Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 5
rLLEITUR og hörkulegur maður læddist hljóðlega í áttina að eldhúsdyrunum. Hann gotraði augunum laumulega til einmanna íjallanna og horfði niður eftir bugð- •óttum stígnum sem lá niður að gljúf r- unum. Hann laumaðist aftan að feit- laginni konunni sem sat í mestu • makindum og var að afhýða epli. „Þekkirðu mig, frú Péturz?" hvíslaði hann. Hvort hún þekkti hann. Hún nærri bví lyppaðist niður og greip fyrir hjartað. Hún stakk gljáfægðum hnifnum gegnum skínandi eplið. Hún sneri sér hægt við. Sólin glitraði í hvítu hári hennar og smágerðum 3irukkunum í sólbrenndu andliti hennar. „Bill Dodd? Ertu kominn heim?" „Já," hreytti hann út úr sér, „farðu nú ekki að segja að það sé eins og það hafi gerzt í gær. Það eru nefni- lega tíu ár síðan, frú mín góð." Röddin var þrungin hatri. Hann kom sér fyrir í dyrunum og kross- lagði armana á brjóstinu. Breiðar .axlirnar skyggðu á sólina. Hún hugsaði með sér að hann mundi langa til að létta á hjarta sínu. „Tylltu þér niður," sagði hún. „Og leysa frá skjóðunni?" spurði hann hranalega. Hann andaði djúpt að sér. „Þú ert að baka eplatertuna býst ég við? Mér þykir hún góð manstu éftir því?" „Ég man," sagði hún og brosti hlíðlega en hjarta hennar sló örara," ég hef oft hugsað til þín Bill." „Já, ég hef líka hugsað til þín," sagði hann og það fóru hrepur um bólginn munninn. Það kom kaldur glampi í augun. „Starað gegnum járnrimlana og hugsað til þín. Etið úldið skarn og hugsað til þln. Þó hefur ilminn af blómunum á gil- börmunum, ég hef látið mér nægja fnykurinn úr sorpfötunum og óþef- inn af sótthreinsunarlyfjunum. Þú hefur horft á stjörnurnar kvikna yfir fjöllunum en þú hefur aldrei séð ljósin slokkna í fangaklefa." Hann lækkaði róminn og það mátti greina djúpa beizkju i döddinni. „Þá var ég 25 ára — nú er ég 35. Já. Eg hef oft hugsað til þín." Snyrtilegar hendurnar á frúnni skulfu. Ef til vill mundu þær hætta að skjálfa ef hún tæki sér eitthvað fyrir hendur. Hún sneri stólnum í hálfhring. Studdi höndum á borðbrúnina. Hún hélt áfram að afhýða eplin af mikilli leikni og nú voru hendurnar hættar að skjálfa. „Þú varst að baka eplatertu daginn þann," sagði hann. „Ég hef bakað eplatertu lengur en þú hefur lifað, Bill," sagði hún hógværlega. Hann gnísti tönnum og hafði ekki augun af hálsi hennar. Hann varð að beita sjálfan sig hörðu til að horfa í aðra átt. „Já, þú varst að baka eplatertu og sazt hér við dyrnar, horfðir út einsog núna. Þú hafðir séð einhvern ræna launafénu sem átti að fara á Dalabúið. Svo þegar ég leit inn seinna, þá dróstu svarta vasaklútinn upp úr vasa mínum." „Já, svartur litur fer ekki ungum mönnum vel." ,,Þú hafðir séð að ég hafði útbúið hann sem grímu en þóttist ekki hafa tekið eftir neinu. Þú gafst mér eplatertu að éta. Svo léztu sýslumann- inn vita . . ." „Ég hefði átt að láta það vera, bara af því þú borðaðir hérna," anzaði hún snúðugt. „Þeir hefðu aldrei náð mér ef þú hefðir ekki kjaftað." „Og hvað með það?" spurði hún og lét engan bilbug á sér finna. „Hvað með það?" spurði hann, „hérna ertu alein á afskekktum stað uppi