Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 23

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 23
FEVON ver hendur yðar FEVON ilmar þægilega FEVON er frábært fyrir barnafötin FEVON þvær allan þvott um Ambrose frænda. Samt lá henni mikið á hjarta og leysti frá skjóðunni og vegna þess, að ég er rómantisk að eðlisfari, þrátt fyrir tutt- ugu ára dvöl í biðsal einlífisins, hlustaði ég á þessa eldgömlu sögu, sem henni var ný og æsileg. Jennie hafði ekki viljað grotna niður í Maple Grove, svo að hún hafði lagt leið sína til borg- arinnar, til að reyna að láta æskudrauma sína rætast. Pilturinn, sem hún hafði verið heitbund- in í fæðingarþorpi sínu, hét Bill. Hann hafði ekki getað farið að heiman, því að faðir hans átti lyfjabúð, sem sonurinn átti að erfa að hon- um látnum. -— Mér fannst ég verða að reyna að krækja í auðugan eiginmann, sem gæti veitt mér loðfeldi, gimsteina, stórhýsi og ferðalög til framandi landa, sagði hún og starði á myndina af Ambrose frænda, sem var skorðuð up við te- pottinn „og ég ætlaði að eyða heilu ári í að reyna að klófesta einn slíkan. Ef mér mistækist, ætlaði ég að snúa heim aftur. Nú er ég búin að vera hér i rúma sex mánuði og ég . . . ég held, að draumurinn sé að rætast. En gallinn er bara sá, ungfrú Barbara, að Bill er eini maðurinn, sem ég elska. Það er hræðilegt! Ég hélt, að annða eins og þetta skeði aðeins í bókum.“ — Hvaðan haldið þér, að rithöfundar fái fyrir- myndir sínar? spurði ég. — Þér getið haft sömu aðferð og þeir, haft sögulokin að yðar eigin vild. Ef þér viljið fara heim núna, getið þér fengið myndina án endurgjalds. En mig langar aðeins til að vita, hvað þér ætlið að gera með hana? — Hún töfrar mig, sagði Jennie lágt. Hún brosti, en þetta bros virtist einungis vera yfir- varp. Það var gríma, sem brugðið var yfir þján- inga- og vandræðasvip. Eg bað hana að líta inn, hvenær sem hún vildi. En um leið og ég fylgdi henni út á Þriðju tröð. Þóttist ég sannfærð um að ég mundi aldrei sjá hana aftur. En auðvitað hafði ég á röngu að standa. Viku seinna brunaði hún inn. Hún ljómaði öll og var fallegri en nokkru sinni fyrr. — Bg ætla heim í fyrramálið, sagði hún glaðleg í bragði — og ég skal segja yður hvers vegna. Eg hefði getað fengið loðfeldi, demanta og allt það, ungfrú Bar- bara, en ég hef hugsað mig um síðustu dagana. Ég gerði mér ljóst hér um nóttina, að það borg- aði sig ekki að giftast þessum púðurhlunkum. Það var þess vegna, sem ég þarfnaðist myndar- innar. Þegar ég horfði á þetta andlit, fannst mér hann segja: ,,Þú getur ekki gert þetta, Jennie! Þú verður að gera þér Ijóst, að pening- ar eru ekki allt. Ég hefði aldrei getað tekið þessa ákvörðun, ef ég hefði ekki haft myndina. Því næst dró hún upp myndina af Ambrose frænda og kyssti hana. En mér sýndist hann vera grimmdarlegur og naglalegur á svipinn. Og með- an ég virti fyrir mér fagurt og unglegt andlit Jenniar datt mér í hug setningin: „Uxi fór til Englands og Tcom aftur naut.“ Það var því til- gangslaust að skýra henni frá þvi, að Ambrose frændi dó í fangelsi eftir að hann hafði rænt fjörutíu þúsundum dala úr banka. Kynlegur arfur Framháld af bls. 21. — Já, einmitt! Gilles Mauvoisin! Og hvenær komuð þér til La Rochelle? — I gær. Eg kom á norsku skipi. Það heitir Flint. — Það skip þekki ég mjög vel. 1 sannleika sagt hefur þessu skipi verið falið á hendur að færa mér saltaða þorsklifur frá Þrándheimi. Solemdal er gamall kunningi minn. En ég veit ekki hvemig þér hafið komizt að þessu. Hafið þér séð skipsskjölin ? — Hvaða skipsskjöl? — Hvað er að heyra? ætlið þér að gerast svo djarfur að telja mér trú um að þér vitið ekkert um þetta? Meðan á þessu stóð hafði annar gestur komið Jaja á óvart. Hún hafði setið í stólnum sinum, blundandi með köttinn sinn á hnjánum. Hún heyrði óljóst að bíl var ekið upp að dyrunum. Tveir menn stigu út úr honum og hún sá með öðru auganu hálf opnu, að annar maðurinn, sem hún kannaðist við, gekk að dyrunum. Frá þeirri stundu var hún glaðvakandi og á verði. — Hvaða erindi á refurinn núna, tautaði hún við sjálfa sig, ýtti kettinum af hnjám síniun og stóð á fætur. Gesturinn gekk inn. -— Jæja, herra Plantel, hvað kemur til að þú kemur til Jaja gömlu til að fá þér í staupinu? Solemdal skipstjóri var í fylgd með gestinum, sem var sjálfur Edgard Plantel, sem var annar eigandi útgerðarfélagsins Basse og Plantel. Hann var gráhærður maður rjóður í framan. — Heyrðu mig, Jaja . . . ég hef frétt, að hér sé ungur maður, sem kom til borgarinnar í gærkveldi. — Þó svo væri, hvað um það? — Er hann hér núna? Herra Plantel gerði sig sem breiðastan og þandi út brjóstið til að vera sem valdsmannleg- astur. — Hvaða erindi eigið þér við drengsnáðann minn? — Er hann farinn út? Vitið þér, hvar hann er? — Eg er ekki með nefið niðri í hvers manns koppi. Eruð þér ættingi hans? Ef svo er, virðist honum ekki bráðliggja á að finna yður. Plantel hikaði stundarkorn. Hann var að hugsa um að fá sér sæti, en hætti við það. Sjómenn af hans eigin skipum gátu komið á hverri stundu. Hann fór þvi út og Solemdal á eftir. Þeir fóru inn í bílinn. Bilstjórinn leit um öxl til að biða eftir skipunum. — Við verðum hér kyrrir. Kvöldið áður hafði Solemdal, af hreinni til- viljun minnst á farþega sinn í kvöldverðarboði heima hjá herra Plantel. . . . Það var ungur maður, sem heitir Mau- voisin . . . Það var eins og Plantel hefði fengið rafmagns- lost. Og hann hafði eins og Babin látið hringja til allra veitingahúsa til að spyrja eftir Mau- voisin. Og það var hreinasta tilviljun, að einn af sjó- mönnunum á Flint hafði séð Gilles borða há- degisverð hjá Jaja og hafði, einnig af einskærri tilviljun minnst á það við Solemdal skipstjóra. — Mér þætti gaman að vita, hvort hann hefur heimsótt Gérardine, tautaði herra Plantel. Armandine kveikti og það varð ennþá nota- legra og hlýrra í dyngjunni en áður. Framhald í næsta blaði. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.