Vikan


Vikan - 27.11.1958, Page 6

Vikan - 27.11.1958, Page 6
BARNIÐ í SKUGGANUM Vetur er genginn í garð. Eins og aðrar árstíðir flytur hann okkur margvíslega gleði, en einnig nokkr- ar áhyggjur. Þá opnast hinir víðu salir skólanna, helzta athvarf barna og unglinga utan heimilisins, kvöld- Ijósin speglast skært í regnlauguðu malbikinu, en skugginn I sundi hjá- götunnar dökknar. 1 honum eiga sum börn athvarf sitt. Þessi skuggi vill ekki hverfa, en verður nokkurt áhyggjuefni foreldr- um og öðrum þeim, sem um uppeldi hugsa. Barnið í skugganum fer sjálfum sér að voða. Barnið i skugganum verður öðr- um börnum hættulegt fordæmi. Barnið í skugganum þýðir vaxandi ógnun við þjóðfélagið. Barnið i skugganum er áhyggju- efni hverri menningarþjóð, en þær eru mislangt komnar að leysa það. Bornir saman við ýmsar aðrar þjóð- ir, stöndum við Islendingar í spor- um byrjandans. Þó má ekki gleyma merkilegu brautryðjendastarfi, sem einstaklingar og félagssamtök hafa leyst af hendi. Meðan enginn sinnti þeim, sem mestir eru smælingjar allra olnbogabarna, fávitunum, réð- ist efnalaus hugsjónakona, frú Sess- elja Sigmundsdóttir, í það stórvirki, að stofna og starfrækja uppeldis- heimili handa fávita og taugaveikl- uðum börnum. Mig grunar, að róður hennar hafi orðið þungur, en aldrei lagði hún árar í bát og mörgu barni hefir hún bjargað á rúmum aldar- fjórðungi, sem hún hefir að þeim málum unnið. Á öðrum vettvangi hefir Barnavinafélagið Sumargjöf unnið mikið afrek. Ótalin eru þau börn, sem Sumargjöf hefir leitt út lir skugganum og inn í sólskinsborg- ir sínai'. Samt standa mörg börn i skugg- anum enn. Enn er fjöldi barna og unglinga í bráðri hættu daglega. Hvernig má það vera? Naumur tlmi handa barninu. Við eigum skóla, eins og aðrar þjóðir, dugandi kennarastétt hefir vaxið upp í landinu, barnabókmenntir okkai' hafa auðgast að ágætum verk- um, innlendum og erlendum. Námfús börn koma ekki verr mennt úr skól- um okkar en úr skólum annarra þjóða. Skuggann leggur úr annarri átt, af heimili bamsins, af uppeldis- starfi foreldra sjálfra. Islenzkir for- eldrar í bæjum og kauptúnum verja naumari tíma til uppeldis börnum sinum en tíðkast meðal borgarbúa annarra menningarþjóða. Því stend- ur margt barn í skugganum og fer sjálfu sér að voða. Þetta á sínar ástæður og má ekki líta á það, sem vanrækslu eina. Fólk- ið er flutt úr dreifbýli til bæjanna. Mikill hluti fullorðinna Reykvikinga er aðfluttur, úr sveitum og fámenn- um þorpum, þar sem lítils eftirlits þótti þurfa með bömum úti við. Fólk, sem þannig gekk sjálfala í uppvext- inum, þykir sínum börnum ekki vand- ara um. Það öðlaðist ekki I bernsku þá dýrkeyptu reynslu borgarbúans, að foreldrar þurfi að verja ákveðn- um tíma daglega til uppeldis barni sínu. Þá skoðun getur enginn innrætt foreldrunum, nema borgin sjálf. Sá, sem sjálfur óx upp við hættuleysi strjálbýlisins, getur ekki skilið hætt- ur borgarinnar, fyrr en þær kveðja dyra hjá honum sjálfum. Þessu mætti líkja við uppeldis- áhrif götuvitanna. Reykvíkingar ganga oft á móti rauðu hættumerki og brosa kannske ofurlitið að þessu yfirlætisfulla slysavarnarstarfi götu- vitans. Engin umferðaljós tíðkuð- ust heima I þorpinu eða sveitinni þeirra í bernsku, og umferðin í Reykjavík er ekki nógu mikil til þess að allir skilji nauðsyn götuvitans. Samt þykja okkur umferðaslysin nógu mörg. 1 stórborg vogar sér eng- inn maður yfir götu á röngu ljósi, enda er götuvitinn bernskuvinur stór- borgarbúans. Gatan aða.1 leikvangur. 