Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 22

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 22
^rona er hmnmwt EF þú rekur samskonar verzlun eins og ég rek, með málaða stafi í verzlunarglugganum: ' Verzlun Barböru, verðurðu að setja upp vin- gjarnlegt bros svo að viðskiptavinina gruni ekki að þú haldir, að þeir séu með lausa skrúfu. Eg verzlá ekki með forngripi og ekki er þetta heldur svonefnd hagsýnisverzlun, heldur er þetta svona mitt á milh. Þarna eru birgðir af alls konar skrani, sem gengur undir nafninu listaverk og til eru þeir, sem kaupa þetta. Og ég hef nýlega séð hurðina lokast á hæla einnar laglegustu tátunn- ar, af öllum þeim, sem hafa villst hingað inn og þess vegna er ég að þurrka af gleraugunum mínum eitthvað, sem líkist tárum. Þetta hófst fyrir mánuði síðan. Ég hafði nýlega selt tvö skrípi í rokkokkostíl kvensnift einni, sem sýnilega hélt, að hún væri að snúa á mig. Ög þegár ðg lét átta dollarana I kassann — sjö og fimmtíu voru hreinn ágóði — veifaði ég til ljós-: myndarinnar af Ambroso frænda, en þá mynd lét ég standa á búðarborði mínu af alveg sér-1 stakri ástæðu. Hann hafði nú verið talsverður bátur i sjó að leggja og ég minntist orða, sem ■ hanh háfði-látið falla, þegar ég var barn: „Uxi' för tíl 'Éhglands og kom aftur naut.“ Svo að mér datt í hug að einhver kynni að hafa verið nægi- lega heimskur til að láta sér geðjast að honum. Svo að ég ákvað, til gamans, að láta hann standa á áberandi stað. Það var ekki fegurðinni fyrir að fara hjá Ambrose frænda. Hann greiddi sér eins og gamal- dags barþjónn og í andliti hans, sem var eins og líkkista að lögun, glytti í hrákagular glyrnur. Hann var hundslegur á svip, og einhver dala- mennsku sauðasvipur virtist vera sviðinn inn í ásýndina. Þetta var mjög skrýtinn fugl, og ég heyrði hann oft segja, að hann sæi aldrei eftir neinu. En hvers vegna var hann þá svona hunds- legur á svipinn? Ég hafði sett hann, eins og ég sagði áðan á mjög áberandi stað í þessari rusla- kistu, sem ég kallaði búð. Og mér datt í hug, að einhver hinna gömlu ástkvenna hans kynni að eiga leið eftir þriðju tröð og minnast hans frá árinu 1910. Hann hafði aldrei verið í neinum vandræðum með kvenfólk, nema hvað hann hafði aldrei átt nægilega peninga til þess að bjóða þeim út. Stutt smásaga eftir BOBIS SMITH Ambrose frændi hafði verið fyrir allra aug- um í tíu daga þegar honum var loks veitt at- hygli. Og sú, sem fyrst gaut til hans augunum, var einkarfalleg stúlka. Hún var bláeyg, stúlka, með brúnt hár og nægilega freknótt til að vera aðlaðandi. Og hún starði á myndina af Ambrose frænda með svo miklum hryllingi og forvitni, að ég varð undrandi. Þvi næst rölti hún af stað aftur, en fór sér hægt, eins og hún gæti varla slitið sig burtu. Hún kom aftur um kvöldið. Hún skoðaði í gluggann, áður en hún festi augun á myndinni af Ambrose frænda. Því næst var eins og hún félli í dá i um tíu mínútur. Þegar hún var farin, gekk ég út á gangstéttina, til að virða myndina fyrir mér, en ekki orkaði hún neitt á mig — né nokkra aðra manneskju, en þessa freknóttu stelpuhnyðru. Hún tók upp á því að stanza við gluggann í hvert skiptí, sem hún fór framhjá á leið sinni, til og frá vinnu. Og ég fór að veita henni eftirtekt. Það varð til þess, að ég tók að kenna hrolls. — Barbara, sagði ég við sjálfa mig. — Hættu að rannsaka þetta. Það er ekkert leyndardóms- fullt við þetta. En þegar ég virti hana fyrir mér, þar sem hún stóð þama, eins og frammi fyrir altari, fannst mér eitthvað kynlegt við þetta. Hún var ung og fersk eins og blóm og það var eitthvað það við hana, sem gaf til kynna að hún væri frá einhverju sveltaþorpi. Ég var i dyrunum eitt kvöldið þegar hún kom. — Sælar, sagði ég. — Eruð þér að norðan. — Já, frá Maple Grove, sagði Frekna og kinkaði kolli. -— Hvernig vissuð þér það? — Ég er sjálf frá smáþorpi, sagði ég. — Langar yður að koma inn og skoða myndina betur. Hún roðnaði. — Mig langar til að kaupa hana. Ég hef verið að reyna að taka ákvörðun um þetta álla vikuna. Allt í einu varð hún ellileg og leit vesældarlega út. — Ég verð að fá mynd- ina, sagði hún og greip andann á lofti. — Vitið þér af hverjum myndin er? — Nei, hvernig ætti ég að vita það, sagði ég og yppti öxlum. — Þetta er bara gamalt glugga- skraut. Við skulum ræða þetta mál yfir tebolla. Ég er um það bil að loka og svo hita ég te. En Frekna, sem raunar hét Jennie, var fáorð VIKAN 22' ft

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.