Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 19

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 19
FDRELDRABDÐ Margir foreldrar hafa þann sið, að bjóða uppkomnum börnum sínum og tengdabörnum og nánum ættingjum til átveizlu öðru hverju. Það er að mörgu leyti hin skemmti- legasta venja, en væri nú ekki ráð, að yngri kynslóðin tæki eig til og byði foreldrunY tengdaforeldrum og syst- kinum i mat, svona einu sinni? Að vísu er það all kostn- aðarsamt, en því ekki að vera dálítið eyðslusöm í þetta sinn og gleðja gamla fólkið með verulega ljúffengum mat. Gjörið þið svo vel, ungu húsmæður, hér er matseðillinn. Allt 1. flokks réttir! kotelttur Svtna- húsráð Sprungið egg má sjóða án þess að rauðan og hvítan falli út, ef ónot- uð eldspýta er sett ofan í sjóðandi vatnið á und- an egginu. Eldspýturnar verða að vera jafnmarg- ar sprungnu eggjunum. Blúndur, sem vand- farið er með, á að hreinsa með undanrennu á eftirfarandi hátt: Vefj- ið blúndurnar upp á hreina flösku eða vatns- glas og látið það standa í undanrennu. Skipt er Þegar gestirnir erú komn- ir fá þeir eitt glas af tó- matakokkteil og salt kex eftir vild. Þeir geta sötrað kokteilinn og malað kexið, meðan þið farið fram í eld- hús og leggið síðustu hönd á undirbúninginn. Porrétt- urinn, franskbrauð með rækjum, er skemmtilegur og bragðgóður smáréttur og ekki verða svínakótelett- urnar síðri sem aðalréttur. Súpu er óþarft að hafa, en ef þið skylduð samt sem áður sjá hungursvip á ein- hverjum, þegar búið er að snæða kóteletturnar, má gjarnan hafa niðursoðna ávexti með þeyttum rjóma á eftjr. Kaffið síðast, þegar fólkið er staðið upp frá borðum og hefur hreiðrað um sig í stofunni. Og þá koma uppskriftirnar. Þær eru ætlaðar fjórum, en þið aukið skammtana eftir þörfum. Tómatkokkteill meö söltu kexi. S—4 dl tómatsafi salt, pipar sítróna. Blandið salti og pipar út í safann eftir smekk. Kælið drykkinn og setjið helzt ís- mola út í, áður en kokkteill- inn er framreiddur. Skerið sítrónuna í mjóar ræmur og látið eina eða tvær í hvert glas. Franskbrauð meö rœkjum. 4 franskbrauðsneiðar 200 g rækjur smjör eða smjörlíki hálf til ein tesk. karry 4 þykkar ostsneiðar. Smyrjið þrauðið, setjið það á plötu (vel smurða vitaskuld). Bræðið dálítinn smjörbita á pönnu, hellið rækjunum á og sáldrið karry yfir. Athugið, að rækjurnar mega ekki vera nema and- artak á pönnunni. Skiptið þeim niður á sneiðarnar og skellið osti yfir. Rétt áður en þið ætlið að bera þetta fram, eru sneiðarnar settar inn í sæmilega volgan ofn og þegar osturinn er bráð- inn er hæfilegt að taka þær út aftur. Svínakótelettur svínakótelettur smjör eða smjörlíki rasp egg mjólk salt, pipar. Berjið kjötið vendilega, þerrið með hreinu stykki og dreifið á þær talsverðu af salti og pipar. Bræðið smjörlikið á pönnu, látið það hitna vel. Nú er hverri kótelettu velt uppúr eggi og mjólk og þá raspinu. Settar á pönnuna og hitinn lækkaður á plöt- unni. Látnar brúnast vel. Setjið þá á minnsta straum og látið þær malla í ca. 5 ■—7 mínútur. Nú er kótelettunum raðað snyrtilega á stórt fat, ásamt brúnuðum kartöflum, græn- um baunum, rauðkáli, gul- rótum og aspargusbitum. Soðnum sveskjum dreift yfir. Ambrostuterta. 2 egg^ 120 g' sykur 140 g smjör eða smjörlíki 85 g hveiti hálf tesk. lyftiduft 100 g flórsykur ca. 2 matsk. volgur rjómi 1) Hrærið egg og sykur vandlega. 2) Linið smjörlíkið Og bætið númer 1 saman við það. 3) Sigtið hveitið og setjið lyftiduft í. 4) Smyr jið hringlaga form og gott er, að setja ofur- lítið rasp í formið. 5) Bakið kökuna í ofn- inum og bakið hana við 200 gráðu hita í 30—50 mínútur. 6) Sigtið flórsykurinn og hrærið smjör og rjóma sam- an við hann. 7) Þegar kakan er orðin vel köld, setjið þér númer 6 á hana. 8) Skreytið með hökkuð- um möndlum, súkkati Og rifnum appelsínu- eða sit- rónuberki. Ambrosiu- SKODA Traustur — rúmgóður — sparneytinn — orkumikill. Sækið um gjaldeyris- og innfl.Ieyfi strax! — FJÓRAR GERÐIR — TÉKRiiNIESK/l BIFREIÐAIJIVIBOÐIÐ H.F. Laugavegi 176, sími 1-7181 VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.