Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 8
F O R N A R — Er hann elskhugi þinn? — Nei. — En hver er stúlkan, sem þú kallaðir engil? Er hún eftirlætisvinkona þín. —Nei, hamingjan góða, andvarpaði Julie. — En hún er mjög skemmtileg. Hun leikur á píanó í næturklúbb, og er gjaldkeri þar líka. En I kvöld á hún frí. — Reyndar kemur það mér það ekki við, Julie, en svona okkar á milli sagt, hvpð mundirðu gera, ef þú ættir peninga? — O, mörg heimskustrik, sagði Julie hátíð- lega. — En hvers vegna spyrðu? — Ja, það var nú bara út af þessu með hann Herbert. Ég gat ekki varizt þvi að hugsa um það. Það er nú allt og sumt. — Það er ekki til þess að hafa áhyggjur út af. Ef hann deyr, þá deyr hann. Og enginn mun erfa hann. — Þú talar eins og spákona. Það kom bjarmi í augu Julie. — O, vinur minn! Ég þekki eina. Hún er alveg makalaus. Hún las forlög þín úr bráðnu kertis- vaxi. Hún sagði mér, að önnur styrjöld mundi verða, að ég ætti eftir að kynnast öðrum manni og að Marianne mundi deyja úr krabba. — Marianne? Hvernig vissirðu, að hún átti við Marianne? Julie bióðroðnaði. Hún setti sig í varnarstöðu. — Ég skiidi það á lýsingunni. Svona nokkuð finnur maður á sér. — Hvernig vissirðu að hún átti við Marianne? endurtók Léon. — Segðu mér það eða þú skalt fá að kenna á því. — Rólegur! Ég skal segja þér frá því! Því lofa ég! hrópaði Julie. — Jæja, það var Toni . . . — Toni ? Sonur Marianne ? — Já . . . við erum beztu vinir. Ég bað hann að útvega mér einn af silkisokkum móður sinnar, þegar hún háttaði. Spákonan þarf að hafa í hönd- um einhverja flík af viðkomandi manneskju. — Og kom hann með sokkinn? Julie kinkaði kolli. — Skrýtin er þessi fjölskylda, sagði Carneil- han. — Þetta er allt fremur skoplegt, hélt hann áfram í léttúðartón. — Það er að verða fram- orðið og ég verð að fara að leggja af stað. Klukkan er orðin eitt. — Ekki meira ... sagði Julie. — Hvað áttu við með því að segja „ekki meira?“ — Aðeins það, að fólk er alltaf að sjá eftir tímanum. Hún fór að hlæja og honum var ljóst, að hún var ofurlítið hýr. En henni heppnaðist þó að ganga út að glugganum. — Það er ennþá bíll hér á strætinu fyrir utan. Á ég að flauta á hann fyrir þig? — Hafðu engar áhyggjur. Ég geng heim. Það er engin rigning. Hún gerði enga athugasemd við þetta. Bróðir hennar hafði oft gengið til Saint Cloud og farið gegnum Boulogneskóginn. Eina nóttina hafði hann mætt skuggalegum náunga. Þá hafði hann stokkið um í skógarþykknið eins og tígrisdýr, en hinn skuggalegi hafði iagt á flótta. Honum þótti vænt um þann tíma næturinnar, þegar aðeins var tekið að lýsa af morgni. Þá heyrði hann hneggið í hestunum sínum langa leið. Hann tók lauslega í hönd Julie og lagði af stað heim til þess, sem hann unni framar öllu öðru í veröldinni, hestanna sinna. Það hlýtur að vera föstudagur, hugsaði frú de Carneilhan um leið og hún rumskaði. — Ég finn fisklykt. Það var stór matvöruverzlun á götuhorninu. Hún heyrði, að konan sem kom daglega til að taka til, var komin og af þvi réði hún, að klukk- an hlyti að vera um hálf tíu. Julie bjó sig því til að sofna aftur, en þó ekki alveg án sektartil- finningar, sem stafaði frá þeim árum, þegar faðir