I fjöllum. Sendi- sveinninn frá kaupmanninum kemur einu sinni á viku. Það kemur varla nokkur annar til þín." Hún fann allt I einu til þess að hún var orðin digur, þungfær og gömul. Hún hafði aldrei verið einmana, hún hafði horft á bílanna fyrir neðan eins og leikföng á veginum, horft á dádýrin koma til að fá sér að drekka og stöku sinnum kom einhver í heimsókn og fékk að borða. Nú varð hún allt I einu einmana... „Það koma engir kúrekar eða vinnumenn MeimkmwniBm Smásaga eftir DON EAGLE næstu daga til þin, kelli mín. Það er skógareldur hinum megin I dalnum. Ég sá til þess. SSg kveikti í viljandi í ákveðnum tilgangi." Hún fann á sér að eitthvað mundi bresta ef hún hætti að afhýða eplin. Hún fann til sársauka bak við eyrun og einhver undarlegur tómleiki gagntók hana alla. „Það tók mig langan tima að finna ráð til að lofa þér að finna á nokkrum andartökum hvern- ig tíu ár i helvíti eru. BSg ætla að binda þig uppi á lofti, þaðan getur þú séð lækina falla niður hlíðina en þú færð ekki dropa að drekka. Þú kemur til með að hata lífið — en samt muntu tóra — þangað til þú tærist upp." Hún fann að hún mundi geta þrýst hnífnum I barka hans ef hún væri nógu nærri honum. „Ég ætla ekki að sýna neinn mótþróa, Bill," sagði hún, „ég hef lifað grandvöru lífi og get lokið því með góðri samvizku." „Lifað grandvöru lifi," fnæsti hann, „komið mér I tíu ára tukthús." Hún fór að reisa sig á fætur, hægt og sein- lega. Þá þreif hann járnstöng úr ermi sinni. Hann vissi hvernig átti að handleika slika hluti. Það tæki ekki langan tíma. Þegar Bilí Dodd kom ofan af háalofti aftur, labbaði hann í hægðum sínum yfir grasflötinn og stiklaði á steinum, fór sem leið lá niður að gil- barminn og þangað sem bíllinn hans stóð. Hann ók í burtu og var enginn asi á honum meðan hann ók þessar 40 mílur niður á slétt- lendið. Hann gerði hlé á ferð sinni til að horfa á dádýrin bita grængresið, stanzaði til að fá sér snarl að borða og horfði á laxinn stökkva í ánni. Þar sem gilið mætti dalbotninum stanzaði hann viö litla benzínstöð. Gráhærður, samanrekinn maður með barða- stóran hatt á höfði klæddur velktum fötum hall- aði sér inn um bílgluggann. „Sæll vertu, Bill." „Sæll, sýslumaður." Hann heilsaði honum hjartanlega til að sýna honum að hann vildi ekki erfa þetta við hann. „Eg hélt þú værir út í skógi og tækir þátt í slökkvistarfinu." „Eg er ekki lengur neinn maður að fást við skógareld," svaraði sýslumaður, „það er ekki nema fyrir unga og hrausta stráka eins 'og þig." Bill brosti breitt en brosið hvarf skjótt af and- liti hans. Það var kaldur glampi í augum sýslumanns og hörkudrættir um munninn. „Komdu þér út, Bill." Sýslumaðurinn opnaði dyrnar. Bill seildist eftir byssunni. Sýslumaðurinn varð þó fljótari til og læsti járnkrumlum sínum um úlnlið hans, Benzín- afgreiðslumaðurinn náði I byssuna. „Ég kom við hjá frú Peturz til að segja henni að þú værir laus úr fangelsinu," sagði sýslumað- urinn, „nafnið þitt og orðið „háaloft" stóð skrif- að með eplahýði á borðinu. Gamla konan hefur alltaf kunnað að fara með epli." VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.