Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 9
Á S T I R manninn i Carneilhan, þegar hún var þrettán, fjórtán og fimmtán ára. Þá hafði hann hrært i fiskatjörninni, því að Julie þoldi ekki að sjá litlu fiskana í tjörninni. Svo kallaði hún. „Snúðu þér við og líttu undan!" Því næst klæddi hún sig úr fötunum og fleygði sér í vatnið. Það var hlýtt á yfirborðinu, en jökulkalt við botninh. Svo svamlaði hún stundarkorn í vatninu og kom síðan upp úr án þess að hún virtist hafa hug- mynd um manninn, sem hrærði í vatninu fyrir hana, fremur en um sína eigin fegurð. — Góðan dag sagði hún við frú de Sabrier, konuna, sem kom daglega til að taka til. Svo smeygði hún sér úr náttfötunum. Áður en hún fór í baðið gerði hún fáeinar andardráttaræfingar og knébeygjur, eins og dansmær. Frú Sabrier sneri sér undan. — Á ég að bera inn morgunverðinn, frú ? Hvað langar yður mest í? — Langar mig mest í ? Látum okkur nú sjá . . . rjómaost og skötu í dökkbræddu smjöri. Hvítt og svart á svo vel saman. Hún hló undir sápufroSunni. Þegar hún var í bað'inu, sápaði hún sig alla og einnig höfuðið, eins og karlmaður. Prú Sabrier stundi þungan. — Þetta er ekki sanngjarnt. Það er ekkert rétt- læti til í veröldinni, sagði hún. Þér voruð að drekka í gærkvöldi, var ekki svo? Ég sá glösin. Og þér eruð eins og stálf jöður í dag. Bg hef aldrei bragðað dropa á ævinni og samt er ég eins og hundur af sundi dreginn. Og samt eruð þér orðin f jörutíu og f jögurra ára . . . Þetta er ekki sann- gjarnt... — Ég er ekki sérlega forvitin. En samt langar mig til að vita, hvaða þrjótur það var, sem sagði yður, hversu gömul ég væri. Frú Sabrier brosti. langað til að sjá mig og hver er það svo, sem hann sendir með bréfið. Bílstjóri stjúpföður hans. Herbert hefur alltaf þann sið að halda bílstjór- um sínum, þangað til þeir detta í sundur. Hann heldur að engir kunni á bíl nema gamlir bílstjór- ar. Hún burstaði blautt hárið þangað til það íá strokið aftur með höfðinu. Julie var súr á svip- inn og líktist bróður sínum að sumu leyti. Hún var tryllingsleg til augnanna og gagnaugun voru lítil. Hún bar á það andlitssmyrsl og neri þvi með fingrunum á nefið. Því næst bylgjaði hún hárið með höndunum. Svo kippti hún fáeinum hárum af efri vörinni. Hún kunni vel að snyrta sig. Kjálkarnir voru eins og snoppa á hesti. — Það er bezt ég fá mér skemmtigöngu í skóginum stundarkorn, sagði hún við sjálfa sig. Hún hljóp að símanum, sem hringdi. — Halló'. Ert það þú, Erco? Á ég að trúa því, að klukkan sé farin að ganga eitt og að þú sért farinn af skrifstofunni ? — æ, hvað er að heyra þetta? Og ég, sem ætlaði mér að fara í langa skemmtigöngu. Hvað segirðu? Nei, ég ætlaði að fara í dag. Á morgun er ekki sama og í dag. Hvað segirðu? Herbert? Hann er betri en í gær, auðvitað. Hann hugsar aldrei um annað en að vera öðrum mönnum til leiðinda. Jæja þá, segjum í kvöld. En mér leiðist að bíða eftir því, sem ég hef gaman af. Hvað segirðu, væni minn? Við hvern heldurðu, að þú sért að tala? Jæja, við sjáumst í kvöld. Hún lagði símatólið á og brosti, dálitið grett á svipinn. Svo varð hún aftur alvar- leg á svipinn. Það tók hana fimm mínútur að klæða sig. Hún var í hvítri, klæðskerasaumaðri skyrtu, pilsi með svörtu og hvítu fuglafótamynstri og treyju, serrí átti við á hvaða tíma, sem var og hver sem tízkan var. Hún bjó sig þannig, að hún virtist vera sem grennst, en það bar "vott Ný framhaldssaga eftir Colette — Ja ég hef nú mínar aðferðir, frú, sagði hún. — Það var bílstjóri, sem kom með bréf til yðar hérna um daginn. Bílstjóri frá vinstri bakka ár- innar. — Nú! Þeir haga sér þá svona á vinstri bakka