Vikan


Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 20.11.1958, Blaðsíða 26
,0^ jjac> er íetfndardómur ^Jlonicf i cjœlanna ! Hver pakki er pakkaður í cellofan. Núðlur í loftþéttum poka. Tvær töflur búnar til úr kjúklingakjöti. Heildsölubirgðir: Eggert Kristjansson & Co. h.f. 70 TONN AF BÓKUM. Framháld af bls. 2it. mikla hag, sem sum þetrra hafa haft af skiptum við hann. Helgi Tryggvason bjó lengi á Lóugötu 2 og hafði þar stórt hús undir bækur sínar og blöð. Fyrir nokkrum árum fékk hann til umráða gamla skólaloftið á Bessastöðum og hefur þar 30—35 tonn af bókum blöðum og tímaritum. Á loftið til Helga er gott að koma. Þarna hefur hann skipað niðui’ öllu þvi, sem máli skiptir og bætir síðan við jafnóðum og berst. Svo flytur hann verkin heil i bæinn til hinna ýmsu kaupenda; verkamanna, blaðamanna, ritstjóra, skrifstofustjóra, skipamiðlara, stór- kaupmanna, aldurhniginna embættis- manna, sem enn róa að því öllum árum að fylla gömul skörð í söfnum sínum, og fjölmargra fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Fari ein- hverjir kunningjar með Helga á loft- ið, vinnur hver í sínu horni að flokk- un og röðun, aðrir ganga um og virða fyrir sér ósköpin, sem þarna eru saman komin. Svo er sezt í hornið og húsfreyjan, sem oftast er með í förinni og vinnur með bónda sínum, skenkir hinu ágætasta kaffi í bollana. Þá berst talið oft að bókum og margt skemmtilegt ber á góma. Miðaldra skipstjóri segir frá því, hveinig hann náði í Konungsskugg- sjá. Fornbókasali segir frá skiptum við eitt af stórskáldum þjóðarinnar. Stjórnmálamaður rekur raunir sínar út af pésa, sem gekk honum úr greip- um og Helgi segir frá blaðinu, sem hann var að eltast við í fimm ár og var fyrst á Akureyri, svo á Laxa- mýii, síðan i Þjórsártúni og svo fann hann eintakið í Ameríku. EKKI er unnt að segja til með neinni vissu, hvílíkan ógnar- fjölda Helgi á af blöðum og tímaritum. Þau skipta hundruðum þúsunda eintökin, sem annaðhvort eru suður á Bessastöðum, í bílskúrn- um á bak við húsið, uppi á háalofti, í kjallaranum í geymslum úti i bæ eða í íbúðinni og þá stundum í stofunni, konunni til eðlilegrar mæðu. Um Helga Tryggvason og starf hans í þágu íslenzkrar menningar og bókasöfnunar, væri hægt að skrifa margar bækur. AU hjónin Ingigerður Einarsdótt- ir og Helgi Tryggvason hafa átt að fagna miklu bamaláni. Eiga þau sex börn, sem öll eru kom- in hið bezta til manns og eru synirn- ir allir hinir mestu völundar í öllu hsndvei'ki. Óefað hafa þeir erft alla beztu hagleika föðurins. Börn hans eru: Sigríður, gift í Reykjavík. Einar bókbandsmeistari í Hólum, Vigfús mublumeistari vest- ur við Kyrrahaf, Halldór, bókbind- ari sama stað, Jakob bólstrari í Kópavogi og Kristinn landmælinga- maður og ljósmyndari í Reykjavík. Helgi Tryggvason er mikill gæfu- maður. Hann á góða konu, sem hef- ur búið honum hlýlegt og gott heim- ili. Þeim hefur auðnazt að koma upp álitlegum hópi barna og barnabörn- in eru þegar farin að koma í heim- sókn til afa og ömmu. Hann gleðst einnig í hjarta sínu yfir því, að honum hefur margfald- lega tekizt að bæta fyrir bókabrun- ann á Hofi fyrir aldarfjórðungi. Hann þarf því ekki lengur að sjá eftir því, en allir íslenzkir bókamenn munu sjá eftir, þegar Helgi Tryggva- son hættir að yrkja akur íslenzkrar bókfræði og menningar og óska hon- um sem lengstra lífdaga. Dagbók frá Litla-Hrauni. Framhald af bls. 15. hversu seint mér berast fréttir frá mínu fólki. J. . á nú aðeins eftir að dvelja hér á landi í tvo daga og því með öllu útilokað að ég sjái hana meir að þessu sinni. Líðan mín er með svipuðum hætti og verið hefir, þ. e. ég fæ slæm þung- lyndisköst annað veifið og verður tæp- ast við því gert a. m. k. ekki á þessum stað. Loks nú í kvöld fékk ég bréf frá L . . og pabba, og færðu þeir mér mjög góðar fréttir, því nú veit ég a. m. k. að vel er unnið að málum mínum. 