Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 8
SKUGGAR FORTÍÐAR- INNAR Reneé Shann — Ég cr svo glöð yfir því, að hann skuli vera að koma heim aftur, Stella, sagði Nan. — Annars hafði ég það á tilfinnigunni. — i>að hafði ég ekki. Ég var viss um, að ég mundi aldrei fara til hans aftur. Hún fór upp til móður sinnar. Skömmu seinna sá Nan, að hún ók burt. Hún fór frá glugganum og tók til við skyldustörf dagsins. Nokkrir þjón- anna áttu frí svo hún tók til í herbergunum. Hún tók til í sinu herbergi og fór siðan inn til Pollíar. Pam og Stella höfðu tekið til hjá sér en það kom aldrei fyrir að Pollí gerði neitt í þá átt. Hún vonaði, að það yrði ekki of mikið verk því hún ætlaði að hitta Drew á eftir. Hún bankaði á dyrnar og opnaði. Pollí reis upp og leit í kringum sig. Nú var hún að verða búin að pakka niður, hugsaði hún. Hún varð að fara án þess nokkur sæi hana. Það var ekki, að hún hefði áhyggjur af því, hvað Wadebridgarnir segðu um hana. Að Símoni meðtöldum. Meðan hún var að tala við Drew daginn áður hafði það runnið upp fyrir henni, að hún elskaði Símon ekki heldur ef hún þá nokkurn tima hafði gert. Hún vildi ekki annað en að hajda Nan frá honum. Og líklega hefði hún ekki verið eins ákveðin i því, ef ekki hefði verið það, að hann hafði reynt að losna við hana áður en slysið varð. Hafði hann í raun og veru trúað henni, þegar hún sagði, að hún myndi ekkert af þvi, sem gerðist rétt fyrir slysið? Það var engu líkara en hann gerði það. En hann var líka mátulega heimskur til að trúa öllu, sem kona sagði honum. — Hvað ertu að gera? spurði Nan en áttaði sig svo. — Pakka niður. Er ekki hægt að sjá það? Pollí strauk rautt hárið frá enninu. — Nú átt þú að opna leiðina, mín kæra. Ef þú ert ekki lánsöm þá veit ég ekki hver er það! — Ég skil ekki við hvað þú átt og ég kæri mig ekki um að spyrja þig að þvi. Veit Simon, að þú ert að fara? ■— Nei, en ég held að hann deyi ekki úr sorg. Polli læsti töskunni. — Þú hefur kannske áhuga á því að heyra að Símon reyndi að slíta trúlof- uninni rétt áður en hann ók á tréð. Hann hafði komist að því, að það var ekki rétta stúlkan, sem hann hafði beðið. Pollí hló stutt. — Það er ekki nauðsynlegt, að þú segir honum það. Ég þóttist hafa gleymt þvi. Sagði að ég hefði gleymt öllu, sem hann sagði eftir hádegisverðinn þann dag. Þetta var klípa fyrir hann, ekki gat hann sagt, að hann vildi ekkert með mig hafa eftir að hafa limlest mig uppá lifstíð. Nan andvarpaði langt. Gleðitilfinningin flæddi yfir hana. Hún hafði þá alltaf haft á réttu að standa. Símon hafði þá meir en verið að daðra við hana um kvöldið á markaðinum. Honum hafði verið alvara með það. Bara að slysið hefði ekki hent. Þá hefði allt verið öðru vísi. Dálítið af gleði hennar hvarf. Hún hafði gleymt Drew í gleði sinni. Polli hélt áfram. — Drew veit allt um það sem framundan er. Nan hnyklaði brýrnar. — Hvað áttu við? Þetta breytir engu milli okkar Drew. Við giftum okkur. — Ég er nú að velta því fyrir mér. Við töluð- um saman i gær einkar heiðarlega. Ég er ekki viss um, að hann sé svo ákafur í að giftast þér, fyrst hann veit að Símon hefur svona mikinn áhuga á þér. Nan greip andann á lofti. Það var naumast að hún fylgdist með því sem Pollí var að segja. Og allt í einu flæddi allt hatrið til hennar, flæddi fram eins og vatnsflaumur úr brostinni stíflu. — Hvernig vogarðu þér að tala um mig við Drew? Hvernig stendur á því, að þú getur ekki látið annað fólk í friði? Ertu ekki búin að gera mér nóg til miska? Pollí ieit á hana. — Þetta er þakklætið! Nú, þegar ég hélt, áð ég hefði reglulega gert þér greiða. Hún leit út um gluggann, þegar hún heyrði bíl aka upp að húsinu. — Þetta er lík- lega billinn minn. Hún fór í loökápuna, sem Símon hafði gefið henni í jólagjöf. — Mér liggur á að komast burt. Hún brosti. — Veiztu hver kemur að sækja mig? Nan sagðist ekki vita það og sig langaði ekki til að vita það. Hún væri bara að hugleiða hvað hún ætti að segja við Símon. — Þú ert súr þykir mér. Ég ætla samt að segja þér það. Það er Bob Rivers. Þú hefur hitt hann einhvern tíma, held ég. Ójú, hún hafði hitt hann. Og henni féll alls ekki við hann! — Þú áttir ekki von á því, að ég væri ein af þessum trygglyndu, var það? En það er eitthvað við Bob, einkum þegar hann er búinn að eign- ast eitthvað af peningum. Það var barið að dyrum. Bladgen stakk inn höfðinu. Hann var góður þjónn og sýndi engin undrunarmerki, þegar hann sá töskur Pollíar. — Það er hér maður, sem vill tala við yður, fröken. — Takk fyrir. Bladgen tók tvær stærstu töskurnar og fór út. Nan tók minnstu töskuna. Polly leit snöggvast á stafinn sinn og brosti. — Þú getur heilsað Símoni frá mér og sagt hon- um að hann geti haft stafinn þann arna til minningar. Nan svaraði engu. Þær fóru Viiður. Blagden hélt kurteislega opnum dyrunum fyrir þær. Pollí kvaddi hann og snéri sér svo að Nan. — Vertu sæl, Nan. — Vertu sæl. Blagden lokaði dyrunum. Nan gekk hægt upp stigann. Hvað var nú framundan? Hún mundi fara til Lady Wadebridge og segja henni, að Pollí væri farin. Hún vonaði, að einhver annar yrði til að segja Símoni það. Jenní kom skoppandi eftir ganginum. — Er Pollí farin? Ég vona að hún komi ekki aftur. Amma vonar það líka. Við sáum hana fara. 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.