Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 4
i Þistilfjarðarhéraði, Þar til hann fór til Isafjarðar og tók þar við yfir- stjórn heilbrigðismála 1917. Hann var frábær læknir og skörungur í öllum greinum, sem hann kom ná- lægt. Af miklum myndarskap lét hann reisa stórt og gott sjúkrahús á staðnum og rækta tún og kýr i nánum tengslum við sjúkrahúsið. Hann sat í bæjarstjórn Isaf jarðar í 10 ár. Var formaður skólanefndar og hafði með höndum ýmis önnur trún- aðarstörf, eins og sagt er um góð- borgarana. SVO var það daginn fyrir höfuð- dag í haustmánuði 1931, að Vil- mundur var skipaður landlæknir. Hafði hann vakið mikla athygli hinna vitru og virtu stjórnmálamanna, sem sátu á friðarstóli í Reykjavík. At- orka hans og dugnaður var lands- kunnugt. Gott orð fór af sjúkrahúsi hans og læknisstörf öll þóttu frábær. I Arnarhváli er landlæknisembættið til húsa. Jjegar Vilmundur t6k við Hann var ótrúlega skjótur til fram- embætti, setti hann þa« skilyrði að hann gæti gengið í þraðbeina línu kvæmda og sjúkdómsgreiningar stóð- heiman að frá sér á skrifstofuna. — Hann hefur alla embættistið sina átt ust alla gagnrýni. Eitt sinn var sá heima á Ingólfsstræti 15. EITT furðulegasta og merkileg- asta f yrirbæri þessa lands er án vafa Vilmundur Jónsson, land- læknir. Persónuleikinn er svo marg- slunginn og fjölhæfur og kynlegur, að hreinustu firnum sætir. Þó er hann sjálfum sér fyllilega samkvæm- ur og unir sér sennilega bezt í ein- rúmi eða fjörugum rökræðum við háfléyga lífsspekinga, einhverja af hinum stritandi stríðsmönnum lífs- ins og tilverunnar. Vilmundur Jónsson er gæddur fá- gætum persónutöfrum, þannig að jaðrar við klára dáleiðsluhæfileika. Eitt sinn mætti hann koltimbruðum merkismanni á leið í „ríkið". Vil- mundur tók í hönd hans og leiddi við hlið sér beina línu suður Ingólfs- stræti. Timburmennirnir voru horfn- ir eins og dögg fyrir sölu, þegar þeir skildu fyrir utan hús landlæknis. Manni kemur ósjálfrátt í hug hinn snilldarlegi kafli í ævisögu séra Árna heitins Þórarinssonar, þar sem fjall- að er um Valdimar Ásmundsson og segulmagnaðan persónuleika hans. Vilmundur var eitt sinn staddur á rampólitískum fundi í kjördæmi sinu vestra. Andstæðingur hans var í pontunni og talaði af miklum móði. Þá reis Vílmundur úr sæti sínu, gekk til hans, stjakaði honum með sér baka til og sló upp í hrókasamræður, sem lauk þannig að þeir leiddust um sviðið, hlæjandi báðir. Gönguferðir með sjó fram í saggasömu veðri, -*<".« þegar inspirasjónir berast mönnum tíðla til að diskútera, filósófera og spekúlera, segja kunningjar hans, að séu með skemmtilegustu og upp- byggilegustu stundum lífsins. Kvöld- stundir með, landlækninum við arin- eld í rökkurkyrrð verða öllum ó- gleymanlegar. Leiftrandi mælska og gneistandi gáfur húsbóndans, koma mönnum algerlega úr jafnvægi, og þeir finna sárt til í brjóstinu vinstra megin. VILMUNDUR hefur komið víða við á langri leið. Hann er fædd- ur á Fornustekkum í Nesjum austur 28. maí 1889. Um uppeldi hans er oss að mestu ókunnugt, en sjálfsagt hefur hann árla verið jafn- mikill strákur og hann er enn í dag. Hann lagði leið sína til Akureyrar á Gagnfræðaskólann og hlaut prýði- lega einkunn við öll próf, sem hann þreytti þar. Síðan hélt hann til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi, að oss minnir, utanskóla 1911. Er margt skemmtilegt sagt um hann frá þessum árum, en