Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 3
VIKAlll títgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Jökull Jakobsson (álmu) Blaðaraenn: Karl ísfeld, Hrafn P&lsson, Bragi Kristjónsson. Auglýsingastjóri: Asbjörn Magnússon. Framkvæmdastjóri: Hflmar A. Kristjánsson. * Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð 1 Reykjavík kr. 9,00. — Áskriftarverð utan Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar : Tjarnargala 4. Síini 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 16. Sími 15017. Prentað i Steindórsprenti. Kápuprentun i Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Myndamót gerð i Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. POSTURINN Svar til Labba: Réttast vœri auövitaö, aö þú talaöir strax viö unnustu þína og geröir út um þetta þegar í stað, því aö annanhvom ykkar veröur hún óhjákvœmi- lega að velja. Hún getur því miöur eklci leyft sér þann munaö, aö liafa ykkur báða í einu> eöa þaö finnst mér a. m. k. ekki. Þú gerðir því rétt- ast í því aö fara beint til hennar og fá skoriö úr því afdráttarlaust, hvort hún vill vera þín eða hans. Annað er eiginlega ekki liægt aö gera eins og á stendur. Hertu upp hugann og vertu þess minnugur, að allt getur þetta fariö vel, þótt gönuskeið gelgjuáranna reynist sumum nokkuð erfitt. —o— Kæra Vika! Ég skrifa þér i annað sinn og vonast enn við svari. Og bið þig þá að reyna að fá og birta í blaðinu á næstunni ef þú getur náð í heimilis- fang Rossano Brassi. Eða er þá ekki hægt að skrifa honum? Til hamingju með afmælið þótt seint sé. þín Dísa. Svar: Rossano Brassi má skrifa til 20th Cen- tury Fox, 10 201 West Blvd., Los Angeles 35, Calif. U.S.A. Kæra Vika! Ég hefi keypt bæði blöðin sem komin eru út af ,,Nýju‘‘-Vikunni. — Hafið kæra þökk fyrir þau. Ef efni blaðsins, framvegis, verður með svip- uðu sniði sem hinna tveggja er við nú höfum séð, þurfið þið engu að kvíða. Eg hef mikinn áhuga á að vita hvort þið þarna i ritstjórninni gætuð ekki aflað einhverra fregna af hinni margumtöluðu, Marily Monroe. Með fyrirfram þakklæti um skjót og góð svör. Svo og kærar kveðjur. Ég óska ,,Vikunni“, sem og ykkur öllum sem við hana starfa, gæfu og gengis. Aðdáandi M. Monroe. Svar: Marilyn er 32 ára gömul. Því miður vit- um viö ekki hvenær ársins 1926 hún er fœdd. Hún er gift Arthur Miller og er sambúö þeirra hin bezta. Erfmgja hafa þau ekki eignast enn. Fyrir rúmn ári missti Marilyn fóstur og er haft fyrir satt aö þau hjónin liafi tekið missinn mjög nærri sér. Marilyn hefur verið á feröalagi í Evrópu ásamt eiginmanni sínum, síðustu tvö árin, en er nú komin aftur til Hollywood og leikur þar á móti Tony Curtis i „Some Like It Hot“. Við getum ekki séö athugavert við að skrifa henni og biðja hana um mynd. Stjörnur eins og Marilyn Monroe fá mörg hundruö bréf á dag sem hafa að geyma svipaðar óskir. öllum kvikmyndaleikkonum þykir eflaust vœnt um að fá þessi bréf, þótt fæstar hafi tíma til aö lesa þau öll. HeimMsfang Marilynar er hið sama og Rossano Brassi. Viö þökkum svo kœrlega fyrir falleg orö í garð blaösins og vonum, að okkur takizt aö halda í horfinu! I’EIMIMAVIIXilK Arnaldur M. Pétursson, Pétursdale Ranch, R.R.T, Steamboat Springs, Colorado, USA; við stúlkur 15—16 ára. Árni Friðriksson, Hilmar Einarsson, Trausti Kristjánsson og Sæmundur R. Ólafsson, allir á bændaskólanum á Hólum, Hjaltadal; við stúlkur 16—20 ára. — Jóhanna Kristjánsdóttir, Hafbliki, Þórshöfn; við pilta 18 20 ára og María Vilhjálmsdóttir, Sæborg, einn- ig á Þórshöfn við pilta 16—17 ára. Myndir fylgi. — Ragnar Ragnars, Núpi, Dýrafirði; við stúlkur 14—16 ára. — Guðlaug Eggertsdóttir, Syðsta- hóli, Sléttuhlíð, Skagafirði við pilta 15—17 ára. — Sigrún Friðfinnsdóttir, Sleitu-Bjarnastöðum, Skagafirði við pilta 14—16 ára. Gretel Heukaufer, Betzdorf (Sieg), Kopling- strasse 9, W. Germany. Ingeborg Klein, Wissen (Sieg), Marktstrasse 6, W. Germany. Rita báðar á ensku og eru 19 og 20 ára. Haukur Björnsson frá Bæ, Hólum, Hjaltadal, Skagafirði; við stúlk- ur 16—18 ára. — Unný Einarsdóttir, Sollý Þor- steinsdóttir og Þórey Oddsteinsdóttir allar á Hús- mæðraskóla Suðurlands, Laugavatni, Árnessýslu við stúlkur og pilta 17—20 ára. Framhald á bls. 23. TAKIÐ EFTIR! Á bls. 14. í þessu tölublaði birtum við annan hluta dagbókarinnar frá Litla- Hrauni. Dagbókin er rituð af ungum manni, sem komst undir mannahendur og lýsti hann í síðasta blaði tildrögum þess að hann var hnepptur í fangelsi. Þessi ungi maður er nú laus úr fang- elsinu og gengur frjáls um götur bæj- arins, staðráðinn í því að hverfa frá fyrra líferni og taka upp nýja lífshætti. Sá er þó hængurinn á að þessi maður hefur enn ekki fengið neina þá atvinnu eða stöðu er honum hentar. Það er frumskilyrði til þess að menn geti lif- að mannsæmandi lífi að þeir fái að starfa að því sem hugurinn girnist. Og þeir sem lesa dagbók piltsins, munu komast að raun um að hann hefur ein- lægan vilja til þess að verða að nýtum manni. Nú eru það tilmæli okkar að þeir sem gætu á einhvern hátt liðsinnt þessum fyrrverandi fanga, útvegað honum at- vinnu eða aðstoðað hann á annan hátt, láti okkur vita sem allra fyrst. Þeir sem vilja sinna þessu eru beðnir að hafa samband við ritsjóra Vikunnar annaðhvort bréflega í pósthólf 149 eða símleiðis í síma 15004. óskaplata allra íslendinga. FÁLKIMM H.F. HLJÓMPLÖTUDEILD VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.