hennar var vanur að flengja hana með ofurlitlum písk. Á þeim árum höfðu þau Julie og Leon, berfætt og þegjandi flogist á fyrir fram- an dyrnar sem alltaf voru opnaðar kl. sjö á vet- urna, en sex á sumrin, því hvort um sig vildi láta flengja hitt á undan. Því næst klæddu þau sig og stukku á bak smáhestunum og reyndu að verða ekki á eftir greifanum af Carneilhan. Faðir þeirra reið belju frá Bretaníu, söðulbak- aðri og beinaberri. Hún var fóðruð á höfrum og brokkgeng mjög. Faðir þeirra var vanur að ríða beljunni aðeins til að sýna það að hann gæti setið allar skepnur, sem hefðu hófa og til að draga athyglina að sér á hestamarkaðinum eða á hinum miklu markaðsdögum í Perigord. Á slíkum dögum lánaði hann Julie og Léon úr- valsgripina úr hesthúsinu. Þó að börnin hefðu lagt af stað frá Carneilhan á hestbaki urðu þau oft að rölta heim með reiðtygin sín á bakinu eða sitja á vagni einhvers bóndans. Þau litu vel út og báru sig vel í söðli og það ýtti undir sölu hestanna. Stundum grétu þau af eftirsjá eftir hestunum, sem þeim hafði þótt svo vænt um. En þegar þau stækkuðu, urðu þau vön þessum tíðu hestaskiptum. Þegar Julie de Carneilhan var seytján ára gömul, giftist hún auð- ugum Hollendingi, sem hét Julius Becker. Hún hafði ekki miklar áhyggjur af því. — Ég mun losna við hann, hugsaði hún — á næsta markaðs- degi. Meðan aðra unglinga dreymdi um háskólapróf og þvíumlíkt, dreymdi Júlíu oft, að hún væri á hestbaki. Frú Enp*lade, sem réði draumana, sagði að þetta þýddi það að hún ætti að hátta hjá karlmanni. — Nei, það þýðir það alls ekki, sagði Julie. — Það þýðir einfaldlega það, að mig langar til að vera á hestbaki. Hún ætlaði að fá lánaða hryssu bróður síns, Hirondelle. En Léon neitaði að lána henni Hirond- elle, en stakk upp á þvi, að hún fengi Tullin, lata og fótsára bikkju. Julie var stórmóðguð. — Heyrðu, væni minn! Þú ætlast þó ekki til að ég láti sjá mig í skóginum á draghaltri meri. Hún heyrði vatnið streyma í baðkerið við hlið- ina á vinnustofunni. Klukkan var tíu! Julie fór á fætur og sveipaði fastar að sér náttfötunum. Henni leið vel, en bragðið í munninum á henni minnti hana á að hún hafði drukkið kvöldið áður. Áfengi átti vel við hana, eins og Pére Carneil- han. Tennur hennar voru hraustlegar en ójafnar og lítið eitt skakkar. Hún stanzaði fyrir framan spegilinn og fitjaði upp á nefið. I svefninum hafði hár hennar ýfzt og farið úr bylgjunum. Það stóð út í loftið eins og strý. — Ég lit út eins og ég' hafi sofið í hesthúsi i nótt sagði hún við sjálfa sig. Hún heyrði að sím- inn hringdi látlaust. — Halló! Halló! .. . Er það satt! En hvað það er leiðinlegt! Hvað segirðu? Er herra Vatard farinn út? Nú þegar? Gott þakka þér fyrir. Hún gretti sig með fyrirlitningu. Hún dró til sin inniskó með stóru tánni. — Ham- ingjan góða! En þessi drengur með fatalitunar- stofuna . . . Rafmagnsofn stóð á borði við baðkerið. Með- an frú de Carneilhan var í baðinu, gat hún haft auga með morgunverðinum. Frá barnæsku hafði hún vanizt því að láta ekki ekki návist þjóna- liðsins heitt á sig fá. „Hrærðu í vatninu fyrir mig, Peyre,“ hafði hún oft sagt við garðyrkju- 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.