Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 19

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 19
 I SHORNio Mafaræði Islendinga fyrr og nú Það er mikill munur á mataræði Islendinga fyrr og nú. Hér var matur fábrotn- ari í gamla daga, enda litill innflutningur og engar nið- ursuðuvörur. Það kunna að vera skiptar skoðanir um það, hvort matur sé almennt hollari nú en áður, enda er margt um þetta að segja. Eitt er víst, að matur er oftar steiktur nú til dags og það talsvert brasaður. Feitin, sem við notum til að steikja upp úr, er ekki eins holl eða næringarrík og skyldi. Smjörlikið hefur ætíð verið hálfgerður ó- þverri en jurtafeitin hefur ekki hlotið nóga útbreiðslu, en hún er mun betri að gæð- um en smjörlíkið. Nú kann einhver að hugsa til þess, að jurtafeitin er dýrari en smjörlíkið, þá er gott að temja sér að steikja sjaldn- ar, og sjóða matinn oftar. Annað nútímavandamál í sambandi við matargerð er kryddið, en það er stöðugt að ná meiri útbreiðslu hér á landi. Krydd verður að nota í hófi, enda ætti það að bæta efnahaginn, þar eð slíkur varningur kostar okurfé. Það er vafalaust hollara að borða soðinn mat heldur en steiktan. Eitt er samt öm- urlegt til að vita, en það er, hversu algengt er, að kartöflur séu flysjaðar áður en þær eru settar í pottinn. Við slíkar aðfarir hverfur öll næring úr kartöflunum, en þær eru ein kjarnbezta fæða, sem völ er á. 1 gamla daga kom svona næringar- rán aldrei fyrir enda borð- aði fólk kartöflur með hýði og öllu saman. Við njótum samt ýmis- legs, sem fólk fór á mis við áður fyrr, og ber þar helzt að nefna heilbrigðiseftirlit og hin mörgu tæki, sem forða mat frá skemmdum. Sjálfsagt þykir nú, að hvert heimili eigi ísskáp, og ekkert nema gott um það að segja. Sumt fólk kann þó ekki að hirða ísskápa og Nokkur Ætlir þú að hreinsa postulínsvarning, þá notar þú ræstiduft blandað með sagi. Þú lætur blönduna í ílát það, sem þú ætlar að hreinsa og nuggar vel með tusku. Sagið gerir það að verkum, að ræstiduftið nuddast ofan í allar ójöfn- ur ílátsins. Viljir þú hreinsa hár- bursta án þess að hár eða tindar fari af, þá notar þú volgt sápuvatn, sem í hefur verið bætt örlitlu af ammo- niaki. Þegar þú hefur þveg- ið hann og skolað dyggi- lega, þá lætm’ þú hann þorna í opnum glugga. Viljir þú hreinsa leður- tösku, þá getur þú blandaö innihald þeirra. — Hverri fæðutegund fyrir sig ber að pakka vandlega inn, svo að bragð og lykt renni ekki allt í einn graut, siðan verður að gæta þess vel að þrífa skápinn á ca. 10 daga fresti. Að lokum má gjarnan minna á það, að mikið at- riði fyrir góða meltingu er að borða reglulega. húsráði söltu ammoniaki saman við vatn, og þvegið leðrið upp úr blöndunni. Ætlir þú að hreinsa pott eða pönnu. þá getur þú lát- ið eina teskeið af bökunar- sóta í ílátið en síðan eitt glas af heitu vatni. Þegar blandan hefur kólnað, þá strýkur þú ílátið með tusku. , Viljir þú má burtu skó- svertu, þá gerir þú það með heitu sápuvatni eða terpén- tínu. Einnig má nota vín- anda eða edik. Viljir þú losna við prent- svertu úr klæði, þá dýfir þú því fyrst í terpentínú, en nuggar síðan blettinn með svampi, sem þú hefur > áður dýft í vínanda. 1 Viljir þú losna við gras- toppa, sem stinga sér upp á milli hellna í gangstíg þínum, þá gerir þú þér blöndu í garðkönnuna þína. Þú blandar sterklega kals- íumklóríði saman við vatn- ið. Með því að úða þessu á grastoppana tvisvar sirin- um, þá getur þú stöðvað gróður þeirra sumarlangt. M—1 Commins Diesel með hinu einfalda olíuverki Cummins Diesel í vörubíla 1. Léttar í hlutfalli við afl. 2. Öruggar og þægar í gang. 3. Einfalt PT olíukerfi. 4. Góð varahlutaþjónusta. 5. Þaulvanur viðgerðarmaður ávalt til aðstoðar við viðhald og viðgerðir. Cummins Dieselvélar eru í 55% af öllum stærri Dieselbílum í Bandaírkjunum. ORKA H.F. í Hverfisgötu 106 A VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.