Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 23

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 23
Jalce settist og dreypti á glasinu sinu og korfði upp í loftið. — Látum okkur nú sjá. — Það var . . . Það var fyrir fjórum árum, rétt eftir að við Frances bundum trúss okkar saman. Þú veist, hversu hrifin hún er af smáhlutum tins og þessum. 1 hvert skipti, sem ég sá edtt- hvað, sem ég hélt að henni geðjaðist að, keypti ég það handa henni, ef það var ekki of dýrt. Bob kinkaði kolli og horfði á hann með örlitlu brosi. — Jæja, dag nokkurn síðdegis vildi svo til, að ég gekk fram hjá búð einni við Cherry-götu, en þar voru seldir ýmsir gamlir munir og alls konar rusl. Og ég sá þessi tvö ostruegg í glugganum. Ég hafði aldrei séð neitt líkt þeim fyrr og auð- vitað datt mér Frances í hug. Þetta var i sept- epibermánuði og við ætluðum að gifta okkur tuttugasta og fimmta október. — Ég gekk inn og spurði eftir verðinu — ég man nú ekki lengur, hvað þau kostuðu — en þá tók ég eftir stúlkunni sem starði á þau líka. Það var ljómandi falleg stúlka. Algerlega fram- andi. Ég spurði hana, hvort hana langaði til að fá þau og hún sagði nei. Ég hafði komið auga á eggin fyrst og ég átti réttinn. Jæja, en það var sýnilegt, að hana langaði í þau, svo að ég heimt- aði að hún hefði forgangsréttinn. 1 þessu stappi stóð dálitla stund. Hún var mjög kurteis. Loks komum við okkur saman um að við keyptum sitt eggið hvort — og það varð úr. — Þetta var aðeins upphafið, getum við sagt, og ef til vill endirinn lika. — Og nú áttu bæði eggin, sagði Bob og glotti. — Já, þér missýnist ekki. Bob var bæði háðslegur og alvsirlegur á svip- inn. — Ég — ég mun ef til vill þekkja þessa stúlku ? — Hemm! hemm! — Er hún hávaxin. Falleg stúlka, jarphærð með ljósgul augu? -—■ Þú hittir naglann á höfuðið. Bob skellti upp úr. — Ja, skollinn sjálfur. Fékkstu eggin á þennan hátt, Jake. — Já, Bob. Það var nú ekki flóknara en þetta. Þeir hlógu báðir stundarkorn. Þvi næst settist Bob, horfði á glasið sitt og brosti hugsandi. — Já, lítill er heimurinn, finnst þér það ekki, Jake? — Jú, mjög lítill, en sérlega skemmtilegur. Viltu aftur í glasið. Bob ýtti upp laskanum á peysunni sinni og leit á úrið sitt: — Ég segi það ennþá, hversvegna koma konurnar ekki ? Hvað dvelur orminn langa ? 1 sama bili voru dyrnar opnaðar og hávaxin kona með brúnt hár og Ijósgul augu kom inn. — Sælír, elskurnar mínar. Konurnar eru komn- ar. Hvernig fannst ykkur golfleikurinn ? — Hann var ágætur. Hvernig fannst þér Gable ? — Betri en goifleikurinn. Hún gekk yfir gólfið og kyssti Jake. Því næst sneri hún sér að Bob. — Pabbi minn. Mér þykir leitt, að þú skulir þurfa að fara, en Frances biður í bílnum. Hann greip kylfurnar sínar og opnaði dyrnar. — Sæll Jake og skemmtu þér vel. — Við hittumst næsta laugardag, Bob. — Sæll, Bobbi, sagði stúlkan. — Sæl, Sissa, sagði Bob. S P A U G Á stríðsárunum var hér í Reykjavík stúlka utan af landi, sem var fjarska góð við hernáms- menn. Það fór líka svo, að hún hélt brátt heim til áhhagana með barn undir belti. Henni var vel tekið af foreldrunum, en skömmu síðar eignað- ist hún son, sem dafnaði vel. Þegar drengurinn var kominn á skírnaraldur, kom móðir hans á fund föður sins og spurði, hvað yrði nú til varn- ar hennar sóma, þar sem hún vissi ekki um fað- erni sonarins. Faðir hennar tók öllu vel og sagði henni að hafa engar áhyggjur. Næsta dag er prestur kallaður til að skýra og spyr prestur, hvað drengurinn eigi að heita. Þá segir karlinn: „Erlendur Sveinn Hermannsson." —O— Hún: ,,Þú talar aldrei til mín eins fallega og áður. Þú elskar mig ekki lengur." Hann: „Hana nú, þú ert byrjuð að jagast aftur um að ég slski þig ekki. Hvað. Hvað, ég elska þig meira en sjálft lífið. Haltu þér svo saman, svo ég geti haldið áfram að lesa Raua rúbíninn.“ • —O— Konan, sem sat á móti Jóni litla í strætisvagn- inum, gaf honum epli. Mamma Jóns: „Hvað segir þú þá Nonni minn?“ Jón (réttir konunni eplið): „Viltu flysja það fyrir mig?“ Springdýnur eru öndvegisdýnur Öndvee/i hd~ Laugaveg 133 — Sími 14707 Sendum verðskrá sé þess óskað Við getum afgreitt Vi-Springdýnur í öllum stærðum. — Sendið mál. Og þær verða afgreiddar eftir 10 daga. — Góðir greiðsluskilmálar. JOLAG JÖFIIM 1958 z _ / Askrift að tímaritinu FLUGMAL er alltaf vinsœl gjöf FLUGMÁL VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.