Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 2
Tilvalinn á jóla- &atlw0tyfol Xfrís6emdi/lÁ -^« A TAKMORKUNUM Þekktur borgari kom inn í veitingahús hér í bænum og settist við eitt borðið. Þerna kom strax til hans og byrjaði á því að snúa við dúknum á borðinu. Þá varð manninum að orði: — Ósköp er að sjá til þín, manneskja! Aldrei mundi ég taka í mál að láta konuna mína snúa við lakinu! —O— Fræg íslenzk söngkona hafði verið gift dönsk- um manni, en þau höfðu slitið samvistum. Söng- konan var að æfa aðalkvenhlutverkið í frægri óperu, þegar hún fékk allt i einu slæmt kvef og varð að hætta æfingum. Þegar svo var komið, sendi hún fyrrverandi manni sínum svohljóðandi skey ti: „Har tabt Stemmen. Maa jeg komme?" —O— Jakob Thorarensen skáld og Jakob Thoraren- sen farandsali, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um, voru náfrændur. Eitt sinn var Jakob far- andsali búsettur i Reykjavik um skeið og gaf þá út blað, sem hét Klukkan hálf tólf. Ekki vildi Jakob skáld láta bendla sig við þetta blað og birti því i Morgunblaðinu svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Ef hér skyldi verða gefið út blað með rit- stjóranafninu Jakob Thorarensen, eru menn vin- samlegast beðnir að athuga, að það er ekki und- irritaður. Jakob Thorarensen skáld." Daginn eftir birtist í Morgunblaðinu eftirfar- andi yfirlýsing: „Ef hér skyldi verða gefin út ljóðabók með höfundarnafninu Jakob Thorarensen, eru menn vinsamlegast beðnir að athuga, að það er ekln undirritaður. Jakob Thorarensen ritstjóri." STUÐLAMAL Um lausbeizlaðan þingmann Allra flokka föðurlands flóttamaðurinn vitjar. Lítilmennska og lausung hans leggja saman nytjar. Tveggja maki Bóndi einn á Norðurlandi bjó með tveimur systrum. Var hann kvæntur annarri, en átti börn með báðum. Silungsvatn stórt var á heiðifini upp af bænum. Eitt sinn sást bóndi á hlaupum niður heiðina með silungakippu á bakinu. Þá var kveðið: Þykir vænt um veiðina vöskum maka tveggja. Hendist ofan heiðina heim til þeirra beggja. HINIR MISVITRIJ SÖGÐU Að skapa hugsun „Hann sagði m. a. að eitt frumskilyrði til endurheimtar andlegrar heilbrigði væri af skapa sjúklingum starf, sem dreifði hugi þeirra frá eigin bágindum og skapaði þeim hugsun um hagnýta hluti." Alþýðublaðið Gestaboð fyrir ólóða „Fyllti lögreglan fangageymsluna á skammri stundu með ölóðum mönnum, en aðra varð hún að flytja heim til sin." Vísir 11. nóv. '58 Með nýju tungli „Nýtt Sigrún Ragnarsdóttir syngur og leikur á gítar." Auglýsing frá Silfurtunglinu í Morgunblað- inu 17. okt '58. Breytt mataræði „Við erum hættir að snæða trúboða sögðu Indíánarnir og buðu upp á apakjöt, sem þeir höfðu áður tuggið til að sýna, að það væri ekki eitrað." Tíminn 12. nóv. '58. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.