að þessu sinni er vart rúm til þeirra sálma. Hann hóf svo læknanám og lauk því við mikinn orðstír 1916 og fékk hátt í tvö hundruð stig við prófið og var það geypiframmistaða og er enn. Svo sigldi hann og forframaðist í grein sinni í Englandi Noregi og Danmörku. Að svo búnu hélt hann aftur til Is- lands og gegndi héraðslæknisembætti HANN LÆTUR VINNINGINN LIGGJA VILMUNDUR JDNS5DN sem þetta hripar staddur í Kamp uðu honum því frábæra forystu £ Knox hjá gömlum sæmdarhjónum að heilbrigðismálum staðarins og kusu vestan, sem fluttust á mölina í stríð- hann á þing, sama ár og hann var inu. Dóttir þeirra hafði gengizt und- fluttur til Reykjavíkur. Vilmundur ir uppskurð í Landspítalanum. Að- sat á þingi fyrir Isfirðinga 1931—33 gerðin mistókst, stúlkan dó og síðan fyrir Norður-lsfirðinga 1933— gömlu hjónin voru niðurbrotin. Þau 34 og enn 1937—1941. Þá sagði hann börmuðu sér og maðurinn sagði, að af sér þingmennsku. Þar kemur fram þetta væri allt sér að kenna, hann ein kynlegasta ástríða mannsins. hefði bara átt að biðja hann Vilmund Hann lætur vinninginn liggja. Ann- um að skera telpuna upp og „hana að dæmi má nefna. Eitt sinn ritaði Kristínu að hjálpa til", þá hefði allt Vilmundur bók eina mikla. Sendi farið vel. Einungis þetta smáatvik hana svo Háskólanum og var hún sýnir það traust, sem Vilmundur og tekin gild til doktorsvarnar. Land- Kristín kona hans nutu þar vestra. læknir lét sér aldrei til hugar koma Heilbrigðismálaráðherra var um þess- að verja ritgerðina. Hann lét vinn- ar mundir Jónas Jónsson frá Hriflu. inginn liggja. „Curationes" er senni- Hann var Framsóknarmaður eins og lega skemmtilegasta doktorsritgerð, kunnugt er. Vilmundur var einn af sem samin hefur verið af íslenzkum hörðustu Alþýðuflokksmönnum. Jón- manni. Hún á ekki heima í bókahillu as sá og viðurkenndi hæfileika Isa- með leiðinlegustu og tyrfnustu bók- fjarðarlæknisins. Honum þótti trú- mentum, eins og íslenzkar doktors- legt, að hann gengdi rösklega fram ritgerðir virðast þurfa að vera. í embættinu, ef hann yrði skipaður landlæknir. Þessvegna gekk hann í "KTILMUNDUR var afar vinsæll berhögg við marga merka Framsókn- \ þingmaður. Kjósendur hans kusu armenn og afhenti Vilmundi Jóns- hann ekki fyrst og fremst vegna syni lyklana að skrifstofum land- þess að hann var Alþýðuflokksmað- læknis. Síðar hefur Jónas að vísu ur, heldur af því að hann var fyrr- lýst það hálfgerð mistök, að hann verandi læknir þeirra og velgerðar- skipaði Vilmund í embættið. Vér maður. Kosningafundir hans voru hyggjum samt, að dómur sögunnar eindæma skemmtilegir. Eldleg verði annar, þrátt fyrir alkunna sagnfræðihæfileika ráðherrans. Eng- inn hefur fundið réttilega að störfum landlæknisins. Hann hefur áreiðan mælska þingmannsins og frábær rökfimi vöktu aðdáun. Sagt, er án þess að vert sé að leggja of mikinn trúnað á, að Vilmundur hafi meðal Ingólfsstræti 15 — beinar Hnur. lega ávallt viljað hafa það, sem annars komið því að í kostningahríð, sannast reyndist. Embættisfærsla öll að hinn gamli þingmaður þeirra hefur verið með ágætum og skrif- Norður-lsfirðinga hefði nú setið lengi stofuhaldið jafnan sparneytnara en Framhald á bls. 25. tíðkast á opinberum skrifstofum. Isfirðingum fannst mikið koma til frama læknisins, þótt þeim fyndist að vísu súrt i broti verða af kröft- um hans. Þeir þökk- I ALDARSPEGL 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.