1 íslenzkum bæjum er gatan aðal- leikvangur barnanna. Þar eyða þau deginum eftirlitslaus og venjast á að sjá um sig sjálf. Hin frökkustu verða lærimeistarar hinna, en teyma þau líka oft út i bráðan háska. Nokk- ur verða fyrir slysum, biða bana eða varanlegt áfall. Mörgum finnast þau fleiri en svo, að nokkrum tárum taki. En í heild læra börnin að varast um- ferðahættuna. Og umfram allt læra þau, að ekki þarf að hlíta forsjá foreldra um hvaðeina. Þennan skiln- ing öðlast þau sjálfkrafa. Ef 3—7 ára barn á að vera sjálfu sér nóg, þegar um líf eða dauða er að tefla, hví skyldi það þá, þroskaðra að aldri, leita til foreldra sinna um lítilvægari Gl(;ði og starf í borguni Sumargjafar. Foreldrum *g öðrum er vol- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun Ieitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. ÖH bréf sem þættinum eru send skuiu stiluð til Vlkunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur“. atriði, t. d. fjáröflun til sælgætis- kaupa, kvikmyndasókn, útivist á kvöldum, val leikfélaga og trúnaðar- vina? Börnin hafa vanizt á að ráða hjálparlaust fram úr bráðari vanda. Þannig missa foreldrar, sem láta aðrar skyldur sitja i fyrirrúmi fyrir uppeldisstarfinu, tökin á börnum sin- um, og börnin taka að lifa í lítt takmörkuðu sjálfræði, áður en þau kunna fótum sínum forráð. En á göt- unni leynast fleiri hættur en þær, sem bílarnir valda. öllum þorra foreldra verður þessi skei'ðing á myndugleika þeirra ekki ljós, fyrr en sérstakt tilefni gefst til árekstra. Þau rumska oft ekki fyrr en hættan kveður dyra hjá þeim sjálfum. Þegar barnið byi'jar að reykja, þegar unglingurinn tekur að neyta áfengis, þegar telpa á gelgju- skeiði kemur að morgni heim frá kvöldskemmtun, þá sviptist skýlan. frá augum foreldra og þeim verður ljóst, að uppeldi götunnar var ekki hollt. Þetta eru þó aðeins dæmi, sem lesendur þekkja og geta bætt við úr eigin kynnum. Þegar barn og foreldri eru þannig komin, sitt hvoru megin við göt- una, eru hin eðlilegu trúnaðartengsl rofin. Því verður foreldrum oft örð- ugt að skilja erfiðleika unglings, sem leiðst hefir á glapstigu. Þeim hættir þá til að láta ákafann blinda sig, eins og hægt væri að kippa margra ára vanrækslu í lag með snöggu átaki. Þetta er hættulegur misskilningur. Oftast kostar það Iangan tíma og ærna fyrirhöfn að leiðrétta villuna, og í mörgum tilvik- um eru foreldrar ekki einfærir um það. Hið ótímabæra sjálfræði var barninu ekki sársaukalaust og í sál- arlífi þess kann fleira að hafa rask- ast en foreldra grunar. Strangleiki og harka kippa því ekki í lag. Barnið hefir líka breytzt. Unglingsárin koma með sína sérstöku erfiðleika: við- kvæmni, einþykkni, sjálfræðisþrá. Þá er of seint að herða á aganum. Á því skeiði á hann að mildast og hverfa. Það eitt er hið rétta framhald góðs bernskuuppeldis. Ef unglingur- inn finnur, að foreldra breztur skiln- ing á erfiðleikum hans, hættir hon- um til að grípa til örvæntingarfullra örþrifaráða, sem valdið geta óbætan- legu tjóni. Þá verður barnið í skugganum auðsæ þjóðfélagshætta. S P A U G Eitt sinn var slaghörpuleikari feng- inn til að leika undir hjá söngkonu, sem söng falskt. Loks varð hann svo leiður á þessu návæli, að hann skellti aftur slaghörpunni og mælti: „Ég spila á hvítu nótunum, ég spila á svörtu nótunirm en þér syngið alltaf á milli þeirra". 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.