Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 22

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 22
svaraði hann. Bob leit á úrið sitt, gekk síðan út að glugganum og horfði niður á götuna. Innan skamms kom Jake aftur með tvö stór glös. Bob tók við glasi sínu og skálaði. — Þér hefur gengið vel. Jake glotti. — Það er bara heppni, Bob. Það er eins og laxveiðar. Maður er að allan daginn án þess að fá svo mikið sem bröndu á öngulinn. Og maður strengir þess heit að fara aldrei aftur á laxveiðar og svo fær maður allt í einu stærsta laxinn, sem maður hefur nokkru sinni séð. Það er þessi íax, sem veldur því, að maður fer aftur á laxveiðai'. Þetta eru eins og álög á manni. — Jæja, þetta var nú laglega af sér vikið samt. — Það var einungis heppni. Mér mun ekki ganga eins vel seinni partinn í dag. Bob leit aftur á úrið sitt. — Hvernig stendur á því að konurnar koma ekki. Hvað dvelur orm- inn langa? — Hef ekki hugmynd um það. Ef til vill hafa þær horft á það tvisvar. Þú veizt, hvað þær eru hrifnar af Gilles. — Hvað sjá þær við hann, sem við höfum ekki ? — Stór eyru. Jake opnaði útvarpið og þá var verið að leika tónverk eftir Gershwin. — Hvað er þetta eiginlega, Jake. Bob stóð fyrir framan arininn og benti á tvo hluti úr bláu gleri, sem vóru eins og egg að lögun og stóðu á arihhiliunni. , — Maðurinn, sem seldi mér þetta — eða öllu heldur seldi mér annað þeirra — sagði mér, að þetta værú rússnesk ostruegg. — Rússnesk ostruegg. Jamm, það er nú það. En ertu ekki hræddur um, að öldungaráðið fari að hnýsast í það? Jake hló. — Eg skal trúa yður fyrir því, að þessi egg eru frá því fyrir byltinguna. Þau eru frá því á keisaratímabilinu. Mér er þvi óhætt. Hann horfði hugsandi á þau. — Hefurðu aldrei heyrt sögu þessara eggja. — O, ekki man ég það nú. — Skrýtið að tarna. Mér þykir einkennilegt, að Frances, skuli aldrei hafa sagt þér þá sögu. Hún hafði gaman af að segja hana og hló við. Eg hef gaman af henni líka. — Ég kannast við þetta tónverk. Hvernig geng- ur það? JAKE opnaði dyrnar og hratt upp hurðinni með fætinum. 1 annarri hendi bar hann stóran poka af nýlenduvörum, en í hinni hendinni hafði hann stóran poka með golfkylfum. Það er enginn hér núna, sagði hann um leið og hann svipaðist um í stofunni. — Komdu inn. Við höfum tíma til að fá okkur í staupinu. Bob elti hann inn og hann bar líka poka með golfkylfum og reisti hann upp við vegginn. Jake hélt áfram og gekk inn í eldhúsið. — Gerðu þig heimakominn meðan ég blanda drykkinn, kallaði hann. — Viltu það í sódavatni eða óblandað. — 1 sódavatni, ef þú vilt vera svo góður, Jake, 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.