Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 10
Þaj kemur e. t. v. annarlega fyrir sjónir að tala um sumarbústaði, nú þegar vetur er að ganga í garð. En þegar við ihugum þetta nánar, sjáum við, að það er einmitt nú að tími er kom- inn til að hugsa um væntanlegar byggingar sum- arbústaða næsta vor, einkum ef gert er ráð fyrir að búið sé að velja þeim stað. Allt frá fyrstu tímum hafa menn haft til- hneigingu og löngun til að eignast einhverskonar „annað heimili," þar sem þeir gætu hvilt sig fjarri hávaða og þrasi hversdagslífsins í fögru og rólegu umhverfi. Og þar sem þróunin gengur í þá átt, að hraðinn og annrikið eru sífellt að aukast, gerizt þetta æ tíðara í flestum menningar- löndum. Annars getur íslenzka orðið „sumarbú- staður“ varla átt við mörg þessara húsa. Þar dvela menn ekki einungis á sumrin, heldur allan ársins hring, hvenær sem tækifæri gefst. Að þessu sinni birtum við myndir af einu slíkra húsa. Það stendur í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli í Rosswald, svissnesku Ölpunum. Arkitekt og cigandi hússins er svissnesk kona, GUIMIMAR HERIUAIMIMSSOIM: Nýstárlegur sumarbústaður Heidi Wenger að nafni. Hún kallar þetta hús „Trigon" vegna hins þrihyrningslagaða forms. Útsýni er mjög fagurt þarna yfir nærliggjandi fjöll og dali og er því framstafninn einn gluggi frá gólfi og upp I mæni. Þarna getur líka verið mjög hvassviðrasamt á vetrum og snjókoma mikil. Frú Wenger hefur leyst þau vandamál, sem af þessu skapast á mjög eftirtektarverðan hátt eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. 1 góðu veðri er þríhyrndi hlerinn fyrir stafnin- um látinn falla í Iárétta stöðu og notaður sem svalir. Á nóttunni, í slæmu veðri og þegar húsið stendur autt, er hægt að draga upp og loka þann- ig alveg fyrir gafl hússins. Þessi tilhögun gæti vel komið til greina hér á landi, þar sem ekki er óalgengt, að eigendur sum- arbústaða komi að þeim stórskemmdum eftir lengri eða skemmri fjarveru, og þá oft af völd- um veður eða jafnvel skemmdarvarga, sem gera sér leik að því að brjóta allar rúður, sem fyrir- finnast. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.