ein- ustu nóttu hefurðu haft þennan kjánalega hatt á höfðinu. ★ Við fréttum í sumar sem leið um tvo strip- linga, sem slitu vináttu sinni af því að þeir sáu of mikið hvor til annars. ★ Leti er meira áberandi hjá sveitamanni en skrifstofumanni. Það er hægt að halla sér fram á setuna, en ekki lindarpennann. ★ Um rússneska hundinn tvihöfða: Látið ekki annan hundinn vita, hvað hinn gerir. ★ Ormur heitir starfsmaður hjá Flugfélagi Is- lands. Eitt sinn I sumar var hann að fá sér árbít, kaffi og rúndstykki. Þá sagði félagi hans við hann: — Hvað er að sjá til þín maður! Brauðið er ormétið. Ormur fleygði brauðinu þegar í stað. SVAB til V. V.: Auðvitað ber unnusta þínum fyrrverandi að greiða með barninu ykkar og þar skiptir engu máii, hvað þið kunnið að hafa kom- ið ykkur saman um. Lögum samkvœmt ber hon- um að greiða með því til 16 ára aldurs og ættir þú að leita réttar þíns hjá Tryggingarstofnunni, þar sem þeir vita allt um þessi mái. Vertu 6- feimin við það, því að ekki nœr nokkurri átt að koma ekki lögum yfir menn, sem reynast þvílíkir ódrengir. Viðvíkjandi kiœðnaðinum, œtti sú fyrri að kiœðast í dauft eða dökk fjólublátt^ og rauð- fjólubiátt. Einnig fer svert og hvítt þér vei. Þeirri freknóttu hœfðu bezt daufir, kaidir litir, grábiátt, grœnt og bláfjóiubiátt. Einnig bleikt. Strákar! „Þyrlan“ sem flýgur sjálf er komin. Ausfurstræti 8. Sími 24026 VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.