15/5 Uppstigningardagur. Veður er í dag mjög fagurt, glamp- andi sól skín í heiði og umhverfið allt baðað geislum hennar á þessum helga degi okkar kristinna manna. 1 dag barst okkur föngunum óvænt og kærkomin heimsókn og á ég þar við heimsókn manna úr söfnuði Fíladelfíu. Þeir komu hér um miðjan dag og boðuðu okkur þann boðskap sem tengdur er degi þess- um. Svo og hinn almenna boðskap um kristindóminn í heild og um nauðsyn þess að menn sjái sig um hönd og fylgi Guði, þvi það stendur okkur ávallt til boða. Engin synd er svo stór að hún verði ekki fyrirgefin. Heimsókn þessa fólks varð mér til sannrar og ríkrar ánægju og veit ég að svo mun vera um fleiri. Mér finnst sjálfum að ég hafi breytst mjög til hins betra. Eg held að ég hafi fundið þá einu sönnu sálar- ró sem einkennir líf þeirra er lifa í nán- um tengslum við Krist. Ég vona að mér hlotnist sú gæfa að lifa í anda hans og framfylgja boðum hans. Mig skortir að vísu mikið til þess að geta staðið frammi fyrir samföngum mínum og vitnað um náð Krists. En ég er þess fullviss að bænir minar eru heyrðar og líf mitt mun uppfrá þessu einkennast meira af kærleika og umbun svo sem hann einn biður. Ég hefi enn ekki fengið neinar fréttir af J. ., en vona þrátt fyrir það að hún muni ekki bregðast mér, ég get þó tæpast vænst þess, því það er mikil fórn fyrir jafn glæsilega stúlku og góða að vera bundin afbrota- manni, tugthúslim. Tíminn einn fær úr þessu máli skorið. En seint mun ég finna konu er ég held að hæfi mér betur, því J . . sameinar allt það er prýða má eina konu. Semsagt hún er dásamleg. 16/5 I dag er veður mjög gott, hægur suðaustan andvari og heiðríkja. Ég vann svo sem undanfarna daga, við að sementsbera girðinguna umhverfis fangelsið. Fátt eður ekkert varð til þess að raska hinu formfasta lífi hér, nema hvað ég sá þrjár ungar blómarósir á gangi hér fyrir framan hælið. Slíkir viðburðir teljast hér hinir markverðustu og er ekki rætt um annað en hið veika kyn þá fáu daga sem Evu dætur auðsýna okkur föngum þá virð- ingu að sýna ásjónur sínar. Mér líður eftir atvikum vel, hefi hina ágætustu matarlyst og hefi náð hinni fullkomnu sálarró, sem mig hefir lengi skort. 1 dag mun mín elskaða J. . hafa siglt, án þess þó að hafa látið mig heyra hið minnsta frá sér, og tekur það mig sannarlega sárt, en við því verður tæp- ast gert, þar sem ég sit hér undir lás og slá. Ég mun eigi að síður geyma minninguna um hana í hjarta mér, sem eina hina ljúfustu úr lífi mínu. 17/5 I dag er enn hið ágætasta veður. Við vorum samt sem áður ekki látnir fara út til vinnu, því mun hafa valdið slcortur á verkefnum, og var mönnum því sagt að taka til í klefum sínum. Ekkert raskaði hefð þessa dags, ég svaf meginhluta hans og gat með því forðast hin ömurlegu leiðindi sem ávalt sækja á mig þegar ég ekki er að starfa. Ég hefi ekkert frétt af J .., en get með engu móti bægt hugs- uninni um hana úr hug mér, ég vona enn að hún hafi ekki gleymí mér. Ég bið og vona. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.