Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 13
1 9 5 9 B U I C K BUICK af árgerðinni 1959 er búinn öllinn full komnustu tækjum. Sérstakle'ga eru mælarnir greinilegir og góðir álestrar. Utvarpstækið er mjög fullkomið. Op benzíntanksins er haglega falið aftan á vagninum, við farangursgeymsluna. Ljósaútbúnaðurinn er einnig afar vandaður. Vagninn er tveir metrar og tveir sentímetrár ;á breidd, en þrír metrar og sjö sentímetrar á lengdj og er hér átt við þann tveggja dyra. Fjögra dyra vagninn er nokkuð stærri. CADILLAC, árgerð 1959 er búinn afar undar- legum bakljósum, hvað alla staðsetningu snertir. Lok vélarhússins fellur svo vel að aurbrettunum, að ekki er hægt að greina samskeytin. Vagninn er mikið krómaður, enda hálfgerður skartgripur. Undirvagninn er sá sami og í fyrra. OLDSMÖBILE OLDSMOBILE 1959 lítur út eins og fliúgandi diskur, lágt vélarhús, breiddin virðist einnig mikil. Mæla- borðið er mjög endurbætt og reynt með ráðum og dáðum að koma í veg fyrir, að glampi komi frá því á fram- gluggann eftir að myrkt er orðið. Geymsluhólfið í mælaborðinu er það rúmbezta, sem sögur fara af, aftur á móti er útvarpstækið mjög fyrirferð- ftrlítið. Fagurlaga dráttarlykkju hef- urverið komið fyrir aftan á vagnin- um, líkt og tíðkaðist í gamla daga. Fóðurræmu hefur verið komið fyrir í dyrakörmunum, svo klæðnaðurinn nuddist ekki í stálið þegar farþeginn fer inn í vagninn. Einnig hafa stefnu- ljósin verið endurbætt til muna. d SOTÖ 1 9 DE SOTO af árgerðinni 1959 er talsvert ólíkur ’58 bílnum. Lögð er mikil áherzla á, að ekillinn hafi nóg svigrúm til stjórnar. I þeim tilgangi er framsætið lækkað og fært lítið eitt aftur. Aftur- sætið er hærra, enda hærra til þaks aftur í vagn- inum. Hægt er að fá sætin þannig úr garði, að þau snúist út að dyrunum, þegar farið er út úr vagninum. 1 mælaborðinu eru ljósmerki, sem gefa ökumanninum til kynna, hvenær hann er kominn á hámarkshraða (lögum samkvæmt). DE SOTO og OLDSMOBILE eru líkir að lengd og breidd og CADILLAC. Margt flelra má um þessa bíla segja, en til þess að skýra frá þvi öllu þyrfti að skrifa þykka fræðibók. ' 13 ’VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.