Vikan


Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 24

Vikan - 06.11.1958, Blaðsíða 24
Látio SMARAGÐ létta yður námið EINKAUMBDÐ: RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 17 „Danska söngkonan" eöa „den islandske sangeríntíe" Spjallað við Elsu Sigfúss á 25 ára söngafmæli. Elsa Sigfúss á tuttugu og fimm ■ára söngafmæli um þessar mundir og ítilefni af því hefur hún haldið hér tvenna kirkjuhljómleika ásamt Páli Isólfssyni við forkunnar undir- tektir. Vikan hafði tal af þessari vinsælu söngkonu í tilefni af afmælinu og fara glefsur úr því hér á eftir. Fyrst spyrjum við auðvitað hvort ekki sé munur á fyrir söngkonu, sem er að byrja nám í dag og því sem var fyrir tuttugu og fimm árum. Elsa Sigfúss söngkona Það er ekki svo mikill munur segir Elsa, nema að þá þótti eiginlega nóg að hafa góða rödd. Það var ekki álitið nauðsynlegt að læra söng. Nú er þetta breytt. Eg hef alltaf verið að læra og verð býst ég við alltaf að því. Það er nú svo, að eftir því sem maður lærir meira þá á maður meira ólært. En hvað finnst yður um þá breyt- ingu, sem orðið hefur á dægurlögum á þessum tíma? Þér eigið við djassinn, rokkið og hvað það nú allt sama heitir. Þetta er allt mikill hávaði. Það er eins og ungt fólk í dag sé svo mikið fyrir hávaða, en ég veit heldur ekki hvað það hlustar á hann. TJtvarpið gargar kannske allan daginn, en það er enginn sem er beint að hlusta á það. Fólk verður hálfsljótt fyrir þessu en vill samt hafa sinn hávaða þó það hlusti ekki nema með öðru eyranu. Það er að verða svo lítill friður fyrir manneskjuna. — Ég veit ekki hvern- ig það er hérna, en víða er það svo- leiðis, að hús eru svo illa byggð, að það er engin leið að vera útaf fyrir sig. Þó maður vilji til dæmis skrúfa fyrir útvarp, heyrir maður hávaðann úr næstu íbúðum. — Söngkonan bros- ir. Helzt vildi ég eiga lítið hús út í sveit og búa þar. — Já, ég ætla að eignast lítið hús út í sveit. Á Islandi eða í Danmörku? 1 Danmörku — ég er búin að vera svo lengi þar. Og eiginlega veit ég varla hvort ég er kölluð „danska söngkonan“ eða „den islandske sangerinde.“ Svo er líka dóttir min i Danmörku að brjótast áfram á lista- brautinni. Jú, það er það —og þó. Það getur hjálpað manni líka. Það var til dæmis kritikker að skrifa alls fyrir löngu um textaframburðs söngfólks og hann sagði, að það væri munur að heyra framburð eins skíran og hjá Elsu Sigfúss. — Já, þetta var í Dan- mörku og ég held ég eigi þetta ís- lenzkunni að þakka. Framburðurinn á dönskunni hefur orðið skýrari vegna íslenzkunnar. Annars vil ég ekki vera að tala um erfiðleika á listamannabrautinni. Það kemur líka sitthvað skemmtilegt fyr- ir. — Maður kynnist mörgu skemmti- legu fólki. Ég man t. d. eftir doktor Kempf. Hann er einn skemmtilegasti maður, sem ég hef kynnst. Og- frá honum fékk ég eitt einkennilegasta tilboð, sem ég hef fengið um að syngja. Hann var einstakur maður. — Það var nú t. d. hvernig hann kom til Islands. — Hann var á ferðalagi með konunni sinni og þau voru stödd í Kaupmannahöfn. Þá er hann einn á gangi niður við höfnina og sér þar Islenzkt skip. Hann langar þá skyndi- lega til að fara til Islands og skipið á að fara eftir hálftíma. Hann hring- ir heim á hótel til konunnar og segist vera farinn til Islands. Og svo fór hann og hafði ekki einu sinni með sér tannbursta hvað þá annan far- angur. Svo var hann hér og hélt kon- serta. Hann var frábær organisti og söng líka. Ég var stödd hérna heima um það leyti og það barst eitthvað í tal milli okkar hvort ég mundi vilja koma til Þýzkalands og syngja, en ekkert var sem ákveðið. Svo fór hann heim og ég heyrði ekkert frá honum í tvö ár — og hvað haldið þér, þá fæ ég frá honum sendingu. Stóreflis plakat, þér vitið eins og hengt er upp. Það var mynd af orgeli og allt sem til heyrir og konsertinn auglýstur á- kveðinn dag: Matteusarpassian eftir Hándel, solist: Elsa Sigfúss. —- Og hann hafði ekki minnst á það einu orði hvort ég gæti sungið hlutverkið og ég hafði semsagt ekki heyrt orð frá honum í tvö ár. En það vildi svo til að ég var ekkert að gera um þær mundir og gat farið og sungið þarna. Þetta var yndislegur tími, ég var þarna i þrjár virkur. — Já, þetta er skemmtilegasta tilboð, sem ég hef fengið um að syngja. — Einstakur maður doktor Kempf, hann er bróðir píanistans fræga. Og talið barst að fyrri dögum á því mikla músíkheimili Sigfúsar föð- ur Elsu. Og hún segir frá þvi hvern- ig hún fylgdist af áhuga með því þegar faðir hennar var að æfa fyrsta vísinn að synfóníuhljómsveit hér í Heykjavík. Það var erfitt, segir hún, fólkið var í hinni og þessari vinnu og Framh. á bls. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.