árinnar? Þeir skulu fá fyrir ferðina, þegar ég næ í þá. Fáið mér sloppinn minn! — Verið nú svo vænar að spora ekki allt gólfið fyrir mér, sem er hreint og fágað. Hann hafði frétt það hjá fyrra manninum yðar. — Það hefur verið ékill Herberts, hugsaði Julie um leið og hún fór út. Hún stanzaðí í dyr- unum. — Það hefur verið annar maðurinn minn, frú Sabrier. Annar maðurinn minn, og enginn annar! — Þelta er ekki sanngjarnt andvarpaði frú Sabrier. — Hérna eru dagblöðin. — Er harm dauður eða er hann ekki dauður? Ef hann er dauður, þá stendur það á forsíðunni. Hún tók fast um blöðin með votri höndinni og settist á rúmstokkinn. Það var ekkert um þetta á forsíðunni. Það hlaut að vera á annarri síðu. Hvað stóð nú þar? „Sem betur fer virðast hin skyndilegu veikindi greifans af Espivant ekki vera alvarlegs eölis." — Sko til! hrópaði Julie hátt. Þetta vissi ég. Ég hefði getað farið í bíó fyrir þessu. Bannsettur þorparinn. Og Hattoutant og Giscard prófessorar hafa setið við rúmstokk hans. Marianne fær ekki arfinn eftir hann strax, því miður ... Hún fleygði frá sér blaðinu og opnaði eina eldhússkápinn, sem til var i vinnustofunni. Þar hafði hún komið fyrir spegli og notaði skápinn jafnframt fyrír snyrtiklefa, sem lýstur var með rafmagnsljósum. Hún var mjög' fingrafim. — Bílstjóri frá vinstri bakka árinnar, hugsaði hún. — Það hlýtur að hafa verið Beaupied gamli með bréf frá Toni. Þetta er Tonis sök . . . En hve piltar á þessum aldri eru leiðinlegir. Hann hefur um, að Julie de Carneilhan var að nálgast þann aldur, þegar konur hirða meira um vaxtarlag sitt en andlitsfegurð. Ég ætti að vera rjóð í kinnum. Fyrst svo er ekki, ætti ég að hafa rautt blóm, eða eitthvað í staðinn fyrir það. Hún skoðaði vasaklútana sína, þangað til hún fann lítinn vasaklút. Hún braut hann saman þangað til hann varð eins og blóm í laginu, klippti hann síðan svolítið til með skær- unum sínum, og stakk honum i hneppsluna. Dá- samlegt! Svo varð hún þungbúin á svipinn. — Dæmalaust fífl get ég verið! Þessi vasaklútur kostar hvorki meira né minna. en heilan Hlöðvers- pening. Hún reiknaði allt í Hlöðverspeningum, því að henni fannst það fínt. Ský dró á himin og þar með rauk löngun hennar til skemmtigöngu út í buskann. Ætti ég að hringja í Luciu. Eða athuga, hvenær markaðurinn byrjar á Hermés? Eða... Hún titraði, þegar hún heyrði símann hringja. Hann hringdi einmitt, þegar hún var að teygja út handlegginn eftir símatólinu til að hringja sjálf. Hún leit á símann sem sitt eina hjálpar- gagn líkt og svo margar manneskjur sem hvergi eiga sér vörn né hlíf. — Halló! Já'. Hvað? Eg heyri ekki. Viljið þér segja það aftur ? Hvað sögðuð þér að þér væruð ? Málrómur hennar breyttist og hún seig saman í öxlunum. — Er... er þetta þú, Herbert? Já, auð- vitað. Ég sá það í blöðunum. Það fór ekki svo leynt. Það hefur þá ekki verið sérlega alvarlegt. Hún leit í spegilinn og svipaðist þannig um í herberginu. Svo rétti hún úr sér. — Það var naumast þú gerðir okkur hrædd. Hvað? Ég á viS helminginn af Parísarbúunum, elskan mín, helminginn af öllum íbúum Frakklands, helling af fólki í öðrum löndum. Framhald á bls. 11. llr og kiukkur — Skrautvörur Kven- og karlmannsúr í úrvali, stofuklukkur — eldhúsklukkur, vekjaraklukkur — skákklukkur: NIVADA JUNGHANS ROAMER KIENZLE TISSOT TERVAL ALPINA allt þekkt merki og góðar og nyt- samar jólagjafir. Stativ fyrir borðbúnað. URVAL af allskonar gjafavörum hentugum til jólagjafa Póstsendi um allt land. lilagaús ib. ioálavinsson ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN Laugaveg 12 — Sími 2280Jf VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.