Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 15
þekkja Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Fæstir hafa þó sem betur fer séð það frá i er tekin í fangelsisgarðinum og i baksýn sést stórhýsi Húsgagnaverzlunar Austurbæj- nynclinnl gluggar með smidursögu ðum rimlum. (I.jósm. Vikan). „.. Þá gómaði löggan okkur.. Fangi segir frá skiptum sínum við Oscar Clausen Hún var í einu og öllu afleit. Aðeins eitt var viðunandi, fæðið. Fangaverðirnir voru leiðinlegir og heldur ruddafengnir, enda þurfti þess harla oft með. En það versta var, að þarna lenti ég í fé- lagsskap manna, sem voru hið sannasta úrhrak mannfélagsins. Þeir tóku okkar strákana, og fóru hið versta með okkur á alla lund. Píndu þeir okkur til að hafa í frammi óspektir, þegar komið var í eftirlitsferðir á hælið og þeir, sem ekki hlýddu, fengu hæfilega ráðningu siðar. Fleira mætti nefna, en við skulum ekki tala urn það hér á þessum vettvangi. Svo heyrðir þú getið um starf Oscars Clausens og Fangahjálp- ina ? Já. Ég heyrði fangana tala um hann í hálfgerðum hálfkæringi. Hann vildi ekkert fyrir þá gera, ekki einu sinni styrkja þá fyrir bokku, þegar þeir komu í bæinn. Aðrir sögðu, að Oscar gerði allt, sem unnt væri fyrir fanga og aðra, sem í nauðum væru staddir. Ég hringdi svo I hann og spurði hann ráða. Hann tjáði mér þeg- ar, að hann skyldi reyna að gera allt sem hann gæti. Nokkru síðar kom hann austur og tilkynnti mér, að hann hefði fengið eftirgjöf á helmingi fangavistarinnar og ég yrði laus eftir mánuð. Svo varð ég laus og þá leitaði ég til Oscars um aðstoð. Hann sá mér strax fyrir fatnaði og húsnæði og kom mér þar að auki i góða atvinnu sem ég hefi stundað af áhuga síð- an. Telur þú, að gagn hafi hlotizt af starfi Oscars Clausens og Fangahjálparinnar ? TVímælalaust. Ef þú héfur kynnt þér starf Fangahjálparinn- ar eitthvað, hefur þú vafalaust veitt athygli, hvernig hún starfar í höfuðatriðum. Oscar Clausen beinir aðalathyglinni að þeim, sem falla i fyrsta skipti, reynir að beina þeim á rétta braut. Hann fær þeim gefnar upp sakir, gegn því að halda þeim undir eftirliti í tvö til fjögur ár. Eg get ekki nefnt þér neinar ákveðnar tölur, en þær getur þii vafalaust fengið annars staðar. Eg tel þetta einmitt réttu aðferðina, að reyna að grafast fyrir um og koma í veg fyrir veikleikann strax í upphafi, þeim mun minni hætta er síðar. Það mundi ekkert þýða að byggja hæli á hæli ofan og hafa ekkert raunhæft hjálparstarf í frammi. Menn fara auðvitað i fangelsin eins og gengur og út aftur og á sömu braut í flestum tilfellum, ef ekkert er gert til að forða þeim frá því. Svo gegnir vitanlega öðru máli með þá, sem oft hafa setið inni og átt hafa kost á; aðstoð Fangahjálparinnar. Þeir líta á þetta sem béaðan plebbahátt, þeir geti nú annaðhvort séð um sig sjálfir og þurfi engan karlskrögg til þess. En hvað sem þvi líður er það eindregin skoðun mín, að ef starfs Oscars Clausens nyti ekki við, værum við langtum verr- á vegi staddir en raun ber vitni, Það hefur t. d. viljað brenna við, að trúarsöfnuðir komi á Hraunið, syngi þar sálma og falleg ljóð og vitni svo á eftir um, hvað lífið sé nú fagurt og gott hjá því sjálfu og bjóða mönnum upp á samfélag en þetta er alveg óraunhæft starf. Menn, sem lokaðir eru inni mest- an hluta sólarhringsins í myrEum og saggasömum klefum, hrista höfuðin góðlátlega og glotta út í annað munnvikið, þótt þéim finn- ist viðleitnin út af fyrir sig góðra gjalda verð. Svo fer fólkið og menn spjalla sín á milli, að gaman sé nú að fá slíkar heim- sóknir við og við, því oftast taka slíkir söfnuðir með sér nokkrar snoppufríðar stúlkur, sem vitna um dýrðina, sem öllum er búin, en enginn okkar, sem innilokaðir vorum, gat komið auga á. Jæja, ég er búinn að tala marg- faldlega af mér, en ég skal segja þér eitt í trúnaði, þótt ég skamm- ist mín ekkert fyrir að segja það, að ef Oscar Clausen hefði ekki reynzt mér á þann hátt, sem raun varð á, sæti ég sennilega núna austur á Litla-Hrauni í stað þess að hafa eignast snoturt, lítið heimili og eiginkonu, sem mig- langar til að reynast sem bezt. VIKAN hefur komið að máli við nýtan og merkan borgara. Fyrir nokkrum árum var hann fangi á Litla-Hrauni, sat inn fyrir innbrotsþjófnað, framinn x ölvímu. Síðan leitaði hann til Fangahjálp- arinnar og greinir nokkuð frá því í viðtali, sem blaðið átti við hann. Hverjar voru orsakir þess, að þú lentir á Hrauninu? Aðallega held ég að kenna megi um fylliríi og almennum slæpingi. Eg lenti snemma í slæmum félagsskap, sat á sjopp- unum og byrjaði að drekka og slæpast. Eins og þú veizt vafalaust sjálfur, eru á- kveðnar búlur hér í bæixum, þar sem ungir auðnu- og gæfuleysingjar — sumir af þekktu og auðugu fólki — hanga alla daga, planleggja drykkjuna fyrir kvöldið og nóttina og leggja jafnvel á ráðin, hvei'nig p afla skuli f jár og stundum á vægast sagt nokkuð vafasaman hátt. Eg komst snemma inn í kramið og sat þarna öllum stundum. Ég var þá barnungur, eitthvað 16—18 ára _ og leit mjög upp til þessara miklu manna, ' sem þjóruðu þarna undir og yfir borðum daginn út og inn. Ég hætti í skólanum og komst á hálfgerðan flæking. Einu sinni vorum við að fara í parti eitt kvöldið fé- lagarnir. Við vorum blankir og þurftum nauðsynlega að komast yfir vín — það fannst okkur a. m. k. Við brutumst því inn í skartgripaverzlun, stálum nokkrum úr- um, stömpuðum þeim síðan á stöð og feng- um vín. Svo var haldið áfram. Daginn eftir gómaði löggan okkur og þá var gam- anið af. Við sluppum að vísu í það skipti, en þegar ég seinna brauzt aftur inn, var ég sendur austur. Hvernig fannst þér vistin á vinnuhælinu ? Ungur maður, sem leiðst hefur á glapstigu leitar ráða hjá Oscari Clausen á skrifstofu Fangahjálparinnar. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.