Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 7
KJÓLLINN OG VIÐEIGANDI JAKKI Hafir þú takmörkuð peningaráð, mun þér þykja nýr kjóll með við- eigandi jakka einn sá ákjósanlegasti klæðnaður, sem þú getur notað á haustin. Þegar þú hefur klæðst kjólnum og jakkanum, muntu komast að því, að þú lítur út, eins og tækifærisklædd. Það vill segja, að þú getur sýnt þig þannig klædda við flest tækifæri, í borgum og sveitum, seint og anemma. Farir þú úr jakkanum, ertu klædd kvöldkjól, sem sómir sér alls stað- ar. Með öðrum orðum, þú hefur komið þér upp tvenns konar klæðnaði, sem ekki er miklu dýrari en einn klæðnaður. Hér á eftir koma örfá sýnishorn af þessum búningi, svo þú getir betur glöggvað þig á því, hvernig hann tekur sig út, háfir þú ekki séð það fyrir þér nú þegar. Þegar þú hefur kynnt þér svona tegund haustklæðnaðar, geturðu kannað lítillega áþekkan klæðnað, sem er nú í sýningargluggum hér i Reykjavlk. Þessi klæðnaður er úlpa og pils. Við pilsið notar þú peysu eða blússu, en klæðist úlpunni, þegar þú ferð út. Búningur, sem þessi, er mjbg hent- ugur á veturna, enda er hann hlýr, auk þess að vera fallegur. Það má auðveldlega gera smávægilegar breytingar á þessum bún- ingi, svo að hann verði skjólbetri á köldum vetrardegi. Sú breyting er einfaldlega fólgin í því, að gera sér skíðabuxur í staðinn fyrir pilsið. Séu auraráðin nægileg, er hægt að eiga hvoru tveggja. , Þá notast buxurnar til útiveru en pilsið inni á heimilinu. Dekkri klæðnaðurinn á myndum þessarar síðu er úr mjúku jerseyefni. Jakkinn er með einföldum kraga og gúlpar út að aftán. Kjóllinn, sem sézt á litlu myndinni, hefur vítt hálsmál, ermarnar ná fram á framhandlegg. Algengir litir á þessum búningi eru rauður og grænn. Ljósari klæðnaSurinn á myndum siðunnar á tilverurétt við öll tæki- færi. Jakkinn er með víðum kraga og gúlpar út að aftan. Kjóllinn við þennan jakka hefur vitt hálsmál, frekar stuttar ermar. Litlu neðan við brjósthæðina er bekkur festur á kjólinn, sem á eru tvær tölur. Bæði kjóllinn og jakkinn eru í \í sama lit, algengast gulum, rauðum, grænum, bláum eða ti; svörtum. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.